Segir skipanina hafa verið pólitíska Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. ágúst 2010 16:51 Björn V. Gíslason segir að ráðherrar þurfi að vanda til verka. Skipan Runólfs Ágústssonar í embætti Umboðsmanns skuldara er óttalegt klúður, segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG. Hann segist ekki vita um nokkurn mann sem kunni að mæla henni bót og þungt hljóð hafi verið í herbúðum VG þegar að tilkynnt var um skipanina. „Mönnum fannst þetta bera keim af gömlum valdatíma sem við vildum helst ekki fá hérna aftur," segir Björn Valur í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann skipanina hafa verið pólitíska. „Já, blasir það ekki við? Þarf maður nokkuð að vera að velta því mikið fyrir sér? Það er bara dauður maður sem sér það ekki," segir Björn Valur. Björn Valur segir mikilvægt að fara aftur yfir hæfni þeirra sem sóttu um starfið. „En ég get ímyndað mér að þeir sem sóttu um starfið geti verið hvekktir eftir svona rispur. Mér myndi líða þannig ef ég hefði verið metinn hæfur til að gegna starfi. Svo hefði einhver verið tekinn framfyrir í pólitískum tilgangi og það væri síðan bjallað í mig eftir að hitt gekk ekki upp," segir Björn Valur. Björn Valur segir að félagsmálaráðherra og aðrir sem fari með svipað vald og hann þurfi að temja sér betri vinnubrögð. „Þetta tilheyrir gamla tímanum sem ég vil ekki tilheyra," segir Björn Valur. Hann segir að þessi atburðarrás kalli ekki á afsögn ráðherra. Hins vegar þurfi hann að vanda sig betur og gangast við mistökum sínum. Björn Valur segir að í embættismannakerfinu og í opinberum stöðum séu margar stöður skipaðar mönnum sem voru ráðnir á pólitískum forsendum. Hann ítrekar að þetta sé hluti af gömlum tíma sem hann vilji ekki tilheyra. „Þetta er líka sóun á hæfileikum að ganga framhjá fólki sem hefur meiri burði til að gegna svona stöðum en hafa ekki pólitísk tengsl," segir Björn Valur. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Skipan Runólfs Ágústssonar í embætti Umboðsmanns skuldara er óttalegt klúður, segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG. Hann segist ekki vita um nokkurn mann sem kunni að mæla henni bót og þungt hljóð hafi verið í herbúðum VG þegar að tilkynnt var um skipanina. „Mönnum fannst þetta bera keim af gömlum valdatíma sem við vildum helst ekki fá hérna aftur," segir Björn Valur í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann skipanina hafa verið pólitíska. „Já, blasir það ekki við? Þarf maður nokkuð að vera að velta því mikið fyrir sér? Það er bara dauður maður sem sér það ekki," segir Björn Valur. Björn Valur segir mikilvægt að fara aftur yfir hæfni þeirra sem sóttu um starfið. „En ég get ímyndað mér að þeir sem sóttu um starfið geti verið hvekktir eftir svona rispur. Mér myndi líða þannig ef ég hefði verið metinn hæfur til að gegna starfi. Svo hefði einhver verið tekinn framfyrir í pólitískum tilgangi og það væri síðan bjallað í mig eftir að hitt gekk ekki upp," segir Björn Valur. Björn Valur segir að félagsmálaráðherra og aðrir sem fari með svipað vald og hann þurfi að temja sér betri vinnubrögð. „Þetta tilheyrir gamla tímanum sem ég vil ekki tilheyra," segir Björn Valur. Hann segir að þessi atburðarrás kalli ekki á afsögn ráðherra. Hins vegar þurfi hann að vanda sig betur og gangast við mistökum sínum. Björn Valur segir að í embættismannakerfinu og í opinberum stöðum séu margar stöður skipaðar mönnum sem voru ráðnir á pólitískum forsendum. Hann ítrekar að þetta sé hluti af gömlum tíma sem hann vilji ekki tilheyra. „Þetta er líka sóun á hæfileikum að ganga framhjá fólki sem hefur meiri burði til að gegna svona stöðum en hafa ekki pólitísk tengsl," segir Björn Valur.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira