Enski boltinn

Allardyce gerði mörg mistök á leikmannamarkaðnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sam Allardyce.
Sam Allardyce. Nordic Photos / Getty Images
Eigendur Blackburn hafa svarað fyrir sig og réttlætt þá ákvörðun að reka Sam Allardyce úr starfi knattspyrnustjóra nú fyrr í vikunni.

Anuradha Desai, stjórnarformaður Venky's Group sem keypti Blackburn fyrr í haust, segir að Allardyce hefði klúðrað sínum málum á leikmannamarkaðnum.

„Liðið ætti að vera nógu gott til að berjast um 5.-7. sæti deildarinnar en ekki vera sífellt að berjast fyrir lífi sínu í deildinni," sagði Desai. „Liðið á það ekki skilið. Því varð Sam að fara."

„Faðir minn sagði mér eitt sinn að maður verður að hafa rétt fyrir sér í að minnsta kosti sjö skipti af tíu ákvörðunum," bætti hún við. „En að taka ranga ákvörðun í níu eða tíu skipti er ekki gott. Það hefur ýmislegt misfarist á leikmannamarkaðnum og er það einfaldlega staðreynd."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×