Innlent

Óvissa um þjóðaratkvæðagreiðslu

Mynd/GVA

Óvíst er hvað gerist neiti forseti Íslands að skrifa undir Icesave-lögin. Engin lög eru til um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu.

Tvö frumvörp um þjóðaratkvæðagreiðslu liggja fyrir Alþingi, stjórnarfrumvarp og frumvarp frá hluta minnihlutans. Meðal þess sem deilt hefur verið um er hversu margir þurfi að kjósa til að atkvæðagreiðslan bindi hendur stjórnvalda. Einnig hvort aukinn meirihluta þurfi í atkvæðagreiðslunni, eða hvort einfaldur meirihluti eigi að duga.

Forseti Íslands hefur aðeins einu sinni synjað lögum staðfestingar, þegar hann fékk fjölmiðlalögin til undirritunar árið 2004. Í kjölfar synjunar forseta þá drógu stjórnvöld lögin til baka og því reyndi ekki á ákvæði stjórnarskrár um þjóðaratkvæði.






Tengdar fréttir

Brýnt að skerpa á ákvæði um þjóðaratkvæði

Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, segir brýnt að skerpa á ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. Margir þættir séu afar óljósir. Aldrei hafi reynt á 26. grein stjórnarskrárinnar þar sem kveðið er á um þjóðaratkvæði. Ekki liggi ljóst fyrir hverjir geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslum né hvort niðurstaða þeirra sé ráðgefandi eða bindandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×