Dómsmálaráðherra fundar með biskupi 23. ágúst 2010 06:45 Karl Sigurbjörnsson Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, fundar í dag með Karli Sigurbjörnssyni biskupi um málefni þjóðkirkjunnar. Tilefnið segir Ragna vera þau ummæli Geirs Waage, sóknarprests í Reykholti, að þagnarskylda presta sé hafin yfir landslög, jafnvel í tilfelli kynferðisbrota gegn börnum. Að sögn Rögnu munu hún og Karl einnig ræða almennt um aðkomu ráðuneytisins að málefnum þjóðkirkjunnar, en í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar segir að Þjóðkirkjan njóti sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka. „Svo virðist vera sem ráðuneytið hafi ekki eftirlit með því hvort starfsmenn kirkjunnar fari að lögum eða ekki. Hins vegar er nauðsynlegt að ganga úr skugga um að sá skilningur sé réttur. Ég hef engan vilja til að hlaupast undan ábyrgð í þessu máli, en það þarf að vera skýrt hver ábyrgð ráðuneytisins er samkvæmt lögum," segir Ragna. Biskup Íslands sendi á laugardag frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir ummælum Geirs. Karl segir fyrirmæli barnaverndarlaga taka af öll tvímæli um tilkynningaskyldu presta, að hún gangi framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu. Í kjölfar ummæla Geirs kallaði Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, og fleiri prestar eftir því að biskup leysti Geir frá störfum. Hrefna Friðriksdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, telur að biskup kunni að hafa tilefni til að áminna Geir eða víkja honum úr starfi. Ennfremur sendi Karl Sigurbjörnsson biskup frá sér yfirlýsingu seint í gær, þar sem hann vísar því á bug að hafa reynt að þagga niður mál Sigrúnar Pálínu Ingvadóttur á hendur Ólafi Skúlasyni, þáverandi biskupi, árið 1996. Að sögn Rögnu stendur ekki til að ræða það mál á fundi hennar og biskups í dag. „Ég þekki það mál ekki nógu vel. Þetta virðist vera löng saga og ekki ljóst hverjir vissu hvað og hvenær, svo ég tjái mig ekki um það," segir Ragna. Spurð hvort þjóðkirkjan hafi beðið álitshnekki síðustu daga segist Ragna þurfa að kynna sér málið betur áður en hún tjái sig um það. kjartan@frettabladid.is Ragna Árnadóttir Geir Waage prestastefna Í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar segir að þjóðkirkjan njóti sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, fundar í dag með Karli Sigurbjörnssyni biskupi um málefni þjóðkirkjunnar. Tilefnið segir Ragna vera þau ummæli Geirs Waage, sóknarprests í Reykholti, að þagnarskylda presta sé hafin yfir landslög, jafnvel í tilfelli kynferðisbrota gegn börnum. Að sögn Rögnu munu hún og Karl einnig ræða almennt um aðkomu ráðuneytisins að málefnum þjóðkirkjunnar, en í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar segir að Þjóðkirkjan njóti sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka. „Svo virðist vera sem ráðuneytið hafi ekki eftirlit með því hvort starfsmenn kirkjunnar fari að lögum eða ekki. Hins vegar er nauðsynlegt að ganga úr skugga um að sá skilningur sé réttur. Ég hef engan vilja til að hlaupast undan ábyrgð í þessu máli, en það þarf að vera skýrt hver ábyrgð ráðuneytisins er samkvæmt lögum," segir Ragna. Biskup Íslands sendi á laugardag frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir ummælum Geirs. Karl segir fyrirmæli barnaverndarlaga taka af öll tvímæli um tilkynningaskyldu presta, að hún gangi framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu. Í kjölfar ummæla Geirs kallaði Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, og fleiri prestar eftir því að biskup leysti Geir frá störfum. Hrefna Friðriksdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, telur að biskup kunni að hafa tilefni til að áminna Geir eða víkja honum úr starfi. Ennfremur sendi Karl Sigurbjörnsson biskup frá sér yfirlýsingu seint í gær, þar sem hann vísar því á bug að hafa reynt að þagga niður mál Sigrúnar Pálínu Ingvadóttur á hendur Ólafi Skúlasyni, þáverandi biskupi, árið 1996. Að sögn Rögnu stendur ekki til að ræða það mál á fundi hennar og biskups í dag. „Ég þekki það mál ekki nógu vel. Þetta virðist vera löng saga og ekki ljóst hverjir vissu hvað og hvenær, svo ég tjái mig ekki um það," segir Ragna. Spurð hvort þjóðkirkjan hafi beðið álitshnekki síðustu daga segist Ragna þurfa að kynna sér málið betur áður en hún tjái sig um það. kjartan@frettabladid.is Ragna Árnadóttir Geir Waage prestastefna Í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar segir að þjóðkirkjan njóti sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira