Niðurskurður til löggæslumála verður um 5% Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. júlí 2010 14:30 Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir ekki hægt að halda uppi sömu þjónustu með minni fjárveitingum. Mynd/ Anton. Niðurskurður á fjárframlögum til löggæslu á næsta ári verður minni en gert hafði verið ráð fyrir, segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. Hún segir að nú sé gert ráð fyrir að niðurskurðurinn verði í kringum 5% en hann hafi verið í kringum 8% á þessu ári. Árskýrsla Ríkislögreglustjóra var birt í gær. Þar kemur fram að þrátt fyrir að brotum í vissum brotaflokkum, til dæmis þjófnuðum og auðgunarbrotum, hafi fjölgað á undanförnum árum, hafi framlög til löggæslumála minnkað. „Í rauninni er það bara þannig að þegar að fjárveitingar minnka að þá minnkar þjónustan að sama skapi. Það er ekki hægt að halda úti sama þjónustustigi fyrir minni peninga," segir Ragna. Hún segir að það sem að sé hvað mest áberandi sé til dæmis það að akstur hafi minnkað. „Og minni akstur lögreglu þýðir einfaldlega minni löggæsla í víðfeðmum umdæmum, þar sem mikils aksturs er þörf," segir Ragna. Ragna segir að það sé gott að fá þessa samantekt frá Ríkislögreglustjóra því að það hjálpi til við ákvarðanatöku. Þetta hjálpi löggjafanum og stjórnvöldum að taka ákvarðanir um fjárveitingar. Þá nefnir Ragna að búið sé að leggja til ákveðnar skipulagsbreytingar á lögreglunni til þess að hægt sé að nýta þá peninga sem fara til löggæslu betur. Aðspurð segir Ragna að það hafi ekki verið mistök að auka fjárframlög til embættis sérstaks saksóknara þótt skera hafi þurft niður framlög til almennrar löggæslu á sama tíma. „Þetta er þannig að allur ríkisrekstur þarf að þola niðurskurð. Það er heilbrigðiskerfið, velferðarkerfið og allt. Í rauninni er það þannig að það þurfa allir að taka á sig lækkaðar fjárheimildir en síðan koma svona forgangsverkefni eins og sérstakur saksóknari," segir Ragna. Í því tilfelli hafi einfaldlega verið ákveðið að í stað þess að veita lægri upphæð í lengri tíma hafi verið ákveðið að veita hærri upphæð í styttri tíma. Um sé að ræða fimm ára áætlun og í stað þess að dreifa fjárveitingunum hafi þeim verið safna saman á þennan hátt. „Þannig að ég myndi nú ekki segja að það sé rangt að gera það enda er nauðsynlegt að sú rannsókn fari fram," segir Ragna. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Niðurskurður á fjárframlögum til löggæslu á næsta ári verður minni en gert hafði verið ráð fyrir, segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. Hún segir að nú sé gert ráð fyrir að niðurskurðurinn verði í kringum 5% en hann hafi verið í kringum 8% á þessu ári. Árskýrsla Ríkislögreglustjóra var birt í gær. Þar kemur fram að þrátt fyrir að brotum í vissum brotaflokkum, til dæmis þjófnuðum og auðgunarbrotum, hafi fjölgað á undanförnum árum, hafi framlög til löggæslumála minnkað. „Í rauninni er það bara þannig að þegar að fjárveitingar minnka að þá minnkar þjónustan að sama skapi. Það er ekki hægt að halda úti sama þjónustustigi fyrir minni peninga," segir Ragna. Hún segir að það sem að sé hvað mest áberandi sé til dæmis það að akstur hafi minnkað. „Og minni akstur lögreglu þýðir einfaldlega minni löggæsla í víðfeðmum umdæmum, þar sem mikils aksturs er þörf," segir Ragna. Ragna segir að það sé gott að fá þessa samantekt frá Ríkislögreglustjóra því að það hjálpi til við ákvarðanatöku. Þetta hjálpi löggjafanum og stjórnvöldum að taka ákvarðanir um fjárveitingar. Þá nefnir Ragna að búið sé að leggja til ákveðnar skipulagsbreytingar á lögreglunni til þess að hægt sé að nýta þá peninga sem fara til löggæslu betur. Aðspurð segir Ragna að það hafi ekki verið mistök að auka fjárframlög til embættis sérstaks saksóknara þótt skera hafi þurft niður framlög til almennrar löggæslu á sama tíma. „Þetta er þannig að allur ríkisrekstur þarf að þola niðurskurð. Það er heilbrigðiskerfið, velferðarkerfið og allt. Í rauninni er það þannig að það þurfa allir að taka á sig lækkaðar fjárheimildir en síðan koma svona forgangsverkefni eins og sérstakur saksóknari," segir Ragna. Í því tilfelli hafi einfaldlega verið ákveðið að í stað þess að veita lægri upphæð í lengri tíma hafi verið ákveðið að veita hærri upphæð í styttri tíma. Um sé að ræða fimm ára áætlun og í stað þess að dreifa fjárveitingunum hafi þeim verið safna saman á þennan hátt. „Þannig að ég myndi nú ekki segja að það sé rangt að gera það enda er nauðsynlegt að sú rannsókn fari fram," segir Ragna.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira