Íslenski boltinn

Þórir: Rautt spjald er rautt spjald

Elvar Geir Magnússon skrifar
Þórir Hákonarson.
Þórir Hákonarson.

Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að engin fordæmi séu fyrir því að leikmönnum sé refsað sérstaklega fyrir það hér á landi að hagræða leikbönnum sínum.

Guðmundur Sævarsson, bakvörður FH, sleppur við leikbann í bikarúrslitaleiknum þar sem hann nældi sér í sitt annað gula spjald gegn ÍBV í uppbótartíma.

Í staðinn tekur hann út leikbann sjálfkrafa í næsta deildarleik sem er gegn Breiðabliki á sunnudag. „Rautt er bara rautt og ég veit ekki til þess að fordæmi séu fyrir því að vikið sé út frá reglum í svona tilfellum. Rautt spjald er bara rautt spjald," sagði Þórir í samtali við Vísi.

Dómari leiksins getur tekið það fram í skýrslu sinni ef hann telur einhvern leikmann hafa orðið uppvís að óíþróttamannslegri framkomu og aganefnd tekur það þá fyrir. Ekki er talið að dómarinn í gær, Þóroddur Hjaltalín Jr., hafi gert það.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×