Ógeðið Freddy Krueger slær aftur í gegn 6. maí 2010 05:30 Leikarinn Jackie Earle Haley er á öðrum slóðum í hryllingsmyndinni en þegar hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna í vor. Maðurinn með hnífafingurna, Freddy Krueger, er aftur mættur á hvíta tjaldið til að hrella kvikmyndahúsagesti. Og svo virðist sem bandarískir kvikmyndaáhugamenn hafi saknað herra Kruegers því myndin slátraði allri samkeppni um síðustu helgi í Bandaríkjunum. Myndin halaði inn rúmlega þrisvar sinnum meira en How to Train Your Dragon sem situr í öðru sæti listans. Gamanmyndin Date Night með Steve Carell og Tinu Fey er í öðru sæti. Myndin er endurgerð á gömlu hryllingsmyndinni hans Wes Craven frá árinu 1984 þar sem Freddy birtist fyrst. Þá var Robert Englund í hlutverki Freddy en leikarinn lék fjöldamorðingjann í alls sjö myndum. Englund er hins vegar víðsfjarri í nýju útgáfunni því það er Jackie Earle Haley sem leikur hann núna. Þótt ótrúlegt megi virðast þá var Jackie þessi tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Little Children þar sem hann fór á kostum á móti Kate Winslet og Jennifer Connelly. Hann er á eilítið annarri og ögn blóðugri slóð í sinni nýjustu mynd. Hann er þó ekki algjör nýliði í grímubransanum í bíómyndum þar sem hann fór með hlutverk Rorschach í Watchmen hér um árið. Hér má sjá sýnishornið úr nýju Nightmare on Elm Street. Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Maðurinn með hnífafingurna, Freddy Krueger, er aftur mættur á hvíta tjaldið til að hrella kvikmyndahúsagesti. Og svo virðist sem bandarískir kvikmyndaáhugamenn hafi saknað herra Kruegers því myndin slátraði allri samkeppni um síðustu helgi í Bandaríkjunum. Myndin halaði inn rúmlega þrisvar sinnum meira en How to Train Your Dragon sem situr í öðru sæti listans. Gamanmyndin Date Night með Steve Carell og Tinu Fey er í öðru sæti. Myndin er endurgerð á gömlu hryllingsmyndinni hans Wes Craven frá árinu 1984 þar sem Freddy birtist fyrst. Þá var Robert Englund í hlutverki Freddy en leikarinn lék fjöldamorðingjann í alls sjö myndum. Englund er hins vegar víðsfjarri í nýju útgáfunni því það er Jackie Earle Haley sem leikur hann núna. Þótt ótrúlegt megi virðast þá var Jackie þessi tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Little Children þar sem hann fór á kostum á móti Kate Winslet og Jennifer Connelly. Hann er á eilítið annarri og ögn blóðugri slóð í sinni nýjustu mynd. Hann er þó ekki algjör nýliði í grímubransanum í bíómyndum þar sem hann fór með hlutverk Rorschach í Watchmen hér um árið. Hér má sjá sýnishornið úr nýju Nightmare on Elm Street.
Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira