Neita að reisa mosku með nýja trúfélaginu 10. desember 2010 06:30 Okkar umsókn er alveg aðskilin lóðaumsóknum annarra, segir forstöðumaður Félags múslima, sem tekur ekki í mál að byggja mosku með öðru trúfélagi múslima.Fréttablaðið/Anton „Þetta er alveg eins og að segja þjóðkirkjunni að vera með Vottum Jehóva,“ segir Salmann Tamimi, forstöðumaður Félags múslima, sem kveður það ekki koma til greina að félagið byggi mosku sameiginlega með Menningarsetri múslima eins og borgaryfirvöld vilja. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að bæði félögin vildu lóð frá borginni undir mosku. Borgin segir ekki hægt að útvega nema eina lóð fyrir slíkt. Fulltrúar félaganna tveggja funduðu um málið með fulltrúum skipulagsyfirvalda og Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkur, 30. september síðastliðinn. Anna segir að í fyrrnefnda félaginu séu 373 skráðir meðlimir en 218 í því síðara. Þegar svo fámennir hópar sæki um lóðir fyrir tilbeiðsluhús sé eðlilegt að athuga hvort mögulegt sé að samnýta lóðir. „Það er auðvitað ekki verið að fara fram á það að trúfélögin sameinist en við höfum spurt hvort menn gætu sameinast um einhvers konar regnhlífarsamtök um byggingu moskunnar sem slíkrar,“ útskýrir Anna, sem kveðst hafa túlkað fundinn þannig að báðir hópar teldu að ef moska yrði byggð myndi hún nýtast öllum múslimum. Eins og sagði í Fréttablaðinu í gær segir Karim Askari, varaformaður stjórnar Menningarsetursins, það ekki andvígt sameiginlegri mosku. Menningarsetrið, sem meðal annars var stofnað af fyrrverandi meðlimum Félags múslima, sótti fyrst nýlega um lóð. Salmann Tamimi segir Félag múslima hafa haft lóðaumsókn í gangi í nærri tólf ár. „Okkar umsókn er alveg aðskilin þeirra málum. Þetta er alveg eins og að segja þjóðkirkjunni að vera með Vottum Jehóva,“ segir Salmann um útspil borgarinnar. Anna Kristinsdóttir ítrekar hins vegar að borgin eigi fáar lóðir sem henti undir bænahús. „Það er ekki þannig að hver 200 eða 300 manna söfnuður í borginni geti komið og sagt: Nú viljum við að fá lóð. Mér finnst mjög eðlilegt að menn segi á einhverjum tímapunkti að nú geti þeir ekki lengur, án greiðslu, fengið úthlutað svona takmörkuðum gæðum. En ég geri mér alveg grein fyrir því að ef það er úthlutað lóð til annars félagsins er ekki hægt að ganga framhjá hinu félaginu heldur,“ segir mannréttindastjórinn. gar@frettabladid.is Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
„Þetta er alveg eins og að segja þjóðkirkjunni að vera með Vottum Jehóva,“ segir Salmann Tamimi, forstöðumaður Félags múslima, sem kveður það ekki koma til greina að félagið byggi mosku sameiginlega með Menningarsetri múslima eins og borgaryfirvöld vilja. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að bæði félögin vildu lóð frá borginni undir mosku. Borgin segir ekki hægt að útvega nema eina lóð fyrir slíkt. Fulltrúar félaganna tveggja funduðu um málið með fulltrúum skipulagsyfirvalda og Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkur, 30. september síðastliðinn. Anna segir að í fyrrnefnda félaginu séu 373 skráðir meðlimir en 218 í því síðara. Þegar svo fámennir hópar sæki um lóðir fyrir tilbeiðsluhús sé eðlilegt að athuga hvort mögulegt sé að samnýta lóðir. „Það er auðvitað ekki verið að fara fram á það að trúfélögin sameinist en við höfum spurt hvort menn gætu sameinast um einhvers konar regnhlífarsamtök um byggingu moskunnar sem slíkrar,“ útskýrir Anna, sem kveðst hafa túlkað fundinn þannig að báðir hópar teldu að ef moska yrði byggð myndi hún nýtast öllum múslimum. Eins og sagði í Fréttablaðinu í gær segir Karim Askari, varaformaður stjórnar Menningarsetursins, það ekki andvígt sameiginlegri mosku. Menningarsetrið, sem meðal annars var stofnað af fyrrverandi meðlimum Félags múslima, sótti fyrst nýlega um lóð. Salmann Tamimi segir Félag múslima hafa haft lóðaumsókn í gangi í nærri tólf ár. „Okkar umsókn er alveg aðskilin þeirra málum. Þetta er alveg eins og að segja þjóðkirkjunni að vera með Vottum Jehóva,“ segir Salmann um útspil borgarinnar. Anna Kristinsdóttir ítrekar hins vegar að borgin eigi fáar lóðir sem henti undir bænahús. „Það er ekki þannig að hver 200 eða 300 manna söfnuður í borginni geti komið og sagt: Nú viljum við að fá lóð. Mér finnst mjög eðlilegt að menn segi á einhverjum tímapunkti að nú geti þeir ekki lengur, án greiðslu, fengið úthlutað svona takmörkuðum gæðum. En ég geri mér alveg grein fyrir því að ef það er úthlutað lóð til annars félagsins er ekki hægt að ganga framhjá hinu félaginu heldur,“ segir mannréttindastjórinn. gar@frettabladid.is
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent