Innlent

Geir hafði allar upplýsingar

Skúli Helgason
Skúli Helgason

„Ég lagði þetta mál alfarið upp eftir eigin forsendum og til að byrja með reyndi ég að skoða hvort það væri yfir höfuð tilefni til að ákæra. Niðurstaða mín var sú að það væri mjög mismunandi eftir því hvaða ráðherra átti í hlut. Í fyrsta lagi aðgangur þeirra að upplýsingum; höfðu þeir nægilegar upplýsingar um þær hættur sem steðjuðu að samfélaginu. Í öðru lagi hvort þau höfðu pólitíska stöðu til að grípa inn í. Síðast hvort þeir hefðu völd til að grípa til aðgerða,“ segir Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, sem segir jafnframt að í öllum tilvikum hafi þetta átt við um Geir H. Haarde.

„Hann sat sömuleiðis í ríkisstjórn frá 1998 sem fjármálaráðherra. Hann átti því að hafa miklu betri innsýn í það sem var að gerast í fjármálakerfinu en þeir sem komu inn í ríkisstjórnina síðar. Til dæmis höfðu þau ekki upplýsingar um að fjármálakerfið var strax árið 2006 svo illa statt að það gat hrunið hvað úr hverju. Þetta þekkjum við sem höfum upplýsingar um skyndifund sem haldinn var á heimili Davíðs Oddssonar í lok mars 2006. Þar kom fram að bankastjórar viðskiptabankanna töldu að bankarnir gætu hrunið á einum degi.“

Skúli segir að málflutningur þeirra sem segja að pólitík búi að baki ákvörðun um að kæra Geir einan hrynji þegar það er skoðað hvernig atkvæðagreiðslan fór.

„Það er með engu móti hægt að segja að kosið hafi verið eftir flokkslínum.“ - sháAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.