Íslenski boltinn

Jóhann: Óþarfi að fá á sig tvö mörk

Kristinn Páll Teitsson skrifar

„Þetta var virkilega ljúfur sigur. Við náðum stigunum þremur sem voru mjög nauðsynleg og náðum að skora fimm mörk.  Þessi leikur féll mjög vel með okkur og við vorum í raun heppnir að vera ekki undir þegar fyrsta markið kom," sagði Jóhann Þórhallsson, leikmaður Fylkis, eftir 5-2 sigur á Selfyssingum.

„ Við skoruðum í raun gegn gangi leiksins þegar fyrsta markið kemur, hinsvegar kemur svo mjög góður kafli þar sem við skorum fjögur mörk á tuttugu mínútum og náðum að opna vörnina þeirra trekk í trekk."

Litlu mátti muna að Selfyssingar myndu taka forystuna í fyrri hálfleik en Fylkismenn spiluðu mun betur í seinni hálfleik og áttu stórkostlegar tuttugu mínútur þegar þeir skoruðu fjögur mörk í röð.

„ Þetta var mjög góður leikur hjá öllu liðinu, miðjumennirnir og varnarmennirnir spiluðu mjög vel í seinni hálfleik og það skapar  pláss fyrir okkur framherjana sem við nýttum okkur í dag. Við hinsvegar vorum hálfkærulausir undir lokin, mörkin tvö skýja aðeins á annars frábæran seinni hálfleik hjá okkur."

Næsti leikur er gegn Stjörnunni og var þessi leikur gott veganesti fyrir hann fyrir Fylkismenn.

„ Við höfum verið að bæta spilið okkar töluvert, mér fannst við eiga að gera betur gegn Haukum en þetta er allt í réttri átt" sagði Jóhann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×