Innlent

Sérstakur saksóknari handtók Kaupþingsstjórnanda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einn af fyrrum stjórnendum Kaupþings var handtekinn í hádeginu í dag. Mynd/ Stefán.
Einn af fyrrum stjórnendum Kaupþings var handtekinn í hádeginu í dag. Mynd/ Stefán.
Sérstakur saksóknari handtók í hádeginu í dag karlmann i tengslum við rannsókn á málefnum Kaupþings. Ekki liggur fyrir að svo stöddu um hvaða einstakling ræðir en samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis er um einn af æðstu stjórnendum gamla bankans að ræða.

Fréttastofa mun halda áfram að fylgjast með málinu í dag.




Tengdar fréttir

Hreiðar Már Sigurðsson handtekinn

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var handtekinn af sérstökum saksóknara í hádeginu í dag. Farið var fram á tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Dómari tók sér sólarhrings umhugsunarfrest og verður Hreiðar Már því í haldi lögreglu að minnsta kosti til morguns.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×