Íslenski boltinn

Umfjöllun: Makedóníumaður refsaði Stjörnunni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar. Fréttablaðið

Gjorgi Manevski skoraði á lokamínútum leiks Grindavíkur og Stjörnunnar í kvöld og tryggði Suðurnesjaliðinu þar með eitt stig. Hann er ný kominn til liðsins og spilaði sinn fyrsta leik í kvöld.

Hafþór Ægir Vilhjálmsson fór beint í byrjunarlið Grindavíkur og skoraði mark sem var dæmt af í byrjun leiksins.

Stjarnan fékk svo fínt færi áður en Ellert Hreinsson skoraði gott mark eftir flotta sendingu frá Baldvin Sturlusyni á meðan varnarmenn heimamanna sváfu á verðinum.

Það var ekki mikið um opin færi í fyrri hálfleiknum en Stjörnumenn ívið betri, staðan 0-1 í hálfleik. Grindvíkingar áttu fjöldan allan af vitavonlausum skottilraunum sem sköpuðu litla hættu og virtust ekki líklegir til að skora.

Stjörnumenn fengu aftur á móti mjög vænlegar sóknir en voru kærulausir og klaufalegir þegar þeir nálguðust mark Grindvíkinga. Þeir áttu að vera búnir að gera út um leikinn þegar Manevski refsaði þeim

Gilles Ondo átti flottan sprett og renndi knettinum á Manevski sem kom inn sem varamaður og bjargaði stigi fyrir heimamenn. Manevski hafði ekkert æft með Grindavíkurliðinu fyrir leikinn en fékk óskabyrjun í Grindavíkurbúningnum.

Stjörnumenn naga sig væntanlega í handarbökin að hafa ekki klárað þennan leik en Grindvíkingar sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni fengu þarna mikilvægt stig.

Grindavík - Stjarnan 1-1

0-1 Ellert Hreinsson (19.)

1-1 Gjorgi Manevski (88.)

Grindavíkurvöllur

Áhorfendur: 837

Dómari: Örvar Sær Gíslason 5

Skot (á mark): 14-6 (7-4)

Varin skot: Óskar 3 - Bjarni 6

Horn: 4-10

Aukaspyrnur fengnar: 10-13

Rangstöður: 7-1

Grindavík 4-5-1

Óskar Pétursson 7

Loic Mbang Ondo 5

Auðun Helgason 7

Orri Freyr Hjaltalín 6

Jósef Kristinn Jósefsson 5

Matthías Örn Friðriksson 4

Jóhann Helgason 5

Grétar Hjartarson 5

(63. Gjorgi Manevski 7)

Scott Ramsey 3

Hafþór Ægir Vilhjálmsson 5

(63. Ray Anthony Jónsson - 5)

Gilles Daniel Mbang Ondo 6

Stjarnan 4-3-3

Bjarni Þórður Halldórsson 7

Bjarki Páll Eysteinsson 5

Daníel Laxdal 6

Tryggvi Sveinn Bjarnason 8* - Maður leiksins

(90. Birgir Hrafn Birgisson -)

Jóhann Laxdal 5

Baldvin Sturluson 7

Björn Pálsson 6

Halldór Orri Björnsson 5

Þorvaldur Árnason 5

Arnar Már Björgvinsson 6

(77. Víðir Þorvarðarson -)

Ellert Hreinsson 6

Leikurinn var í beinni á Boltavakt Vísis, smelltu hér til að opna lýsinguna. Grindavík - Stjarnan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×