Þriðju endurskoðun lokið hjá stjórn AGS 30. september 2010 05:15 Á kynningarfundi Franek Rozwadowski og Mark Flanagan, fulltrúar AGS á fundi í júní. Þeir sitja fyrir svörum um framvindu efnahagsáætlunar ríkisins þegar AGS hefur gefið út öll skjöl varðandi þriðju endurskoðun hennar. Fréttablaðið/Arnþór Þriðja endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) var tekin fyrir og samþykkt í stjórn sjóðsins í gær. Eftir samþykktina stendur íslenskum stjórnvöldum til boða lánafyrirgreiðsla sjóðsins að jafngildi 19 milljarða króna, að því er fram kemur í tilkynningu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Að auki er gert ráð fyrir lánum frá Póllandi og Norðurlandaþjóðum. Með samþykktinni nálgast miðbik efnahagsáætlunarinnar, sem alls verður endurskoðuð sjö sinnum. Í uppfærðri viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að stefnan leggi grunninn að endurreisn hagkerfisins og að umtalsverður árangur hafi náðst frá hruni. „Aukið jafnvægi í ríkisfjármálum hefur sýnt sig í vaxandi trausti, sterkara gengi krónunnar og meiri stöðugleika hagkerfisins frá lokum ársins 2009,“ segir þar. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir ekkert upp á stjórnvöld að klaga í framkvæmd áætlunarinnar. „Allar áætlanir hafa staðist hvað varðar ríkisútgjöld, jafnt á tekju- og gjaldahlið,“ segir Árni Páll. Þá sé efnahagsáætlunin ekki heldur byggð á óraunhæfum væntingum um tekjustreymi. „Þessi mynd teiknast óvíða upp í heiminum þar sem lönd hafa lent í erfiðleikum,“ segir hann. „Við höfum frá upphafi kosið að vinna þetta af fagmennsku og ábyrgð og það skilar aukinni tiltrú.“ Óskyld mál á borð við Icesave segir Árni vissulega hafa þvælst fyrir á einhverjum tímapunkti. Sú deila sé hins vegar í farvegi og ríkið tilbúið að leysa hana með sanngjörnum samningum. „Og þá sjá allir að ekki er ástæða til annars en að við njótum sannmælis í samræmi við þann árangur.“ Um leið segir Árni Páll mikilvægt að undirstrika að hefði ekki verið farið í þessa vinnu með AGS þá hefði þurft að grípa til meiri skattahækkana og meiri niðurskurðar í ríkisútgjöldum, sem aftur hefði stórskaðað velferðarþjónustuna. Þá segir Árni Páll samstarfið við AGS sýna mikilvægi þess að vinna með færustu sérfræðingum sem hafi sjálfstæða skoðun á málum. „Það er kannski sá agi sem í gegn um tíðina hefur skort í íslenskri stjórnsýslu og efnahagslífi. Ég held að ekki hafi verið neinum hollt að vera ekki undir reglubundnum aga í aðdraganda hrunsins og reglubundnum samskiptum alls stjórnkerfisins við færustu sérfræðinga. Við höfum tekið þessu fagnandi og byggt allar áætlanir á raunsæjum forsendum. Það er að skila sér og hefði betur verið gert fyrir hrun líka.“ olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Þriðja endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) var tekin fyrir og samþykkt í stjórn sjóðsins í gær. Eftir samþykktina stendur íslenskum stjórnvöldum til boða lánafyrirgreiðsla sjóðsins að jafngildi 19 milljarða króna, að því er fram kemur í tilkynningu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Að auki er gert ráð fyrir lánum frá Póllandi og Norðurlandaþjóðum. Með samþykktinni nálgast miðbik efnahagsáætlunarinnar, sem alls verður endurskoðuð sjö sinnum. Í uppfærðri viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að stefnan leggi grunninn að endurreisn hagkerfisins og að umtalsverður árangur hafi náðst frá hruni. „Aukið jafnvægi í ríkisfjármálum hefur sýnt sig í vaxandi trausti, sterkara gengi krónunnar og meiri stöðugleika hagkerfisins frá lokum ársins 2009,“ segir þar. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir ekkert upp á stjórnvöld að klaga í framkvæmd áætlunarinnar. „Allar áætlanir hafa staðist hvað varðar ríkisútgjöld, jafnt á tekju- og gjaldahlið,“ segir Árni Páll. Þá sé efnahagsáætlunin ekki heldur byggð á óraunhæfum væntingum um tekjustreymi. „Þessi mynd teiknast óvíða upp í heiminum þar sem lönd hafa lent í erfiðleikum,“ segir hann. „Við höfum frá upphafi kosið að vinna þetta af fagmennsku og ábyrgð og það skilar aukinni tiltrú.“ Óskyld mál á borð við Icesave segir Árni vissulega hafa þvælst fyrir á einhverjum tímapunkti. Sú deila sé hins vegar í farvegi og ríkið tilbúið að leysa hana með sanngjörnum samningum. „Og þá sjá allir að ekki er ástæða til annars en að við njótum sannmælis í samræmi við þann árangur.“ Um leið segir Árni Páll mikilvægt að undirstrika að hefði ekki verið farið í þessa vinnu með AGS þá hefði þurft að grípa til meiri skattahækkana og meiri niðurskurðar í ríkisútgjöldum, sem aftur hefði stórskaðað velferðarþjónustuna. Þá segir Árni Páll samstarfið við AGS sýna mikilvægi þess að vinna með færustu sérfræðingum sem hafi sjálfstæða skoðun á málum. „Það er kannski sá agi sem í gegn um tíðina hefur skort í íslenskri stjórnsýslu og efnahagslífi. Ég held að ekki hafi verið neinum hollt að vera ekki undir reglubundnum aga í aðdraganda hrunsins og reglubundnum samskiptum alls stjórnkerfisins við færustu sérfræðinga. Við höfum tekið þessu fagnandi og byggt allar áætlanir á raunsæjum forsendum. Það er að skila sér og hefði betur verið gert fyrir hrun líka.“ olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira