Álit ESA skiptir verulegu máli varðandi samningsstöðu Íslands 26. maí 2010 14:11 Gylfi Magnússon er staddur í París þar sem hann fundaði með ESA í morgun. „Það er erfitt að leggja mat á það en þetta skiptir verulegu máli varðandi samningastöðuna," segir Gylfi Magnússon, viðskipta- og efnahagsráðherra, spurður hvort álit ESA um að Íslendingar eigi að borga lágmarksinnistæður vegna Icesave, skaði ekki samningsstöðu Íslands gagnvart Hollandi og Bretlandi. Sjálfur er Gylfi staddur í París núna en hann fundaði með ESA, sem er eftirlitsstofnun EFTA, í morgun. Þar var skiptst á upplýsingum en Gylfi segir að engar sérstakar viðræður hafi átt sér stað á þeim fundi. Ríkisstjórnin fær tvo mánuði til þess að svara áliti ESA. Fallist ESA ekki á sjónarmið ríkisstjórnarinnar þá sendir eftirlitsstofnunin frá sér rökstutt álit, en það getur verið undanfari málsmeðferðar fyrir EFTA-dómstólnum. „Ef okkur tekst að ljúka samningum við Breta og Hollendinga þá er þetta óþarft ferli," segir Gylfi en málið fellur sjálfkrafa niður náist samningar. Aftur á móti hefur það reynst ómögulegt að draga Hollendinga og Breta að samningaborðinu. Aðspurður hvort dómur geti fallið hjá EFTA á meðan samningaviðræður standa yfir svarar Gylfi játandi. „Það er mjög óþægileg staða sem kemur upp ef dómur félli án þess að samningar hefðu náðst," segir Gylfi. Spurður hvort ESA sé með þessu að setja tímapressu á íslensk stjórnvöld til þess að klára þetta mál á næstu 12 mánuðum segir Gylfi að þetta sé ekki mikið meiri pressa en hefur verið á Íslandi undanfarið í þessu erfiða máli. „Og það er gríðarlega mikill kostnaður, beinn og óbeinn, sem kemur af því að standa í þessu," segir Gylfi sem áréttar að lokum að ríkisstjórnin muni halda sjónarmiðum Íslands vel á lofti. Ríkisstjórnin þarf núna að svara ESA innan tveggja mánaða. Tengdar fréttir Íslandi ber að greiða Icesave Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag áminningarbréf til Íslands. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé skuldbundið til að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar til breskra og hollenskra sparifjáreigenda. Tilskipun þessi er hluti af 26. maí 2010 13:09 Icesave gæti endað fyrir EFTA dómstólnum Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að svara áminningarbréfi sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent þeim vegna Icesave deilunnar. Málið gæti að lokum endað fyrir EFTA dómstólnum. 26. maí 2010 13:38 Óvíst um samningsstöðu Íslands í Icesave málinu Það er ekki gott að segja hvaða áhrif bráðabirgðaálit ESA hefur á samningsstöðu Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 26. maí 2010 13:54 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
„Það er erfitt að leggja mat á það en þetta skiptir verulegu máli varðandi samningastöðuna," segir Gylfi Magnússon, viðskipta- og efnahagsráðherra, spurður hvort álit ESA um að Íslendingar eigi að borga lágmarksinnistæður vegna Icesave, skaði ekki samningsstöðu Íslands gagnvart Hollandi og Bretlandi. Sjálfur er Gylfi staddur í París núna en hann fundaði með ESA, sem er eftirlitsstofnun EFTA, í morgun. Þar var skiptst á upplýsingum en Gylfi segir að engar sérstakar viðræður hafi átt sér stað á þeim fundi. Ríkisstjórnin fær tvo mánuði til þess að svara áliti ESA. Fallist ESA ekki á sjónarmið ríkisstjórnarinnar þá sendir eftirlitsstofnunin frá sér rökstutt álit, en það getur verið undanfari málsmeðferðar fyrir EFTA-dómstólnum. „Ef okkur tekst að ljúka samningum við Breta og Hollendinga þá er þetta óþarft ferli," segir Gylfi en málið fellur sjálfkrafa niður náist samningar. Aftur á móti hefur það reynst ómögulegt að draga Hollendinga og Breta að samningaborðinu. Aðspurður hvort dómur geti fallið hjá EFTA á meðan samningaviðræður standa yfir svarar Gylfi játandi. „Það er mjög óþægileg staða sem kemur upp ef dómur félli án þess að samningar hefðu náðst," segir Gylfi. Spurður hvort ESA sé með þessu að setja tímapressu á íslensk stjórnvöld til þess að klára þetta mál á næstu 12 mánuðum segir Gylfi að þetta sé ekki mikið meiri pressa en hefur verið á Íslandi undanfarið í þessu erfiða máli. „Og það er gríðarlega mikill kostnaður, beinn og óbeinn, sem kemur af því að standa í þessu," segir Gylfi sem áréttar að lokum að ríkisstjórnin muni halda sjónarmiðum Íslands vel á lofti. Ríkisstjórnin þarf núna að svara ESA innan tveggja mánaða.
Tengdar fréttir Íslandi ber að greiða Icesave Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag áminningarbréf til Íslands. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé skuldbundið til að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar til breskra og hollenskra sparifjáreigenda. Tilskipun þessi er hluti af 26. maí 2010 13:09 Icesave gæti endað fyrir EFTA dómstólnum Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að svara áminningarbréfi sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent þeim vegna Icesave deilunnar. Málið gæti að lokum endað fyrir EFTA dómstólnum. 26. maí 2010 13:38 Óvíst um samningsstöðu Íslands í Icesave málinu Það er ekki gott að segja hvaða áhrif bráðabirgðaálit ESA hefur á samningsstöðu Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 26. maí 2010 13:54 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Íslandi ber að greiða Icesave Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag áminningarbréf til Íslands. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé skuldbundið til að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar til breskra og hollenskra sparifjáreigenda. Tilskipun þessi er hluti af 26. maí 2010 13:09
Icesave gæti endað fyrir EFTA dómstólnum Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að svara áminningarbréfi sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent þeim vegna Icesave deilunnar. Málið gæti að lokum endað fyrir EFTA dómstólnum. 26. maí 2010 13:38
Óvíst um samningsstöðu Íslands í Icesave málinu Það er ekki gott að segja hvaða áhrif bráðabirgðaálit ESA hefur á samningsstöðu Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 26. maí 2010 13:54