Álit ESA skiptir verulegu máli varðandi samningsstöðu Íslands 26. maí 2010 14:11 Gylfi Magnússon er staddur í París þar sem hann fundaði með ESA í morgun. „Það er erfitt að leggja mat á það en þetta skiptir verulegu máli varðandi samningastöðuna," segir Gylfi Magnússon, viðskipta- og efnahagsráðherra, spurður hvort álit ESA um að Íslendingar eigi að borga lágmarksinnistæður vegna Icesave, skaði ekki samningsstöðu Íslands gagnvart Hollandi og Bretlandi. Sjálfur er Gylfi staddur í París núna en hann fundaði með ESA, sem er eftirlitsstofnun EFTA, í morgun. Þar var skiptst á upplýsingum en Gylfi segir að engar sérstakar viðræður hafi átt sér stað á þeim fundi. Ríkisstjórnin fær tvo mánuði til þess að svara áliti ESA. Fallist ESA ekki á sjónarmið ríkisstjórnarinnar þá sendir eftirlitsstofnunin frá sér rökstutt álit, en það getur verið undanfari málsmeðferðar fyrir EFTA-dómstólnum. „Ef okkur tekst að ljúka samningum við Breta og Hollendinga þá er þetta óþarft ferli," segir Gylfi en málið fellur sjálfkrafa niður náist samningar. Aftur á móti hefur það reynst ómögulegt að draga Hollendinga og Breta að samningaborðinu. Aðspurður hvort dómur geti fallið hjá EFTA á meðan samningaviðræður standa yfir svarar Gylfi játandi. „Það er mjög óþægileg staða sem kemur upp ef dómur félli án þess að samningar hefðu náðst," segir Gylfi. Spurður hvort ESA sé með þessu að setja tímapressu á íslensk stjórnvöld til þess að klára þetta mál á næstu 12 mánuðum segir Gylfi að þetta sé ekki mikið meiri pressa en hefur verið á Íslandi undanfarið í þessu erfiða máli. „Og það er gríðarlega mikill kostnaður, beinn og óbeinn, sem kemur af því að standa í þessu," segir Gylfi sem áréttar að lokum að ríkisstjórnin muni halda sjónarmiðum Íslands vel á lofti. Ríkisstjórnin þarf núna að svara ESA innan tveggja mánaða. Tengdar fréttir Íslandi ber að greiða Icesave Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag áminningarbréf til Íslands. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé skuldbundið til að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar til breskra og hollenskra sparifjáreigenda. Tilskipun þessi er hluti af 26. maí 2010 13:09 Icesave gæti endað fyrir EFTA dómstólnum Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að svara áminningarbréfi sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent þeim vegna Icesave deilunnar. Málið gæti að lokum endað fyrir EFTA dómstólnum. 26. maí 2010 13:38 Óvíst um samningsstöðu Íslands í Icesave málinu Það er ekki gott að segja hvaða áhrif bráðabirgðaálit ESA hefur á samningsstöðu Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 26. maí 2010 13:54 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Sjá meira
„Það er erfitt að leggja mat á það en þetta skiptir verulegu máli varðandi samningastöðuna," segir Gylfi Magnússon, viðskipta- og efnahagsráðherra, spurður hvort álit ESA um að Íslendingar eigi að borga lágmarksinnistæður vegna Icesave, skaði ekki samningsstöðu Íslands gagnvart Hollandi og Bretlandi. Sjálfur er Gylfi staddur í París núna en hann fundaði með ESA, sem er eftirlitsstofnun EFTA, í morgun. Þar var skiptst á upplýsingum en Gylfi segir að engar sérstakar viðræður hafi átt sér stað á þeim fundi. Ríkisstjórnin fær tvo mánuði til þess að svara áliti ESA. Fallist ESA ekki á sjónarmið ríkisstjórnarinnar þá sendir eftirlitsstofnunin frá sér rökstutt álit, en það getur verið undanfari málsmeðferðar fyrir EFTA-dómstólnum. „Ef okkur tekst að ljúka samningum við Breta og Hollendinga þá er þetta óþarft ferli," segir Gylfi en málið fellur sjálfkrafa niður náist samningar. Aftur á móti hefur það reynst ómögulegt að draga Hollendinga og Breta að samningaborðinu. Aðspurður hvort dómur geti fallið hjá EFTA á meðan samningaviðræður standa yfir svarar Gylfi játandi. „Það er mjög óþægileg staða sem kemur upp ef dómur félli án þess að samningar hefðu náðst," segir Gylfi. Spurður hvort ESA sé með þessu að setja tímapressu á íslensk stjórnvöld til þess að klára þetta mál á næstu 12 mánuðum segir Gylfi að þetta sé ekki mikið meiri pressa en hefur verið á Íslandi undanfarið í þessu erfiða máli. „Og það er gríðarlega mikill kostnaður, beinn og óbeinn, sem kemur af því að standa í þessu," segir Gylfi sem áréttar að lokum að ríkisstjórnin muni halda sjónarmiðum Íslands vel á lofti. Ríkisstjórnin þarf núna að svara ESA innan tveggja mánaða.
Tengdar fréttir Íslandi ber að greiða Icesave Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag áminningarbréf til Íslands. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé skuldbundið til að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar til breskra og hollenskra sparifjáreigenda. Tilskipun þessi er hluti af 26. maí 2010 13:09 Icesave gæti endað fyrir EFTA dómstólnum Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að svara áminningarbréfi sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent þeim vegna Icesave deilunnar. Málið gæti að lokum endað fyrir EFTA dómstólnum. 26. maí 2010 13:38 Óvíst um samningsstöðu Íslands í Icesave málinu Það er ekki gott að segja hvaða áhrif bráðabirgðaálit ESA hefur á samningsstöðu Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 26. maí 2010 13:54 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Sjá meira
Íslandi ber að greiða Icesave Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag áminningarbréf til Íslands. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé skuldbundið til að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar til breskra og hollenskra sparifjáreigenda. Tilskipun þessi er hluti af 26. maí 2010 13:09
Icesave gæti endað fyrir EFTA dómstólnum Íslensk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að svara áminningarbréfi sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent þeim vegna Icesave deilunnar. Málið gæti að lokum endað fyrir EFTA dómstólnum. 26. maí 2010 13:38
Óvíst um samningsstöðu Íslands í Icesave málinu Það er ekki gott að segja hvaða áhrif bráðabirgðaálit ESA hefur á samningsstöðu Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum í Icesave málinu, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 26. maí 2010 13:54