Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum 31. janúar 2010 12:11 Mynd úr safni. Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. Þau mæðgin voru í jeppaleiðangri ásamt fleira fólki og munu þau hafa verið á göngu skammt frá jeppunum þegar þau féllu í sprungu í vestanverðum Langjökli undir eitt í gær. Björgunarsveitarmenn fór að drífa að upp úr klukkan tvö og um klukkan þrjú náðist konan upp úr sprungunni. Hún reyndist þá látin, 45 ára gömul. Aðstæður til björgunarstarfa voru góðar að því leyti að verðið var gott og logn á svæðinu. Ásgeir Kristinsson var vettvangsstjóri Björgunarfélags Akraness á staðnum. Hann segir að aðstæður í sprungunni hafi verið erfiðar. „Hún var þröng og fallið var töluvert þannig að það var frekar þröngt fyrir björgunarmenn að athafna sig þar. Þeir fóru tveir niður og fór annar þeirra neðar til þessa að vinna við sjálfa björgunina en hinn aðstoðaði og bar skilaboð upp," segir Ásgeir. Hann telur að mæðginin hafi fallið allt að 30 metra. Ásgeir segir svæðið ótryggt, jökullinn sé krosssprungin á þessum stað, til marks um það hafi þeir sem komu fyrstir á vettvang misst dekk ofan í sprungu. Drengurinn féll dýpra ofan í sprunguna en móðir hans og tók það tvo tíma til viðbótar að ná honum upp, en það tókst um fimmleytið. Þá hafði drengurinn verið ofan í myrkri sprungunnar í um fjórar klukkustundir. Að sögn Ásgeirs lögðu margir hönd á plóginn við björgunarstarfið, auk um 120 björgunarsveitarmanna hjálpuðu til bæði ferðalangar og aðstandendur mæðginanna. Þegar fréttastofa náði sambandi við vakthafandi lækni á gjörgæsludeild Landspítalans í morgun sagði hann líðan drengsins eftir atvikum en honum er haldið sofandi í öndunarvél. „Þetta er erfið stund og okkar hugur er hjá aðstandendum," segir Ásgeir. Tengdar fréttir Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31. janúar 2010 09:25 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. Þau mæðgin voru í jeppaleiðangri ásamt fleira fólki og munu þau hafa verið á göngu skammt frá jeppunum þegar þau féllu í sprungu í vestanverðum Langjökli undir eitt í gær. Björgunarsveitarmenn fór að drífa að upp úr klukkan tvö og um klukkan þrjú náðist konan upp úr sprungunni. Hún reyndist þá látin, 45 ára gömul. Aðstæður til björgunarstarfa voru góðar að því leyti að verðið var gott og logn á svæðinu. Ásgeir Kristinsson var vettvangsstjóri Björgunarfélags Akraness á staðnum. Hann segir að aðstæður í sprungunni hafi verið erfiðar. „Hún var þröng og fallið var töluvert þannig að það var frekar þröngt fyrir björgunarmenn að athafna sig þar. Þeir fóru tveir niður og fór annar þeirra neðar til þessa að vinna við sjálfa björgunina en hinn aðstoðaði og bar skilaboð upp," segir Ásgeir. Hann telur að mæðginin hafi fallið allt að 30 metra. Ásgeir segir svæðið ótryggt, jökullinn sé krosssprungin á þessum stað, til marks um það hafi þeir sem komu fyrstir á vettvang misst dekk ofan í sprungu. Drengurinn féll dýpra ofan í sprunguna en móðir hans og tók það tvo tíma til viðbótar að ná honum upp, en það tókst um fimmleytið. Þá hafði drengurinn verið ofan í myrkri sprungunnar í um fjórar klukkustundir. Að sögn Ásgeirs lögðu margir hönd á plóginn við björgunarstarfið, auk um 120 björgunarsveitarmanna hjálpuðu til bæði ferðalangar og aðstandendur mæðginanna. Þegar fréttastofa náði sambandi við vakthafandi lækni á gjörgæsludeild Landspítalans í morgun sagði hann líðan drengsins eftir atvikum en honum er haldið sofandi í öndunarvél. „Þetta er erfið stund og okkar hugur er hjá aðstandendum," segir Ásgeir.
Tengdar fréttir Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31. janúar 2010 09:25 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31. janúar 2010 09:25