Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum 31. janúar 2010 12:11 Mynd úr safni. Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. Þau mæðgin voru í jeppaleiðangri ásamt fleira fólki og munu þau hafa verið á göngu skammt frá jeppunum þegar þau féllu í sprungu í vestanverðum Langjökli undir eitt í gær. Björgunarsveitarmenn fór að drífa að upp úr klukkan tvö og um klukkan þrjú náðist konan upp úr sprungunni. Hún reyndist þá látin, 45 ára gömul. Aðstæður til björgunarstarfa voru góðar að því leyti að verðið var gott og logn á svæðinu. Ásgeir Kristinsson var vettvangsstjóri Björgunarfélags Akraness á staðnum. Hann segir að aðstæður í sprungunni hafi verið erfiðar. „Hún var þröng og fallið var töluvert þannig að það var frekar þröngt fyrir björgunarmenn að athafna sig þar. Þeir fóru tveir niður og fór annar þeirra neðar til þessa að vinna við sjálfa björgunina en hinn aðstoðaði og bar skilaboð upp," segir Ásgeir. Hann telur að mæðginin hafi fallið allt að 30 metra. Ásgeir segir svæðið ótryggt, jökullinn sé krosssprungin á þessum stað, til marks um það hafi þeir sem komu fyrstir á vettvang misst dekk ofan í sprungu. Drengurinn féll dýpra ofan í sprunguna en móðir hans og tók það tvo tíma til viðbótar að ná honum upp, en það tókst um fimmleytið. Þá hafði drengurinn verið ofan í myrkri sprungunnar í um fjórar klukkustundir. Að sögn Ásgeirs lögðu margir hönd á plóginn við björgunarstarfið, auk um 120 björgunarsveitarmanna hjálpuðu til bæði ferðalangar og aðstandendur mæðginanna. Þegar fréttastofa náði sambandi við vakthafandi lækni á gjörgæsludeild Landspítalans í morgun sagði hann líðan drengsins eftir atvikum en honum er haldið sofandi í öndunarvél. „Þetta er erfið stund og okkar hugur er hjá aðstandendum," segir Ásgeir. Tengdar fréttir Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31. janúar 2010 09:25 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. Þau mæðgin voru í jeppaleiðangri ásamt fleira fólki og munu þau hafa verið á göngu skammt frá jeppunum þegar þau féllu í sprungu í vestanverðum Langjökli undir eitt í gær. Björgunarsveitarmenn fór að drífa að upp úr klukkan tvö og um klukkan þrjú náðist konan upp úr sprungunni. Hún reyndist þá látin, 45 ára gömul. Aðstæður til björgunarstarfa voru góðar að því leyti að verðið var gott og logn á svæðinu. Ásgeir Kristinsson var vettvangsstjóri Björgunarfélags Akraness á staðnum. Hann segir að aðstæður í sprungunni hafi verið erfiðar. „Hún var þröng og fallið var töluvert þannig að það var frekar þröngt fyrir björgunarmenn að athafna sig þar. Þeir fóru tveir niður og fór annar þeirra neðar til þessa að vinna við sjálfa björgunina en hinn aðstoðaði og bar skilaboð upp," segir Ásgeir. Hann telur að mæðginin hafi fallið allt að 30 metra. Ásgeir segir svæðið ótryggt, jökullinn sé krosssprungin á þessum stað, til marks um það hafi þeir sem komu fyrstir á vettvang misst dekk ofan í sprungu. Drengurinn féll dýpra ofan í sprunguna en móðir hans og tók það tvo tíma til viðbótar að ná honum upp, en það tókst um fimmleytið. Þá hafði drengurinn verið ofan í myrkri sprungunnar í um fjórar klukkustundir. Að sögn Ásgeirs lögðu margir hönd á plóginn við björgunarstarfið, auk um 120 björgunarsveitarmanna hjálpuðu til bæði ferðalangar og aðstandendur mæðginanna. Þegar fréttastofa náði sambandi við vakthafandi lækni á gjörgæsludeild Landspítalans í morgun sagði hann líðan drengsins eftir atvikum en honum er haldið sofandi í öndunarvél. „Þetta er erfið stund og okkar hugur er hjá aðstandendum," segir Ásgeir.
Tengdar fréttir Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31. janúar 2010 09:25 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Kona lést á Langjökli Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala. 31. janúar 2010 09:25