Innlent

Amfetamínsmygl: Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald

Jón H.B. Snorrason og Karl Steinar Valsson á blaðamannafundi um málið.
Jón H.B. Snorrason og Karl Steinar Valsson á blaðamannafundi um málið. Mynd/Anton

Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir konunum tveim sem voru handteknar 17. júní síðastliðinn, en gæsluvarðhald rennur út í dag. Í bíl sem þær komu í með Norrænu voru 20 lítrar af amfetamín-basa faldir í bensíntanki bifreiðarinnar. Hægt er að framleiða 264 kíló af amfetamíni úr vökvanum, en þetta er stærsti amfetamínfundur á Íslandi til þessa.

Konurnar eru þýskir ríkisborgarar, en fæddar í Rússlandi og Kasakstan. Samkvæmt Karli Steinari Valssyni, yfirmanni Fíkniefnadeildar, miðar rannsókninni ágætlega.










Tengdar fréttir

Stærsti amfetamínfundur Íslandssögunnar

Alls var hægt að framleiða 263 kíló af amfetamíni úr amfetamín-vökvanum sem lögreglan lagði hald á í Norrænu 17. júní síðastliðinn.

Talið að erlend glæpasamtök hafi sent konurnar

Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar hjá lögreglunni, segir að það sé eðlileg ályktun að telja að erlend glæpasamtök hafi sent tvær konur til landsins með 20 lítra af amfetamínbasa þann 17. júní síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×