Sakar Símann um blekkingu 2. mars 2010 06:00 Birgir Rafn Þráinsson Svokallað Ljósnet Símans er ekki samanburðarhæft við okkar net, segir framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur. Fréttablaðið/Stefán Birgir Rafn Þráinsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, gagnrýnir Símann fyrir framsetningu á svokölluðu Ljósneti sem sagt var frá í Fréttablaðinu í gær. „Að kalla þetta Ljósnet er mjög villandi fyrir markaðinn og við erum búnir að gera athugasemd um framsetningu Símans til Neytendastofu,“ segir Birgir Rafn. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Sævari Frey Þráinssyni, forstjóra Símans, að 60 til 70 prósent heimila á höfuðborgarsvæðinu muni geta tengst fyrirhuguðu Ljósneti Símans á næstu tveimur árum. Notast yrði við ljósleiðara 90 til 95 prósent af leiðinni til viðskiptavina og síðan við núverandi koparlagnir lokaáfangann. „Það er verið að stilla þessu upp eins og Síminn sé að koma með ljósleiðara til heimila. Þetta brýtur algerlega í bága við ákvæði laga um að villa heimildir á vöru og þjónustu,“ segir Birgir sem kveður tæknina sem Síminn beiti vera uppfærslu á ADSL-tækninni í svokallað VDSL. „Að dulbúa það sem ljósleiðaranet og stilla því upp sem samanburðarhæfu neti við net Gagnaveitunnar er bara rangt.“ Birgir segir vissulega hægt að ná meiri hraða yfir koparlínurnar. „En engu síður er verið að nota koparlínur sem heimtaugar og þær eru flöskuhálsinn. Það er alveg sama þótt þú færir búnaðinn úr símstöðinni í götuskáp þá ertu áfram að nota koparheimtaugarnar. Þannig að það er ekki viðurkennt á alþjóða mælikvarða að þetta kallist ljósleiðaravæðing. Það er ekki hægt að vera með hraðbraut sem endar á malarvegi og segja að það sé hægt að keyra á tvö hundruð kílómetra hraða alla leið,“ segir Birgir. Þá gagnrýnir Birgir forstjóra Símans fyrir fullyrðingu í Fréttablaðinu í gær um að ljósleiðaranet Gagnaveitunnar hafi kostað 12 milljarða króna og nái til tuttugu þúsund heimila. „Það er hreinasta bull. Við erum búin að tengja um þrjátíu þúsund heimili og höfum kostað til þess um þremur milljörðum,“ segir Birgir sem einnig kveðst hafa miklar efasemdir um áætlanir Símans um að greiða 790 milljónir króna fyrir kerfi sem nái til 42 þúsund heimila. „Þekkjandi kostnaðartölur okkar hef ég enga trú á að þessi tala sé rétt.“gar@frettabladid.is Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga Sjá meira
Birgir Rafn Þráinsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, gagnrýnir Símann fyrir framsetningu á svokölluðu Ljósneti sem sagt var frá í Fréttablaðinu í gær. „Að kalla þetta Ljósnet er mjög villandi fyrir markaðinn og við erum búnir að gera athugasemd um framsetningu Símans til Neytendastofu,“ segir Birgir Rafn. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Sævari Frey Þráinssyni, forstjóra Símans, að 60 til 70 prósent heimila á höfuðborgarsvæðinu muni geta tengst fyrirhuguðu Ljósneti Símans á næstu tveimur árum. Notast yrði við ljósleiðara 90 til 95 prósent af leiðinni til viðskiptavina og síðan við núverandi koparlagnir lokaáfangann. „Það er verið að stilla þessu upp eins og Síminn sé að koma með ljósleiðara til heimila. Þetta brýtur algerlega í bága við ákvæði laga um að villa heimildir á vöru og þjónustu,“ segir Birgir sem kveður tæknina sem Síminn beiti vera uppfærslu á ADSL-tækninni í svokallað VDSL. „Að dulbúa það sem ljósleiðaranet og stilla því upp sem samanburðarhæfu neti við net Gagnaveitunnar er bara rangt.“ Birgir segir vissulega hægt að ná meiri hraða yfir koparlínurnar. „En engu síður er verið að nota koparlínur sem heimtaugar og þær eru flöskuhálsinn. Það er alveg sama þótt þú færir búnaðinn úr símstöðinni í götuskáp þá ertu áfram að nota koparheimtaugarnar. Þannig að það er ekki viðurkennt á alþjóða mælikvarða að þetta kallist ljósleiðaravæðing. Það er ekki hægt að vera með hraðbraut sem endar á malarvegi og segja að það sé hægt að keyra á tvö hundruð kílómetra hraða alla leið,“ segir Birgir. Þá gagnrýnir Birgir forstjóra Símans fyrir fullyrðingu í Fréttablaðinu í gær um að ljósleiðaranet Gagnaveitunnar hafi kostað 12 milljarða króna og nái til tuttugu þúsund heimila. „Það er hreinasta bull. Við erum búin að tengja um þrjátíu þúsund heimili og höfum kostað til þess um þremur milljörðum,“ segir Birgir sem einnig kveðst hafa miklar efasemdir um áætlanir Símans um að greiða 790 milljónir króna fyrir kerfi sem nái til 42 þúsund heimila. „Þekkjandi kostnaðartölur okkar hef ég enga trú á að þessi tala sé rétt.“gar@frettabladid.is
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga Sjá meira