Sakar Símann um blekkingu 2. mars 2010 06:00 Birgir Rafn Þráinsson Svokallað Ljósnet Símans er ekki samanburðarhæft við okkar net, segir framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur. Fréttablaðið/Stefán Birgir Rafn Þráinsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, gagnrýnir Símann fyrir framsetningu á svokölluðu Ljósneti sem sagt var frá í Fréttablaðinu í gær. „Að kalla þetta Ljósnet er mjög villandi fyrir markaðinn og við erum búnir að gera athugasemd um framsetningu Símans til Neytendastofu,“ segir Birgir Rafn. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Sævari Frey Þráinssyni, forstjóra Símans, að 60 til 70 prósent heimila á höfuðborgarsvæðinu muni geta tengst fyrirhuguðu Ljósneti Símans á næstu tveimur árum. Notast yrði við ljósleiðara 90 til 95 prósent af leiðinni til viðskiptavina og síðan við núverandi koparlagnir lokaáfangann. „Það er verið að stilla þessu upp eins og Síminn sé að koma með ljósleiðara til heimila. Þetta brýtur algerlega í bága við ákvæði laga um að villa heimildir á vöru og þjónustu,“ segir Birgir sem kveður tæknina sem Síminn beiti vera uppfærslu á ADSL-tækninni í svokallað VDSL. „Að dulbúa það sem ljósleiðaranet og stilla því upp sem samanburðarhæfu neti við net Gagnaveitunnar er bara rangt.“ Birgir segir vissulega hægt að ná meiri hraða yfir koparlínurnar. „En engu síður er verið að nota koparlínur sem heimtaugar og þær eru flöskuhálsinn. Það er alveg sama þótt þú færir búnaðinn úr símstöðinni í götuskáp þá ertu áfram að nota koparheimtaugarnar. Þannig að það er ekki viðurkennt á alþjóða mælikvarða að þetta kallist ljósleiðaravæðing. Það er ekki hægt að vera með hraðbraut sem endar á malarvegi og segja að það sé hægt að keyra á tvö hundruð kílómetra hraða alla leið,“ segir Birgir. Þá gagnrýnir Birgir forstjóra Símans fyrir fullyrðingu í Fréttablaðinu í gær um að ljósleiðaranet Gagnaveitunnar hafi kostað 12 milljarða króna og nái til tuttugu þúsund heimila. „Það er hreinasta bull. Við erum búin að tengja um þrjátíu þúsund heimili og höfum kostað til þess um þremur milljörðum,“ segir Birgir sem einnig kveðst hafa miklar efasemdir um áætlanir Símans um að greiða 790 milljónir króna fyrir kerfi sem nái til 42 þúsund heimila. „Þekkjandi kostnaðartölur okkar hef ég enga trú á að þessi tala sé rétt.“gar@frettabladid.is Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Birgir Rafn Þráinsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, gagnrýnir Símann fyrir framsetningu á svokölluðu Ljósneti sem sagt var frá í Fréttablaðinu í gær. „Að kalla þetta Ljósnet er mjög villandi fyrir markaðinn og við erum búnir að gera athugasemd um framsetningu Símans til Neytendastofu,“ segir Birgir Rafn. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Sævari Frey Þráinssyni, forstjóra Símans, að 60 til 70 prósent heimila á höfuðborgarsvæðinu muni geta tengst fyrirhuguðu Ljósneti Símans á næstu tveimur árum. Notast yrði við ljósleiðara 90 til 95 prósent af leiðinni til viðskiptavina og síðan við núverandi koparlagnir lokaáfangann. „Það er verið að stilla þessu upp eins og Síminn sé að koma með ljósleiðara til heimila. Þetta brýtur algerlega í bága við ákvæði laga um að villa heimildir á vöru og þjónustu,“ segir Birgir sem kveður tæknina sem Síminn beiti vera uppfærslu á ADSL-tækninni í svokallað VDSL. „Að dulbúa það sem ljósleiðaranet og stilla því upp sem samanburðarhæfu neti við net Gagnaveitunnar er bara rangt.“ Birgir segir vissulega hægt að ná meiri hraða yfir koparlínurnar. „En engu síður er verið að nota koparlínur sem heimtaugar og þær eru flöskuhálsinn. Það er alveg sama þótt þú færir búnaðinn úr símstöðinni í götuskáp þá ertu áfram að nota koparheimtaugarnar. Þannig að það er ekki viðurkennt á alþjóða mælikvarða að þetta kallist ljósleiðaravæðing. Það er ekki hægt að vera með hraðbraut sem endar á malarvegi og segja að það sé hægt að keyra á tvö hundruð kílómetra hraða alla leið,“ segir Birgir. Þá gagnrýnir Birgir forstjóra Símans fyrir fullyrðingu í Fréttablaðinu í gær um að ljósleiðaranet Gagnaveitunnar hafi kostað 12 milljarða króna og nái til tuttugu þúsund heimila. „Það er hreinasta bull. Við erum búin að tengja um þrjátíu þúsund heimili og höfum kostað til þess um þremur milljörðum,“ segir Birgir sem einnig kveðst hafa miklar efasemdir um áætlanir Símans um að greiða 790 milljónir króna fyrir kerfi sem nái til 42 þúsund heimila. „Þekkjandi kostnaðartölur okkar hef ég enga trú á að þessi tala sé rétt.“gar@frettabladid.is
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira