Umfjöllun: FH-ingar inn í meistarabaráttuna Valur Smári Heimisson skrifar 5. ágúst 2010 18:30 FH-ingar blönduðu sér virkilega aftur í toppbaráttuna með því að vinna 3-1 sigur á ÍBV á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV hafði unnið sex leiki í röð fyrir leikinn en FH er nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliðum Breiðabliks og ÍBV. Eyjamenn mættu grimmari til leiks og voru að skapa sér nokkur hættuleg færi á fyrsta korteri leiksins. Tryggvi Guðmundsson fékk þar besta færið þegar hann tók við sendingu frá Þórarni Inga en Tryggvi skaut boltanum frammhjá markinu af stuttu færi. FH-ingarnir vöknuðu þó fljótt og náðu að koma sér vel inní leikinn og það skilaði sér á 26 mínútu þegar Atli Guðnason komst með boltann upp vinstri kantinn, átti gott skot sem Albert Sævarson í marki Eyjamanna sá sein en varði boltan beint út í teig þar sem Freyr Bjarnason átti ekki í nokkrum erfiðleikum með að leggja boltann í netið. Bjarki Gunnlaugsson meiddist á 21. mínútu en inná í hans stað kom Gunnar Már Guðmundsson sem átti stórleik á miðjunni. Gunnar Már skoraði á 42. mínútu þegar hann tók boltann vel utan teigs og hamraði honum upp í hægra hornið, stórkoslegt mark. Tryggvi Guðmundsson gamli FH-ingurinn náði svo að minnka munin þegar hann komst upp vinstri kantinn, frammhjá Guðmundi Sævarssyni, Gunnleifur Vignir markmaður FH-inga varði þó boltann í samherja sinn, þaðan fór hann í stöngina en Tryggvi fylgdi vel á eftir. Þá virtist þetta vera að stefna í spennandi leik en aðeins fimm mínútum síðar skoruðu FH sitt þriðja mark. En Ásgeir Aron varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net þegar hann reyndi að renna sér fyrir sendingu frá Atla Guðna, Ásgeir sem hafði komið inná sem varamaður aðeins mínútu áður náði aðeins að setja tánna í boltann og potaði honum því í eigið mark. Heimir Hallgrímsson reyndi svo að berja lífi í sína menn og sendi menn framar á völlinn, það opnaði vörn Eyjamanna mikið en þótt bæði lið hafi fengið nokkur dauðafæri náðu þau ekki að nýta sér þau og lokatölur því 1 – 3. Eyjamenn höfðu aðeins fengið á sig 10 mörk fyrir leikinn en fengu svo 3 í einum og sama leiknum, spurning hvort þeir ættu að leita af forminu sínu í Herjólfsdal? ÍBV–FH 1-3 0-1 Freyr Bjarnason (26.) 0-2 Gunnar Már Guðmundsson (42.) 1-2 Tryggvi Guðmundsson (50.) 1-3 sjálfsmark (55.) Áhorfendur: 848 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 6. Skot (á mark): 13-16 (5-12) Varin skot: 9 – 4 Horn: 8-1 Aukaspyrnur fengnar: 13-10 Rangstöður: 6-4ÍBV 4-4-2 Albert Sævarsson 7 Arnór Eyvar Ólafsson 4 (54. Ásgeir Aron Ásgeirsson 4) Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 6 Tony Mawejje 4 (45. Denis Sytnik 4) Andri Ólafsson 6 Yngvi Magnús Borgþórsson 5 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 Tryggvi Guðmundsson 6 Danien Justin Warlem 5 (75. Eyþór Helgi Birgisson -)FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 5 (75. Hafþór Þrastarsson 6) Freyr Bjarnason 7 Björn Daniel Sverrisson 6 Pétur Viðarsson 6 Guðmundur Sævarsson 4 Matthías Vilhjálmsson 6 Bjarki Gunnlaugsson 5(21. Gunnar Már Guðmundsson 8 Maður leiksins*) Ólafur Páll Snorrason 8 Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
FH-ingar blönduðu sér virkilega aftur í toppbaráttuna með því að vinna 3-1 sigur á ÍBV á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV hafði unnið sex leiki í röð fyrir leikinn en FH er nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliðum Breiðabliks og ÍBV. Eyjamenn mættu grimmari til leiks og voru að skapa sér nokkur hættuleg færi á fyrsta korteri leiksins. Tryggvi Guðmundsson fékk þar besta færið þegar hann tók við sendingu frá Þórarni Inga en Tryggvi skaut boltanum frammhjá markinu af stuttu færi. FH-ingarnir vöknuðu þó fljótt og náðu að koma sér vel inní leikinn og það skilaði sér á 26 mínútu þegar Atli Guðnason komst með boltann upp vinstri kantinn, átti gott skot sem Albert Sævarson í marki Eyjamanna sá sein en varði boltan beint út í teig þar sem Freyr Bjarnason átti ekki í nokkrum erfiðleikum með að leggja boltann í netið. Bjarki Gunnlaugsson meiddist á 21. mínútu en inná í hans stað kom Gunnar Már Guðmundsson sem átti stórleik á miðjunni. Gunnar Már skoraði á 42. mínútu þegar hann tók boltann vel utan teigs og hamraði honum upp í hægra hornið, stórkoslegt mark. Tryggvi Guðmundsson gamli FH-ingurinn náði svo að minnka munin þegar hann komst upp vinstri kantinn, frammhjá Guðmundi Sævarssyni, Gunnleifur Vignir markmaður FH-inga varði þó boltann í samherja sinn, þaðan fór hann í stöngina en Tryggvi fylgdi vel á eftir. Þá virtist þetta vera að stefna í spennandi leik en aðeins fimm mínútum síðar skoruðu FH sitt þriðja mark. En Ásgeir Aron varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net þegar hann reyndi að renna sér fyrir sendingu frá Atla Guðna, Ásgeir sem hafði komið inná sem varamaður aðeins mínútu áður náði aðeins að setja tánna í boltann og potaði honum því í eigið mark. Heimir Hallgrímsson reyndi svo að berja lífi í sína menn og sendi menn framar á völlinn, það opnaði vörn Eyjamanna mikið en þótt bæði lið hafi fengið nokkur dauðafæri náðu þau ekki að nýta sér þau og lokatölur því 1 – 3. Eyjamenn höfðu aðeins fengið á sig 10 mörk fyrir leikinn en fengu svo 3 í einum og sama leiknum, spurning hvort þeir ættu að leita af forminu sínu í Herjólfsdal? ÍBV–FH 1-3 0-1 Freyr Bjarnason (26.) 0-2 Gunnar Már Guðmundsson (42.) 1-2 Tryggvi Guðmundsson (50.) 1-3 sjálfsmark (55.) Áhorfendur: 848 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 6. Skot (á mark): 13-16 (5-12) Varin skot: 9 – 4 Horn: 8-1 Aukaspyrnur fengnar: 13-10 Rangstöður: 6-4ÍBV 4-4-2 Albert Sævarsson 7 Arnór Eyvar Ólafsson 4 (54. Ásgeir Aron Ásgeirsson 4) Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 6 Tony Mawejje 4 (45. Denis Sytnik 4) Andri Ólafsson 6 Yngvi Magnús Borgþórsson 5 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 Tryggvi Guðmundsson 6 Danien Justin Warlem 5 (75. Eyþór Helgi Birgisson -)FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 5 (75. Hafþór Þrastarsson 6) Freyr Bjarnason 7 Björn Daniel Sverrisson 6 Pétur Viðarsson 6 Guðmundur Sævarsson 4 Matthías Vilhjálmsson 6 Bjarki Gunnlaugsson 5(21. Gunnar Már Guðmundsson 8 Maður leiksins*) Ólafur Páll Snorrason 8 Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira