Umfjöllun: FH-ingar inn í meistarabaráttuna Valur Smári Heimisson skrifar 5. ágúst 2010 18:30 FH-ingar blönduðu sér virkilega aftur í toppbaráttuna með því að vinna 3-1 sigur á ÍBV á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV hafði unnið sex leiki í röð fyrir leikinn en FH er nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliðum Breiðabliks og ÍBV. Eyjamenn mættu grimmari til leiks og voru að skapa sér nokkur hættuleg færi á fyrsta korteri leiksins. Tryggvi Guðmundsson fékk þar besta færið þegar hann tók við sendingu frá Þórarni Inga en Tryggvi skaut boltanum frammhjá markinu af stuttu færi. FH-ingarnir vöknuðu þó fljótt og náðu að koma sér vel inní leikinn og það skilaði sér á 26 mínútu þegar Atli Guðnason komst með boltann upp vinstri kantinn, átti gott skot sem Albert Sævarson í marki Eyjamanna sá sein en varði boltan beint út í teig þar sem Freyr Bjarnason átti ekki í nokkrum erfiðleikum með að leggja boltann í netið. Bjarki Gunnlaugsson meiddist á 21. mínútu en inná í hans stað kom Gunnar Már Guðmundsson sem átti stórleik á miðjunni. Gunnar Már skoraði á 42. mínútu þegar hann tók boltann vel utan teigs og hamraði honum upp í hægra hornið, stórkoslegt mark. Tryggvi Guðmundsson gamli FH-ingurinn náði svo að minnka munin þegar hann komst upp vinstri kantinn, frammhjá Guðmundi Sævarssyni, Gunnleifur Vignir markmaður FH-inga varði þó boltann í samherja sinn, þaðan fór hann í stöngina en Tryggvi fylgdi vel á eftir. Þá virtist þetta vera að stefna í spennandi leik en aðeins fimm mínútum síðar skoruðu FH sitt þriðja mark. En Ásgeir Aron varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net þegar hann reyndi að renna sér fyrir sendingu frá Atla Guðna, Ásgeir sem hafði komið inná sem varamaður aðeins mínútu áður náði aðeins að setja tánna í boltann og potaði honum því í eigið mark. Heimir Hallgrímsson reyndi svo að berja lífi í sína menn og sendi menn framar á völlinn, það opnaði vörn Eyjamanna mikið en þótt bæði lið hafi fengið nokkur dauðafæri náðu þau ekki að nýta sér þau og lokatölur því 1 – 3. Eyjamenn höfðu aðeins fengið á sig 10 mörk fyrir leikinn en fengu svo 3 í einum og sama leiknum, spurning hvort þeir ættu að leita af forminu sínu í Herjólfsdal? ÍBV–FH 1-3 0-1 Freyr Bjarnason (26.) 0-2 Gunnar Már Guðmundsson (42.) 1-2 Tryggvi Guðmundsson (50.) 1-3 sjálfsmark (55.) Áhorfendur: 848 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 6. Skot (á mark): 13-16 (5-12) Varin skot: 9 – 4 Horn: 8-1 Aukaspyrnur fengnar: 13-10 Rangstöður: 6-4ÍBV 4-4-2 Albert Sævarsson 7 Arnór Eyvar Ólafsson 4 (54. Ásgeir Aron Ásgeirsson 4) Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 6 Tony Mawejje 4 (45. Denis Sytnik 4) Andri Ólafsson 6 Yngvi Magnús Borgþórsson 5 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 Tryggvi Guðmundsson 6 Danien Justin Warlem 5 (75. Eyþór Helgi Birgisson -)FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 5 (75. Hafþór Þrastarsson 6) Freyr Bjarnason 7 Björn Daniel Sverrisson 6 Pétur Viðarsson 6 Guðmundur Sævarsson 4 Matthías Vilhjálmsson 6 Bjarki Gunnlaugsson 5(21. Gunnar Már Guðmundsson 8 Maður leiksins*) Ólafur Páll Snorrason 8 Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
FH-ingar blönduðu sér virkilega aftur í toppbaráttuna með því að vinna 3-1 sigur á ÍBV á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV hafði unnið sex leiki í röð fyrir leikinn en FH er nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliðum Breiðabliks og ÍBV. Eyjamenn mættu grimmari til leiks og voru að skapa sér nokkur hættuleg færi á fyrsta korteri leiksins. Tryggvi Guðmundsson fékk þar besta færið þegar hann tók við sendingu frá Þórarni Inga en Tryggvi skaut boltanum frammhjá markinu af stuttu færi. FH-ingarnir vöknuðu þó fljótt og náðu að koma sér vel inní leikinn og það skilaði sér á 26 mínútu þegar Atli Guðnason komst með boltann upp vinstri kantinn, átti gott skot sem Albert Sævarson í marki Eyjamanna sá sein en varði boltan beint út í teig þar sem Freyr Bjarnason átti ekki í nokkrum erfiðleikum með að leggja boltann í netið. Bjarki Gunnlaugsson meiddist á 21. mínútu en inná í hans stað kom Gunnar Már Guðmundsson sem átti stórleik á miðjunni. Gunnar Már skoraði á 42. mínútu þegar hann tók boltann vel utan teigs og hamraði honum upp í hægra hornið, stórkoslegt mark. Tryggvi Guðmundsson gamli FH-ingurinn náði svo að minnka munin þegar hann komst upp vinstri kantinn, frammhjá Guðmundi Sævarssyni, Gunnleifur Vignir markmaður FH-inga varði þó boltann í samherja sinn, þaðan fór hann í stöngina en Tryggvi fylgdi vel á eftir. Þá virtist þetta vera að stefna í spennandi leik en aðeins fimm mínútum síðar skoruðu FH sitt þriðja mark. En Ásgeir Aron varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net þegar hann reyndi að renna sér fyrir sendingu frá Atla Guðna, Ásgeir sem hafði komið inná sem varamaður aðeins mínútu áður náði aðeins að setja tánna í boltann og potaði honum því í eigið mark. Heimir Hallgrímsson reyndi svo að berja lífi í sína menn og sendi menn framar á völlinn, það opnaði vörn Eyjamanna mikið en þótt bæði lið hafi fengið nokkur dauðafæri náðu þau ekki að nýta sér þau og lokatölur því 1 – 3. Eyjamenn höfðu aðeins fengið á sig 10 mörk fyrir leikinn en fengu svo 3 í einum og sama leiknum, spurning hvort þeir ættu að leita af forminu sínu í Herjólfsdal? ÍBV–FH 1-3 0-1 Freyr Bjarnason (26.) 0-2 Gunnar Már Guðmundsson (42.) 1-2 Tryggvi Guðmundsson (50.) 1-3 sjálfsmark (55.) Áhorfendur: 848 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 6. Skot (á mark): 13-16 (5-12) Varin skot: 9 – 4 Horn: 8-1 Aukaspyrnur fengnar: 13-10 Rangstöður: 6-4ÍBV 4-4-2 Albert Sævarsson 7 Arnór Eyvar Ólafsson 4 (54. Ásgeir Aron Ásgeirsson 4) Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 6 Tony Mawejje 4 (45. Denis Sytnik 4) Andri Ólafsson 6 Yngvi Magnús Borgþórsson 5 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 Tryggvi Guðmundsson 6 Danien Justin Warlem 5 (75. Eyþór Helgi Birgisson -)FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 5 (75. Hafþór Þrastarsson 6) Freyr Bjarnason 7 Björn Daniel Sverrisson 6 Pétur Viðarsson 6 Guðmundur Sævarsson 4 Matthías Vilhjálmsson 6 Bjarki Gunnlaugsson 5(21. Gunnar Már Guðmundsson 8 Maður leiksins*) Ólafur Páll Snorrason 8 Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira