Umfjöllun: FH-ingar inn í meistarabaráttuna Valur Smári Heimisson skrifar 5. ágúst 2010 18:30 FH-ingar blönduðu sér virkilega aftur í toppbaráttuna með því að vinna 3-1 sigur á ÍBV á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV hafði unnið sex leiki í röð fyrir leikinn en FH er nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliðum Breiðabliks og ÍBV. Eyjamenn mættu grimmari til leiks og voru að skapa sér nokkur hættuleg færi á fyrsta korteri leiksins. Tryggvi Guðmundsson fékk þar besta færið þegar hann tók við sendingu frá Þórarni Inga en Tryggvi skaut boltanum frammhjá markinu af stuttu færi. FH-ingarnir vöknuðu þó fljótt og náðu að koma sér vel inní leikinn og það skilaði sér á 26 mínútu þegar Atli Guðnason komst með boltann upp vinstri kantinn, átti gott skot sem Albert Sævarson í marki Eyjamanna sá sein en varði boltan beint út í teig þar sem Freyr Bjarnason átti ekki í nokkrum erfiðleikum með að leggja boltann í netið. Bjarki Gunnlaugsson meiddist á 21. mínútu en inná í hans stað kom Gunnar Már Guðmundsson sem átti stórleik á miðjunni. Gunnar Már skoraði á 42. mínútu þegar hann tók boltann vel utan teigs og hamraði honum upp í hægra hornið, stórkoslegt mark. Tryggvi Guðmundsson gamli FH-ingurinn náði svo að minnka munin þegar hann komst upp vinstri kantinn, frammhjá Guðmundi Sævarssyni, Gunnleifur Vignir markmaður FH-inga varði þó boltann í samherja sinn, þaðan fór hann í stöngina en Tryggvi fylgdi vel á eftir. Þá virtist þetta vera að stefna í spennandi leik en aðeins fimm mínútum síðar skoruðu FH sitt þriðja mark. En Ásgeir Aron varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net þegar hann reyndi að renna sér fyrir sendingu frá Atla Guðna, Ásgeir sem hafði komið inná sem varamaður aðeins mínútu áður náði aðeins að setja tánna í boltann og potaði honum því í eigið mark. Heimir Hallgrímsson reyndi svo að berja lífi í sína menn og sendi menn framar á völlinn, það opnaði vörn Eyjamanna mikið en þótt bæði lið hafi fengið nokkur dauðafæri náðu þau ekki að nýta sér þau og lokatölur því 1 – 3. Eyjamenn höfðu aðeins fengið á sig 10 mörk fyrir leikinn en fengu svo 3 í einum og sama leiknum, spurning hvort þeir ættu að leita af forminu sínu í Herjólfsdal? ÍBV–FH 1-3 0-1 Freyr Bjarnason (26.) 0-2 Gunnar Már Guðmundsson (42.) 1-2 Tryggvi Guðmundsson (50.) 1-3 sjálfsmark (55.) Áhorfendur: 848 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 6. Skot (á mark): 13-16 (5-12) Varin skot: 9 – 4 Horn: 8-1 Aukaspyrnur fengnar: 13-10 Rangstöður: 6-4ÍBV 4-4-2 Albert Sævarsson 7 Arnór Eyvar Ólafsson 4 (54. Ásgeir Aron Ásgeirsson 4) Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 6 Tony Mawejje 4 (45. Denis Sytnik 4) Andri Ólafsson 6 Yngvi Magnús Borgþórsson 5 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 Tryggvi Guðmundsson 6 Danien Justin Warlem 5 (75. Eyþór Helgi Birgisson -)FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 5 (75. Hafþór Þrastarsson 6) Freyr Bjarnason 7 Björn Daniel Sverrisson 6 Pétur Viðarsson 6 Guðmundur Sævarsson 4 Matthías Vilhjálmsson 6 Bjarki Gunnlaugsson 5(21. Gunnar Már Guðmundsson 8 Maður leiksins*) Ólafur Páll Snorrason 8 Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
FH-ingar blönduðu sér virkilega aftur í toppbaráttuna með því að vinna 3-1 sigur á ÍBV á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV hafði unnið sex leiki í röð fyrir leikinn en FH er nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliðum Breiðabliks og ÍBV. Eyjamenn mættu grimmari til leiks og voru að skapa sér nokkur hættuleg færi á fyrsta korteri leiksins. Tryggvi Guðmundsson fékk þar besta færið þegar hann tók við sendingu frá Þórarni Inga en Tryggvi skaut boltanum frammhjá markinu af stuttu færi. FH-ingarnir vöknuðu þó fljótt og náðu að koma sér vel inní leikinn og það skilaði sér á 26 mínútu þegar Atli Guðnason komst með boltann upp vinstri kantinn, átti gott skot sem Albert Sævarson í marki Eyjamanna sá sein en varði boltan beint út í teig þar sem Freyr Bjarnason átti ekki í nokkrum erfiðleikum með að leggja boltann í netið. Bjarki Gunnlaugsson meiddist á 21. mínútu en inná í hans stað kom Gunnar Már Guðmundsson sem átti stórleik á miðjunni. Gunnar Már skoraði á 42. mínútu þegar hann tók boltann vel utan teigs og hamraði honum upp í hægra hornið, stórkoslegt mark. Tryggvi Guðmundsson gamli FH-ingurinn náði svo að minnka munin þegar hann komst upp vinstri kantinn, frammhjá Guðmundi Sævarssyni, Gunnleifur Vignir markmaður FH-inga varði þó boltann í samherja sinn, þaðan fór hann í stöngina en Tryggvi fylgdi vel á eftir. Þá virtist þetta vera að stefna í spennandi leik en aðeins fimm mínútum síðar skoruðu FH sitt þriðja mark. En Ásgeir Aron varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net þegar hann reyndi að renna sér fyrir sendingu frá Atla Guðna, Ásgeir sem hafði komið inná sem varamaður aðeins mínútu áður náði aðeins að setja tánna í boltann og potaði honum því í eigið mark. Heimir Hallgrímsson reyndi svo að berja lífi í sína menn og sendi menn framar á völlinn, það opnaði vörn Eyjamanna mikið en þótt bæði lið hafi fengið nokkur dauðafæri náðu þau ekki að nýta sér þau og lokatölur því 1 – 3. Eyjamenn höfðu aðeins fengið á sig 10 mörk fyrir leikinn en fengu svo 3 í einum og sama leiknum, spurning hvort þeir ættu að leita af forminu sínu í Herjólfsdal? ÍBV–FH 1-3 0-1 Freyr Bjarnason (26.) 0-2 Gunnar Már Guðmundsson (42.) 1-2 Tryggvi Guðmundsson (50.) 1-3 sjálfsmark (55.) Áhorfendur: 848 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 6. Skot (á mark): 13-16 (5-12) Varin skot: 9 – 4 Horn: 8-1 Aukaspyrnur fengnar: 13-10 Rangstöður: 6-4ÍBV 4-4-2 Albert Sævarsson 7 Arnór Eyvar Ólafsson 4 (54. Ásgeir Aron Ásgeirsson 4) Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 6 Tony Mawejje 4 (45. Denis Sytnik 4) Andri Ólafsson 6 Yngvi Magnús Borgþórsson 5 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 Tryggvi Guðmundsson 6 Danien Justin Warlem 5 (75. Eyþór Helgi Birgisson -)FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 5 (75. Hafþór Þrastarsson 6) Freyr Bjarnason 7 Björn Daniel Sverrisson 6 Pétur Viðarsson 6 Guðmundur Sævarsson 4 Matthías Vilhjálmsson 6 Bjarki Gunnlaugsson 5(21. Gunnar Már Guðmundsson 8 Maður leiksins*) Ólafur Páll Snorrason 8 Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira