Gamlar íþróttahetjur opna gistiheimili í kexverksmiðju 12. nóvember 2010 00:01 Pétur Hafliði ásamt félaga sínum Viðari Þór við Skúlagötuna. Fréttablaðið/Anton Handboltahetjan Dagur Sigurðsson, knattspyrnukappinn Pétur Hafliði Marteinsson og athafnamaðurinn Kristinn Vilbergsson hafa skrifað undir fimmtán ára leigusamning á húsnæðinu sem eitt sinn hýsti kexverksmiðjuna Frón við Skúlagötu. Þar hyggjast þremenningarnar opna ódýrt gistiheimili fyrir erlenda ferðamenn. Pétur, Kristinn, vinir og vandamenn hafa að undanförnu hamast við að rífa niður veggi og breyta og bæta eins og þurft hefur. „Við erum gamlir félagar úr Versló, reyndar erum við Dagur gamlir vinir úr sextán ára landsliðinu í fótbolta," segir Pétur þegar Fréttablaðið nær tali af honum. Hann segir þá hafa verið að skoða möguleika á samstarfi og þá rambað á gamla kexverksmiðjuhúsnæðið sem var nánast að hruni komið. „Þarna var engin starfsemi nema á neðstu hæðinni sem hýsir Nýlistasafnið. Við vildum athuga hvort það væri ekki hægt að bjarga þessu húsi frá því að vera rifið, enda staðsetningin frábær." Pétur segir hugmyndina hafa verið nefnda fyrst í gríni en svo þegar þeir hafi byrjað að kasta henni eða sparka á milli sín hafi hún alltaf orðið betri og betri og nú séu þeir bara í vinnugallanum á fullu. Það er að segja allir nema Dagur. „Helvítið hann Dagur. Hann þykist bara vera að þjálfa eitthvað í Þýskalandi," segir Pétur en Dagur er þjálfari Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og er með liðið í toppbaráttunni. „En um leið og það fer að halla undir fæti hjá honum verður hann kallaður heim og beðinn um að rífa niður nokkra veggi." Pétur segir mikla möguleika fyrir hendi hvað nýtingu húsnæðisins varðar, þeir vilji vera með kaffihús og menningaratburði. „Þannig að þetta verður ekki bara ódýr gistiaðstaða fyrir erlenda ferðamenn heldur líka eitthvað sem Íslendingar geta nýtt sér." Pétur segir þá ætla að halda í gamla kexverksmiðjuandann og þess vegna hafi þeir meðal annars ákveðið að nefna það Kex Hostel. Þeir ætli sér að fara varlega, reksturinn sé ekki byggður á lántökum. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Handboltahetjan Dagur Sigurðsson, knattspyrnukappinn Pétur Hafliði Marteinsson og athafnamaðurinn Kristinn Vilbergsson hafa skrifað undir fimmtán ára leigusamning á húsnæðinu sem eitt sinn hýsti kexverksmiðjuna Frón við Skúlagötu. Þar hyggjast þremenningarnar opna ódýrt gistiheimili fyrir erlenda ferðamenn. Pétur, Kristinn, vinir og vandamenn hafa að undanförnu hamast við að rífa niður veggi og breyta og bæta eins og þurft hefur. „Við erum gamlir félagar úr Versló, reyndar erum við Dagur gamlir vinir úr sextán ára landsliðinu í fótbolta," segir Pétur þegar Fréttablaðið nær tali af honum. Hann segir þá hafa verið að skoða möguleika á samstarfi og þá rambað á gamla kexverksmiðjuhúsnæðið sem var nánast að hruni komið. „Þarna var engin starfsemi nema á neðstu hæðinni sem hýsir Nýlistasafnið. Við vildum athuga hvort það væri ekki hægt að bjarga þessu húsi frá því að vera rifið, enda staðsetningin frábær." Pétur segir hugmyndina hafa verið nefnda fyrst í gríni en svo þegar þeir hafi byrjað að kasta henni eða sparka á milli sín hafi hún alltaf orðið betri og betri og nú séu þeir bara í vinnugallanum á fullu. Það er að segja allir nema Dagur. „Helvítið hann Dagur. Hann þykist bara vera að þjálfa eitthvað í Þýskalandi," segir Pétur en Dagur er þjálfari Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og er með liðið í toppbaráttunni. „En um leið og það fer að halla undir fæti hjá honum verður hann kallaður heim og beðinn um að rífa niður nokkra veggi." Pétur segir mikla möguleika fyrir hendi hvað nýtingu húsnæðisins varðar, þeir vilji vera með kaffihús og menningaratburði. „Þannig að þetta verður ekki bara ódýr gistiaðstaða fyrir erlenda ferðamenn heldur líka eitthvað sem Íslendingar geta nýtt sér." Pétur segir þá ætla að halda í gamla kexverksmiðjuandann og þess vegna hafi þeir meðal annars ákveðið að nefna það Kex Hostel. Þeir ætli sér að fara varlega, reksturinn sé ekki byggður á lántökum. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira