Lífið

Stefnir í uppseld Réttarhöld

Kristín Rós Birgisdóttir og Ólafur Ásgeirsson í hlutverkum sínum. Mynd/Jakob Vegerfors
Kristín Rós Birgisdóttir og Ólafur Ásgeirsson í hlutverkum sínum. Mynd/Jakob Vegerfors

„Miðasalan hefur gengið mjög vel og það stefnir allt í að það verði uppselt á frumsýninguna,“ segir Olga Margrét Cilia, formaður Stúdentaleikhússins, en á laugardaginn frumsýnir leikhópurinn verkið Réttarhöldin eftir Franz Kafka.

„Sýningin fjallar um mann sem þarf að sæta réttarhöldum fyrir eitthvað sem hann veit ekki hvað er. Hann reynir síðan að komast að því hver sekt hans er og leitar til hinna ýmsu aðila sem gætu hjálpað,“ segir Olga en hún leikur sjálf hlutverk í sýningunni. Spurð að því hvers vegna ákveðið var að setja upp Réttarhöldin en ekki eitthvert annað verk, segir Olga leikstjórann hafa fengið að ráða. „Hann langaði að setja upp eitthvað eftir Kafka,“ segir Olga, en leikstjóri verksins er Friðgeir Einarsson. Friðgeir lék til að mynda í Húmanimal sem sló öll aðsóknarmet.

Fyrir þá sem ekki vita er Stúdentaleikhúsið áhugaleikfélag nemenda í Háskóla Íslands, en þrátt fyrir að tilheyra háskólanum þarf ekki endilega að stunda nám við skólann. „Það er öllum frjálst að vera með en við miðum við að fólk sé komið af menntaskólaaldrinum,“ segir Olga.

Þeim sem hafa áhuga á að kaupa miða á sýninguna er bent á heimasíðu Stúdentaleikhússins, www.studentaleikhusid.is.- ka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.