Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra situr nú hnattvæðingarþing norrænu ráðherranefndarinnar í Danmörku.
Á þinginu er annars vegar rætt um hvernig Norðurlöndin geta orðið frumkvöðlar á sviði tækniþróunar og vistvænnar orku og hins vegar um hugmyndina orkusparandi samfélag og hvernig nýta megi orku sem best.
Forsætisráðherrar Norðurlandanna munu jafnframt hittast og ræða sameiginleg málefni landanna. Áhrif fjármálakreppunnar á Norðurlöndunum verða til umræðu, auk annarra mála.- bþs