Lífið

Mamma hefði brosað

Rapparinn komst í eitt af efstu sætunum í evrópsku lagakeppninni I-Mego.fréttablaðið/anton
Rapparinn komst í eitt af efstu sætunum í evrópsku lagakeppninni I-Mego.fréttablaðið/anton

„Ég er bara mjög ánægður með þetta,“ segir rapparinn Ástþór Óðinn. Hann lenti í þriðja til þrettánda sæti í evrópsku lagakeppninni I-Mego með lag sitt Mamma. Mörg hundruð lög voru send í keppnina og lag Ástþórs, sem er bæði sungið á íslensku og ensku, var valið úr þeim hópi. „Þetta kom mér á óvart. Ég hlustaði á hin lögin og þau voru virkilega góð.“

Lagið fjallar um mömmu hans sem lést fyrir fimmtán árum. Þar skrifar Ástþór henni bréf og segir frá því hvernig líf hans er í dag. „Hún hefði brosað,“ segir rapparinn, spurður hvað henni hefði fundist um árangurinn ef hún hefði verið á lífi.

Ástþór fær í verðlaun hljóðnema og heyrnartól sem munu nýtast vel í hljóðveri sem hann rekur í Kópavogi ásamt félögum sínum. Bandaríska útgáfufyrirtækið Expat Records heyrði lagið Mamma og ætlar að gefa plötu Ástþórs, Both Ways út. Hann er um þessar mundir að þýða lögin Mamma og Í gegnum tímans rás yfir á ensku fyrir bandarísku útgáfuna, sem er væntanleg næsta vor. „Þetta lítur allt bara mjög vel út,“ segir rapparinn. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.