Lífið

Gerði þátt með Maggie Q

Egill Örn Egilsson gerir þætti með leikkonunni Maggie Q.
Egill Örn Egilsson gerir þætti með leikkonunni Maggie Q.

Egill Örn Egilsson, íslenskur kvikmyndagerðarmaður í Hollywood, leikstýrði nýverið þætti í bandarísku spennuþáttaröðinni Nikita með Die Hard stjörnunni Maggie Q í aðalhlutverki. Þættirnir hafa hlotið mikið lof í Ameríku og fá 7,8 á imdb.com en þeir eru byggðir á valinkunnri franskri mynd um unga stúlku á refilstigum sem bjargað er af leyniþjónustu Bandaríkjanna og í kjölfarið gerð út í líki leigumorðingja. Meðal annarra leikara í þáttunum má nefna Shane West sem margir kannast við úr ER og svo Lyndsy Fonseca úr Kick-Ass.

Egill hefur áður sest í leikstjórastólinn í nokkrum vel þekktum sjónvarpsþáttum, meðal annars CSI: Miami og Dark Blue með Dylan McDermott í aðalhlutverki. Þá leikstýrði Egill einnig þætti í lögfræðidramanu The Whole Truth og svo prufuþætti fyrir Miami Medical sem Jerry Bruckheimer framleiðir en Egill er einmitt aðaltökumaður í þeirri þáttaröð.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.