Innlent

Einum sleppt í fjársvikamálinu

Steingrímur Þór Ólafsson var handtekinn í Venesúela. Honum var stillt upp fyrir ljósmyndara og fréttafundur haldinn í kjölfarið.
Steingrímur Þór Ólafsson var handtekinn í Venesúela. Honum var stillt upp fyrir ljósmyndara og fréttafundur haldinn í kjölfarið.

Einn karlmaður, sem sat í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fjársvikamáli, hefur verið látinn laus.

Hann var einn af sex sem voru úrskurðaðir í gæslvuarðhald. Þá er annar maður, Steingrímur Þór Ólafsson, í haldi lögreglunnar í Venesúela. Hann er grunaður um að vera höfuðpaur í málinu.

Fjársvikin eru gríðarlega umfangsmikil. Meðal annars er fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra í haldi en hann er grunaður um að hafa aðstoðað hina grunuðu um að svíkja út tæplega þrjú hundruð milljónir.

Þá fundust 11 kíló af hassi í húsleit hjá pari auk reiðufés.

Fimm aðilar sitja enn í gæsluvarðhaldi. Ekki er búist við því að Steingrímur verði framseldur fyrr en í fyrsta lagi eftir 6 vikur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×