„Dásamlega samheldin stemning“ 7. nóvember 2010 18:56 Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar. Mynd/GVA Þjóðfundurinn, sem haldinn var í gær, er einstakur viðburður í Íslandsögunni og þótt víðar væri leitað. Þetta segja nefndarmenn í stjórnlaganefnd sem kynntu niðurstöður fundarins í dag. Formaður nefndarinnar segir að þjóðfundarformið ætti að nýta oftar. Á heimasíðunni thjodfundur2010.is er hægt að skoða niðurstöðurnar en mikil áhersla er lögð á að setja niðurstöður fundarins fram á skýran og aðgengilega hátt. Það kemur í hlut stjórnlaganefnar að vinna úr öllum þessum niðurstöðum og koma þeim áleiðis inn á stjórnalagaþingið sem sett verður í febrúar á næsta ári. Nefndin lýsti mikilli ánægju með fundinn þegar hún kynnti niðurstöður hans í dag. „Það var dásamlega samheldin stemning á þessum fundi. Ég held að við sem fórum af honum höfum verið miklu miklu ríkari því það gerðist eitthvað. Það er einhver galdur sem gerist þegar fólk mætir saman til þess að leysa mál en ekki til þess að skerpa á ágreiningi. Þetta er sögulegur atburður í sögu þjóðarinnar vegna þess að aldrei hefur þetta verið gert fyrr," segir Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar. „Við vorum að upplifa eitthvað sem á að fara í sögubækur. Árið 2010 var haldinn Þjóðfundur." Tengdar fréttir Langflestir telja að niðurstöðurnar muni gagnast stjórnlagaþingi Þjóðfundur um stjórnarskrá tókst afar vel að mati þátttakenda, en 950 manns sátu fundinn. Í fundarlok voru þátttakendur allir inntir álits á framkvæmd og áhrifum fundarins. 93% þeirra telja að niðurstöður fundarins muni gagnast stjórnlagaþingi við vinnu þess að nýrri stjórnarskrá, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. 7. nóvember 2010 11:28 Skýr grunngildi Niðurstöður Þjóðfundarins sem fram fór í Laugardalshöll í gær voru kynntar á blaðamannafundi í dag. Meðal helstu niðurstaðna eru að náttúra og auðlindir landsins séu óframseljanleg þjóðareign sem eigi að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Þá er kveðið á um að atkvæða vægi verði jafnt, þingseta þingmanna verði háð tímatakmörkunum og þeim fækkað. Ráðherrar skulu ekki gegna þingmennsku ásamt ráðherraembætti. Þá er lagt til að skipan dómara verði endurskoðuð. Til að efla og bæta siðgæði þjóðarinnar þarf að kenna siðfræði í skólum landsins og auka samfélagslega ábyrgð almennings, að mati Þjóðfundarins. 7. nóvember 2010 16:09 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Þjóðfundurinn, sem haldinn var í gær, er einstakur viðburður í Íslandsögunni og þótt víðar væri leitað. Þetta segja nefndarmenn í stjórnlaganefnd sem kynntu niðurstöður fundarins í dag. Formaður nefndarinnar segir að þjóðfundarformið ætti að nýta oftar. Á heimasíðunni thjodfundur2010.is er hægt að skoða niðurstöðurnar en mikil áhersla er lögð á að setja niðurstöður fundarins fram á skýran og aðgengilega hátt. Það kemur í hlut stjórnlaganefnar að vinna úr öllum þessum niðurstöðum og koma þeim áleiðis inn á stjórnalagaþingið sem sett verður í febrúar á næsta ári. Nefndin lýsti mikilli ánægju með fundinn þegar hún kynnti niðurstöður hans í dag. „Það var dásamlega samheldin stemning á þessum fundi. Ég held að við sem fórum af honum höfum verið miklu miklu ríkari því það gerðist eitthvað. Það er einhver galdur sem gerist þegar fólk mætir saman til þess að leysa mál en ekki til þess að skerpa á ágreiningi. Þetta er sögulegur atburður í sögu þjóðarinnar vegna þess að aldrei hefur þetta verið gert fyrr," segir Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar. „Við vorum að upplifa eitthvað sem á að fara í sögubækur. Árið 2010 var haldinn Þjóðfundur."
Tengdar fréttir Langflestir telja að niðurstöðurnar muni gagnast stjórnlagaþingi Þjóðfundur um stjórnarskrá tókst afar vel að mati þátttakenda, en 950 manns sátu fundinn. Í fundarlok voru þátttakendur allir inntir álits á framkvæmd og áhrifum fundarins. 93% þeirra telja að niðurstöður fundarins muni gagnast stjórnlagaþingi við vinnu þess að nýrri stjórnarskrá, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. 7. nóvember 2010 11:28 Skýr grunngildi Niðurstöður Þjóðfundarins sem fram fór í Laugardalshöll í gær voru kynntar á blaðamannafundi í dag. Meðal helstu niðurstaðna eru að náttúra og auðlindir landsins séu óframseljanleg þjóðareign sem eigi að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Þá er kveðið á um að atkvæða vægi verði jafnt, þingseta þingmanna verði háð tímatakmörkunum og þeim fækkað. Ráðherrar skulu ekki gegna þingmennsku ásamt ráðherraembætti. Þá er lagt til að skipan dómara verði endurskoðuð. Til að efla og bæta siðgæði þjóðarinnar þarf að kenna siðfræði í skólum landsins og auka samfélagslega ábyrgð almennings, að mati Þjóðfundarins. 7. nóvember 2010 16:09 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Langflestir telja að niðurstöðurnar muni gagnast stjórnlagaþingi Þjóðfundur um stjórnarskrá tókst afar vel að mati þátttakenda, en 950 manns sátu fundinn. Í fundarlok voru þátttakendur allir inntir álits á framkvæmd og áhrifum fundarins. 93% þeirra telja að niðurstöður fundarins muni gagnast stjórnlagaþingi við vinnu þess að nýrri stjórnarskrá, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. 7. nóvember 2010 11:28
Skýr grunngildi Niðurstöður Þjóðfundarins sem fram fór í Laugardalshöll í gær voru kynntar á blaðamannafundi í dag. Meðal helstu niðurstaðna eru að náttúra og auðlindir landsins séu óframseljanleg þjóðareign sem eigi að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Þá er kveðið á um að atkvæða vægi verði jafnt, þingseta þingmanna verði háð tímatakmörkunum og þeim fækkað. Ráðherrar skulu ekki gegna þingmennsku ásamt ráðherraembætti. Þá er lagt til að skipan dómara verði endurskoðuð. Til að efla og bæta siðgæði þjóðarinnar þarf að kenna siðfræði í skólum landsins og auka samfélagslega ábyrgð almennings, að mati Þjóðfundarins. 7. nóvember 2010 16:09