Lífið

Sandler alveg milljón

Vinsæll Ameríkumenn hlustuðu mikið á gamalt þakkargjörðarlag með Adam Sandler á fimmtudaginn.
Vinsæll Ameríkumenn hlustuðu mikið á gamalt þakkargjörðarlag með Adam Sandler á fimmtudaginn.

Gamalt myndband úr sjónvarpsþáttunum Saturday Night Live með Adam Sandler rauf milljón áhorfenda múrinn á fimmtudagskvöldið. Á myndbandinu sést Sandler syngja hið fræga Þakkargjörðarlag en þar koma við sögu frægir einstaklingar á borð við Mike Tyson, Betty Grable og Sammy Davis Jr.

Myndbandið hefur yfirleitt verið vinsælt í Bandaríkjunum um þetta leyti en þær vinsældir náðu nýjum hæðum um þessa þakkargjörðarhátíð. Sandler er sjálfur að leika í kvikmyndinni Jack and Jill þar sem Katie Holmes og Al Pacino eru meðal mótleikara hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.