Innlent

Árborg glímir við lúxusvanda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eyþór Arnalds býst við því að ráðið verði í starfið fyrir mánaðamót. Mynd/ E. Ól.
Eyþór Arnalds býst við því að ráðið verði í starfið fyrir mánaðamót. Mynd/ E. Ól.
Það stendur til að ráða framkvæmdastjóra yfir sveitarfélaginu Árborg fyrir mánaðamótin, segir Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs og oddviti sjálfstæðismanna.

Starfið var auglýst eftir sveitastjórnarkosningarnar í vor og í gær var upplýst um það hverjir sóttu um. Á meðal þeirra eru margir reyndir sveitastjórnarmenn eins og Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, Inga Jóna Þórðardóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík, og Ragnar Sær Ragnarsson, fyrrverandi sveitastjóri og varaborgarfulltrúi.

Eyþór vill ekkert láta uppi um það hvaða umsækjanda honum líst best á. Hann segir augljóst að það verkefni að velja úr hópi umsækjenda sé lúxusvandi. „Ég held að við séum með mjög góðan hóp af umsækjendum. Það er greinilegt að það sækjast mjög hæfir einstaklingar eftir því að fá að vinna að uppbyggingu hérna. Við erum mjög ánægð með það traust sem við fáum frá þessu fólki," segir Eyþór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×