Dæmdur lögreglumaður enn við störf 19. nóvember 2010 11:38 Stefán Eiríksson vill ekki tjá sig um hvort honun finnist óheppilegt að dæmdir lögreglumenn sinni löggæslu, og vísar á ríkislögreglustjóra Garðar Helgi Magnússon, lögreglumaður, sem fundinn var sekur um að hafa farið offfari við handtöku er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort honum verður vikið úr starfi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir það í höndum ríkislögreglustjóra hvort Garðar Helgi starfar áfram sem lögreglumaður.Djúpt í árina tekið? Spurður hvort honum finnist óheppilegt fyrir lögregluna að þar sé starfandi lögreglumaður sem dæmdur hefur verið fyrir að hafa farið offari við handtöku, spyr Stefán á móti: „Er það ekki full djúpt í árina tekið? Er málið þannig vaxið? Er ekki verið að fjalla um heimildir lögreglu? Þessi spurning um hverjir starfa innan lögreglunnar eða ekki, það er spurning sem ríkislögreglustjóri á að svara." Í dómi Hæstaréttar segir orðrétt: „Lögreglumaðurinn G var sakfelldur fyrir brot gegn 132. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa farið offari við framkvæmd lögreglustarfa og ekki gætt lögmætra aðferða er hann sem stjórnandi lögregluaðgerðar, í miðbæ Reykjavíkur, fyrirskipaði öðrum lögreglumanni að aka með handtekinn mann þaðan út á Granda og skilja hann þar eftir."Fleiri starfað áfram eftir dóma Stefán bendir á að fordæmi eru fyrir því að lögreglumenn séu dæmdir en haldi þó áfram störfum sem lögreglumenn. „Það eru nokkur nýleg mál sem hafa komið upp þar sem lögreglumaður hefur verið dæmdur, eins og þú þekkir, en lögreglumenn hafa í fæstum tilvikum fengið brottvísun," segir hann. Að mati Stefáns er ekki hægt að setja neina meginreglu um hvort víkja eigi úr starfi þeim lögreglumönnum sem gerast brotlegir við lög. „Það er ekki hægt að tala um neina meginreglu. Það þarf að skoða hvert mál fyrir sig," segir hann. Spurður aftur hvort honum finnist óheppilegt að láta dæmdan lögreglumann sinna löggæslu segir hann: „Ég ætla ekki að tjá mig um það einfaldlega því það er ekki mitt að segja til um það. En ég held að menn verði að skoða hvert mál fyrir sig," segir hann.Á skilorði næstu tvö árin Blaðamaður hafði upphaflega samband við embætti ríkislögreglustjóra til að spyrjast fyrir um störf Garðars Helga og var þá vísað á Stefán Eiríksson, yfirmann Garðars. Garðar Helgi var ákærður fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. Í héraðsdómi var Garðar Helgi sýknaður af öllum ákæruliðum. Hæstiréttur sýknaði hann aðeins af ákæru um líkamsárás. Hann var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa farið offari við handtöku og ekki hafa gætt lögmætra aðferða. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að haldi Garðar skilorð í tvö ár frá uppkvaðningu dómsins skal refsing falla niður. Tengdar fréttir Dæmdum lögregluþjóni verður ekki vikið úr starfi Lögregluþjóninum Garðari Helga Magnússyni verður ekki vikið frá störfum eftir að hafa verið dæmdur til skilorðsbundinnar refsingar í Hæstarétti Íslands fyrir að fara offari við skyldustörf. 19. nóvember 2010 15:59 Lögreglumaður dæmdur í Hæstarétti Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon var dæmdur sekur í Hæstarétti í dag og var því sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur snúið við. 18. nóvember 2010 16:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Garðar Helgi Magnússon, lögreglumaður, sem fundinn var sekur um að hafa farið offfari við handtöku er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort honum verður vikið úr starfi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir það í höndum ríkislögreglustjóra hvort Garðar Helgi starfar áfram sem lögreglumaður.Djúpt í árina tekið? Spurður hvort honum finnist óheppilegt fyrir lögregluna að þar sé starfandi lögreglumaður sem dæmdur hefur verið fyrir að hafa farið offari við handtöku, spyr Stefán á móti: „Er það ekki full djúpt í árina tekið? Er málið þannig vaxið? Er ekki verið að fjalla um heimildir lögreglu? Þessi spurning um hverjir starfa innan lögreglunnar eða ekki, það er spurning sem ríkislögreglustjóri á að svara." Í dómi Hæstaréttar segir orðrétt: „Lögreglumaðurinn G var sakfelldur fyrir brot gegn 132. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa farið offari við framkvæmd lögreglustarfa og ekki gætt lögmætra aðferða er hann sem stjórnandi lögregluaðgerðar, í miðbæ Reykjavíkur, fyrirskipaði öðrum lögreglumanni að aka með handtekinn mann þaðan út á Granda og skilja hann þar eftir."Fleiri starfað áfram eftir dóma Stefán bendir á að fordæmi eru fyrir því að lögreglumenn séu dæmdir en haldi þó áfram störfum sem lögreglumenn. „Það eru nokkur nýleg mál sem hafa komið upp þar sem lögreglumaður hefur verið dæmdur, eins og þú þekkir, en lögreglumenn hafa í fæstum tilvikum fengið brottvísun," segir hann. Að mati Stefáns er ekki hægt að setja neina meginreglu um hvort víkja eigi úr starfi þeim lögreglumönnum sem gerast brotlegir við lög. „Það er ekki hægt að tala um neina meginreglu. Það þarf að skoða hvert mál fyrir sig," segir hann. Spurður aftur hvort honum finnist óheppilegt að láta dæmdan lögreglumann sinna löggæslu segir hann: „Ég ætla ekki að tjá mig um það einfaldlega því það er ekki mitt að segja til um það. En ég held að menn verði að skoða hvert mál fyrir sig," segir hann.Á skilorði næstu tvö árin Blaðamaður hafði upphaflega samband við embætti ríkislögreglustjóra til að spyrjast fyrir um störf Garðars Helga og var þá vísað á Stefán Eiríksson, yfirmann Garðars. Garðar Helgi var ákærður fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. Í héraðsdómi var Garðar Helgi sýknaður af öllum ákæruliðum. Hæstiréttur sýknaði hann aðeins af ákæru um líkamsárás. Hann var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa farið offari við handtöku og ekki hafa gætt lögmætra aðferða. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að haldi Garðar skilorð í tvö ár frá uppkvaðningu dómsins skal refsing falla niður.
Tengdar fréttir Dæmdum lögregluþjóni verður ekki vikið úr starfi Lögregluþjóninum Garðari Helga Magnússyni verður ekki vikið frá störfum eftir að hafa verið dæmdur til skilorðsbundinnar refsingar í Hæstarétti Íslands fyrir að fara offari við skyldustörf. 19. nóvember 2010 15:59 Lögreglumaður dæmdur í Hæstarétti Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon var dæmdur sekur í Hæstarétti í dag og var því sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur snúið við. 18. nóvember 2010 16:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Dæmdum lögregluþjóni verður ekki vikið úr starfi Lögregluþjóninum Garðari Helga Magnússyni verður ekki vikið frá störfum eftir að hafa verið dæmdur til skilorðsbundinnar refsingar í Hæstarétti Íslands fyrir að fara offari við skyldustörf. 19. nóvember 2010 15:59
Lögreglumaður dæmdur í Hæstarétti Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon var dæmdur sekur í Hæstarétti í dag og var því sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur snúið við. 18. nóvember 2010 16:30