Innlent

Rúmlega 300 teknir af vanskilaskrá

Rúmlega þrjú hundruð einstaklingar hafa alfarið verið fjarlægðir af vanskilaskrá eftir að dómur Hæstaréttar féll um gengistryggð lán í síðasta mánuði.

Þetta kemur fram á heimasíðu Creditinfo. Þá hafa hafa nú verið fjarlægðar alls sjö hundruð vanskilafærslur af skránni vegna gengistryggðra lána. Eftir dóm Hæstaréttar fór Creditinfo þess á leit við banka, sparisjóði og fjármögnunarfyrirtæki að fá upplýsingar um mál sambærileg þeim sem Hæstiréttur dæmdi í og hefðu verið skráð á vanskilaskrá.

Fjármögnunarfyrirtækin brugðust við því og búist er við að fleiri fari af vanskilaskránni á næstu dögum þar sem afskráningar standa enn yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×