Fullkomin heimasíða fyrir þá sem missa af Airwaves Tinni Sveinsson skrifar 13. október 2010 19:58 Svona mun síðan líta út þegar gestir Airwaves eru búnir að vera duglegir að dæla inn myndum. Smellið til að sjá myndina stærri. Á morgun fer í loftið glæný íslensk vefsíða með efni ólíku því sem hingað til hefur þekkst. Síðan heitir Liveproject.is og tekur hún fyrir einstaka viðburði hverju sinni, nú um helgina Airwaves-hátíðina. Á henni verða myndir og myndskeið sem notendur senda inn sýndar í réttri tímaröð og flottu umhverfi. Þeir sem heima sitja geta þannig fengið viðburðinn beint í æð, hvort sem það er tónleikahátíð eða stakir tónleikar. Nú um helgina geta allir sem missa af Airwaves því skoðað hátíðina með augum gestanna og linsum símanna þeirra allt frá fimmtudagskvöldi til sunnudagskvölds. Hugmyndasmiðirnir á bak við síðuna eru þeir Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason. „Við fengum hugmyndina nýlega og ákváðum að drífa hana í gang á Airwaves-hátíðinni. Þetta er rauntíma vídeó- og ljósmyndabloggsíða. Pælingin er sú að fólk geti upplifað atburði í gegnum síðuna með hjálp þeirra sem eru á staðnum. Þannig skapar fjöldinn stemmninguna og hinir fylgjast með í beinni," útskýrir Hörður.Við hverja mynd skrifa tónleikagestir síðan stutta myndatexta.Þó framsetningin sé einföld liggur að baki síðunni flókin forritun og er hún í höndum Arnars Yngvasonar forritara. Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson verður síðan á Airwaves-hátíðinni á vegum síðunnar þannig að lesendur hennar munu eflaust rekast á margar flottar myndir og myndbönd eftir hann um helgina. Við hvetjum alla þá sem eru á Airwaves og í bænum í góðri stemmningu til að fara inn á farsímavefinn m.liveproject.is um helgina og senda inn myndir um leið og þeir smella af. Ferlið á síðunni er afar einfalt og fljótlegt. Liveproject.is fer í loftið seinnipartinn á morgun en einnig verður hægt að fylgjast með myndaflæðinu á Facebook-síðu verkefnisins. Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Á morgun fer í loftið glæný íslensk vefsíða með efni ólíku því sem hingað til hefur þekkst. Síðan heitir Liveproject.is og tekur hún fyrir einstaka viðburði hverju sinni, nú um helgina Airwaves-hátíðina. Á henni verða myndir og myndskeið sem notendur senda inn sýndar í réttri tímaröð og flottu umhverfi. Þeir sem heima sitja geta þannig fengið viðburðinn beint í æð, hvort sem það er tónleikahátíð eða stakir tónleikar. Nú um helgina geta allir sem missa af Airwaves því skoðað hátíðina með augum gestanna og linsum símanna þeirra allt frá fimmtudagskvöldi til sunnudagskvölds. Hugmyndasmiðirnir á bak við síðuna eru þeir Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason. „Við fengum hugmyndina nýlega og ákváðum að drífa hana í gang á Airwaves-hátíðinni. Þetta er rauntíma vídeó- og ljósmyndabloggsíða. Pælingin er sú að fólk geti upplifað atburði í gegnum síðuna með hjálp þeirra sem eru á staðnum. Þannig skapar fjöldinn stemmninguna og hinir fylgjast með í beinni," útskýrir Hörður.Við hverja mynd skrifa tónleikagestir síðan stutta myndatexta.Þó framsetningin sé einföld liggur að baki síðunni flókin forritun og er hún í höndum Arnars Yngvasonar forritara. Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson verður síðan á Airwaves-hátíðinni á vegum síðunnar þannig að lesendur hennar munu eflaust rekast á margar flottar myndir og myndbönd eftir hann um helgina. Við hvetjum alla þá sem eru á Airwaves og í bænum í góðri stemmningu til að fara inn á farsímavefinn m.liveproject.is um helgina og senda inn myndir um leið og þeir smella af. Ferlið á síðunni er afar einfalt og fljótlegt. Liveproject.is fer í loftið seinnipartinn á morgun en einnig verður hægt að fylgjast með myndaflæðinu á Facebook-síðu verkefnisins.
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira