Segir sérstakan saksóknara hegða sér eins og kúreki Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 15. maí 2010 18:50 Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, heldur fram sakleysi sínu og neitar að koma til landsins í yfirheyrslur eigi hann á hættu að verða handtekinn. Þetta segir einn dýrasti lögmaður Bretlands sem vinnur nú fyrir Sigurð. Honum finnst að sérstakur saksóknari hagi sér eins og John Wayne í kúrekamynd, hann vilji sýna Íslendingum að hann sé harður náungi og geti handtekið fólk. Sigurður Einarsson hefur ráðið breska lögmanninn Ian Burton. Hann annast nú líka mál Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra bankans, sem situr í gæsluvarðhaldi. Sigurður hafði verið boðaður til yfirheyrslu í gær en var beðinn um að flýta komu sinni eftir að Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson voru settir í gæsluvarðhald. Lögmenn Sigurðar svöruðu því með tilboði um að Sigurður myndi mæta til yfirheyrslu ef hann yrði ekki handtekinn. Því tilboði var ekki svarað en þess í stað var gefin út handtökuskipun á Sigurð. Burton segir það alvanalegt að menn í stöðu Sigurðar geri samkomulag af þessu tagi. „Mér sýnist að þessi saksóknari vilji sýna almenningi að hann sé harður maður og geti læst fólk inni," segir Burton. Vandamálið sé hinsvegar að saksóknarinn vilji komast áfram með rannsókn málsins. Það geti hann ekki gert nema með yfirheyrslum. Saksóknarinn hafi sjálfur komið í veg fyrir yfirheyrslur yfir Sigurði. „Þessi saksóknari vill ekki samræður. Hann vill hegða sér eins og John Wayne í kúrekamyndum," segir Burton. Hann segir Sigurð hafa val þrátt fyrir að hann sé með stöðu grunaðs manns. Þetta sé íslensk rannsókn en ekki bresk. Málið líti öðruvísi við verði Sigurður ákærður. „Ef saksóknari vill lyfta símtólinu og tala við mig mun ég sjá til þess að Sigurður fari til Íslands. Ekkert vandamál," segir Burton. Hann segir Sigurð ekki telja sig hafa gert neitt rangt. Það sé því ekki á stefnuskránni hjá Sigurði að koma heim en tilboðið standi enn og sérstökum saksóknara sé frjálst að yfirheyra hann í Bretlandi. Burton segir að hann muni að öllum líkindum aðstoða Gest Jónsson, lögmann Sigurðar hér á landi í málinu. Burton hefur orðspor fyrir að vera einn fremsti lögmaður í Evrópu í fjársvikamálum. „Líklega er ég ekki sá ódýrasti. E.t.v. er ég sá dýrasti en gjaldskrá mín er með þeim hæstu á Englandi," segir Burton. Við þetta er við að bæta að dómsmálaráðherra hefur sagt að sú staðreynd að Íslendingar eigi enn eftir að fullgilda evrópsku handtökuskipunina eigi ekki að hafa áhrif á framsalsbeiðnir líkt og í tilviki Sigurðar. Íslendingar séu aðilar að eldri samningi og því sé framsalssamningur í gildi á milli Íslands og Bretlands. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist ekki vilja eiga samskipti við lögmenn grunaðra í gegnum fjölmiðla og vildi því ekki tjá sig um málið. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, heldur fram sakleysi sínu og neitar að koma til landsins í yfirheyrslur eigi hann á hættu að verða handtekinn. Þetta segir einn dýrasti lögmaður Bretlands sem vinnur nú fyrir Sigurð. Honum finnst að sérstakur saksóknari hagi sér eins og John Wayne í kúrekamynd, hann vilji sýna Íslendingum að hann sé harður náungi og geti handtekið fólk. Sigurður Einarsson hefur ráðið breska lögmanninn Ian Burton. Hann annast nú líka mál Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra bankans, sem situr í gæsluvarðhaldi. Sigurður hafði verið boðaður til yfirheyrslu í gær en var beðinn um að flýta komu sinni eftir að Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson voru settir í gæsluvarðhald. Lögmenn Sigurðar svöruðu því með tilboði um að Sigurður myndi mæta til yfirheyrslu ef hann yrði ekki handtekinn. Því tilboði var ekki svarað en þess í stað var gefin út handtökuskipun á Sigurð. Burton segir það alvanalegt að menn í stöðu Sigurðar geri samkomulag af þessu tagi. „Mér sýnist að þessi saksóknari vilji sýna almenningi að hann sé harður maður og geti læst fólk inni," segir Burton. Vandamálið sé hinsvegar að saksóknarinn vilji komast áfram með rannsókn málsins. Það geti hann ekki gert nema með yfirheyrslum. Saksóknarinn hafi sjálfur komið í veg fyrir yfirheyrslur yfir Sigurði. „Þessi saksóknari vill ekki samræður. Hann vill hegða sér eins og John Wayne í kúrekamyndum," segir Burton. Hann segir Sigurð hafa val þrátt fyrir að hann sé með stöðu grunaðs manns. Þetta sé íslensk rannsókn en ekki bresk. Málið líti öðruvísi við verði Sigurður ákærður. „Ef saksóknari vill lyfta símtólinu og tala við mig mun ég sjá til þess að Sigurður fari til Íslands. Ekkert vandamál," segir Burton. Hann segir Sigurð ekki telja sig hafa gert neitt rangt. Það sé því ekki á stefnuskránni hjá Sigurði að koma heim en tilboðið standi enn og sérstökum saksóknara sé frjálst að yfirheyra hann í Bretlandi. Burton segir að hann muni að öllum líkindum aðstoða Gest Jónsson, lögmann Sigurðar hér á landi í málinu. Burton hefur orðspor fyrir að vera einn fremsti lögmaður í Evrópu í fjársvikamálum. „Líklega er ég ekki sá ódýrasti. E.t.v. er ég sá dýrasti en gjaldskrá mín er með þeim hæstu á Englandi," segir Burton. Við þetta er við að bæta að dómsmálaráðherra hefur sagt að sú staðreynd að Íslendingar eigi enn eftir að fullgilda evrópsku handtökuskipunina eigi ekki að hafa áhrif á framsalsbeiðnir líkt og í tilviki Sigurðar. Íslendingar séu aðilar að eldri samningi og því sé framsalssamningur í gildi á milli Íslands og Bretlands. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist ekki vilja eiga samskipti við lögmenn grunaðra í gegnum fjölmiðla og vildi því ekki tjá sig um málið.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira