Segir sérstakan saksóknara hegða sér eins og kúreki Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 15. maí 2010 18:50 Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, heldur fram sakleysi sínu og neitar að koma til landsins í yfirheyrslur eigi hann á hættu að verða handtekinn. Þetta segir einn dýrasti lögmaður Bretlands sem vinnur nú fyrir Sigurð. Honum finnst að sérstakur saksóknari hagi sér eins og John Wayne í kúrekamynd, hann vilji sýna Íslendingum að hann sé harður náungi og geti handtekið fólk. Sigurður Einarsson hefur ráðið breska lögmanninn Ian Burton. Hann annast nú líka mál Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra bankans, sem situr í gæsluvarðhaldi. Sigurður hafði verið boðaður til yfirheyrslu í gær en var beðinn um að flýta komu sinni eftir að Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson voru settir í gæsluvarðhald. Lögmenn Sigurðar svöruðu því með tilboði um að Sigurður myndi mæta til yfirheyrslu ef hann yrði ekki handtekinn. Því tilboði var ekki svarað en þess í stað var gefin út handtökuskipun á Sigurð. Burton segir það alvanalegt að menn í stöðu Sigurðar geri samkomulag af þessu tagi. „Mér sýnist að þessi saksóknari vilji sýna almenningi að hann sé harður maður og geti læst fólk inni," segir Burton. Vandamálið sé hinsvegar að saksóknarinn vilji komast áfram með rannsókn málsins. Það geti hann ekki gert nema með yfirheyrslum. Saksóknarinn hafi sjálfur komið í veg fyrir yfirheyrslur yfir Sigurði. „Þessi saksóknari vill ekki samræður. Hann vill hegða sér eins og John Wayne í kúrekamyndum," segir Burton. Hann segir Sigurð hafa val þrátt fyrir að hann sé með stöðu grunaðs manns. Þetta sé íslensk rannsókn en ekki bresk. Málið líti öðruvísi við verði Sigurður ákærður. „Ef saksóknari vill lyfta símtólinu og tala við mig mun ég sjá til þess að Sigurður fari til Íslands. Ekkert vandamál," segir Burton. Hann segir Sigurð ekki telja sig hafa gert neitt rangt. Það sé því ekki á stefnuskránni hjá Sigurði að koma heim en tilboðið standi enn og sérstökum saksóknara sé frjálst að yfirheyra hann í Bretlandi. Burton segir að hann muni að öllum líkindum aðstoða Gest Jónsson, lögmann Sigurðar hér á landi í málinu. Burton hefur orðspor fyrir að vera einn fremsti lögmaður í Evrópu í fjársvikamálum. „Líklega er ég ekki sá ódýrasti. E.t.v. er ég sá dýrasti en gjaldskrá mín er með þeim hæstu á Englandi," segir Burton. Við þetta er við að bæta að dómsmálaráðherra hefur sagt að sú staðreynd að Íslendingar eigi enn eftir að fullgilda evrópsku handtökuskipunina eigi ekki að hafa áhrif á framsalsbeiðnir líkt og í tilviki Sigurðar. Íslendingar séu aðilar að eldri samningi og því sé framsalssamningur í gildi á milli Íslands og Bretlands. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist ekki vilja eiga samskipti við lögmenn grunaðra í gegnum fjölmiðla og vildi því ekki tjá sig um málið. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, heldur fram sakleysi sínu og neitar að koma til landsins í yfirheyrslur eigi hann á hættu að verða handtekinn. Þetta segir einn dýrasti lögmaður Bretlands sem vinnur nú fyrir Sigurð. Honum finnst að sérstakur saksóknari hagi sér eins og John Wayne í kúrekamynd, hann vilji sýna Íslendingum að hann sé harður náungi og geti handtekið fólk. Sigurður Einarsson hefur ráðið breska lögmanninn Ian Burton. Hann annast nú líka mál Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra bankans, sem situr í gæsluvarðhaldi. Sigurður hafði verið boðaður til yfirheyrslu í gær en var beðinn um að flýta komu sinni eftir að Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson voru settir í gæsluvarðhald. Lögmenn Sigurðar svöruðu því með tilboði um að Sigurður myndi mæta til yfirheyrslu ef hann yrði ekki handtekinn. Því tilboði var ekki svarað en þess í stað var gefin út handtökuskipun á Sigurð. Burton segir það alvanalegt að menn í stöðu Sigurðar geri samkomulag af þessu tagi. „Mér sýnist að þessi saksóknari vilji sýna almenningi að hann sé harður maður og geti læst fólk inni," segir Burton. Vandamálið sé hinsvegar að saksóknarinn vilji komast áfram með rannsókn málsins. Það geti hann ekki gert nema með yfirheyrslum. Saksóknarinn hafi sjálfur komið í veg fyrir yfirheyrslur yfir Sigurði. „Þessi saksóknari vill ekki samræður. Hann vill hegða sér eins og John Wayne í kúrekamyndum," segir Burton. Hann segir Sigurð hafa val þrátt fyrir að hann sé með stöðu grunaðs manns. Þetta sé íslensk rannsókn en ekki bresk. Málið líti öðruvísi við verði Sigurður ákærður. „Ef saksóknari vill lyfta símtólinu og tala við mig mun ég sjá til þess að Sigurður fari til Íslands. Ekkert vandamál," segir Burton. Hann segir Sigurð ekki telja sig hafa gert neitt rangt. Það sé því ekki á stefnuskránni hjá Sigurði að koma heim en tilboðið standi enn og sérstökum saksóknara sé frjálst að yfirheyra hann í Bretlandi. Burton segir að hann muni að öllum líkindum aðstoða Gest Jónsson, lögmann Sigurðar hér á landi í málinu. Burton hefur orðspor fyrir að vera einn fremsti lögmaður í Evrópu í fjársvikamálum. „Líklega er ég ekki sá ódýrasti. E.t.v. er ég sá dýrasti en gjaldskrá mín er með þeim hæstu á Englandi," segir Burton. Við þetta er við að bæta að dómsmálaráðherra hefur sagt að sú staðreynd að Íslendingar eigi enn eftir að fullgilda evrópsku handtökuskipunina eigi ekki að hafa áhrif á framsalsbeiðnir líkt og í tilviki Sigurðar. Íslendingar séu aðilar að eldri samningi og því sé framsalssamningur í gildi á milli Íslands og Bretlands. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist ekki vilja eiga samskipti við lögmenn grunaðra í gegnum fjölmiðla og vildi því ekki tjá sig um málið.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira