Þórólfur Árna: „Ósmekklegt og taktlaust“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. ágúst 2010 11:57 Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri og fyrrverandi forstjóri Skýrr og Tals. Hann er ósáttur við ráðningarferli stjórnar Íslandsstofu um starf framkvæmdastjóra stofnunarinnar og segir það leikrit. Nýráðinn framkvæmdastjóri Íslandsstofu skrifaði blaðagrein og titlaði sig framkvæmdastjóra stofnunarinnar áður en umsóknarfrestur um starfið var runninn út. Þórólfur Árnason, einn umsækjenda, segir umsóknarferlið leikrit og segir að stjórnarformaður Íslandsstofu kunni ekki að fara með opinbert fé. Jón Ásbergsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Íslandsstofu, var áður framkvæmdastjóri Útflutningsráðs. Íslandsstofa tók til starfa hinn 1. júlí en í stofnuninni sameinast starfsemi Útflutningsráðs, Fjárfestingarstofu og erlent markaðsstarf Ferðamálastofu. Hvað er það við ráðningarferlið sem þú ert ósáttur við? „Það er kannski fyrst og fremst, það sem kemur á óvart, að stjórnarformaðurinn lýsir því yfir að það sé ekki nóg að uppfylla hæfnisskilyrði til þess að fá viðtal um starfið. Þetta virðist líta út fyrir að maðurinn (Friðrik Pálsson innsk.blm) kunni ekki að fara með opinbert fé því að tekjustofn Íslandsstofu er markaðsgjald sem lagt er á gjaldstofn til greiðslu tryggingargjalds. Þ.a.l er þetta opinbert fé sem er verið að fara með og menn geta ekki valsað um þetta eins og þetta sé einkafyrirtæki. Síðan er allt ferlið sett upp þannig að maður veltir því fyrir sér að ráðningarferlið hafi verið leikrit," segir Þórólfur. Þórólfur er þarna að vísa til þess að aðeins 2 umsækjendur hafi verið boðaðir í viðtöl og að nýráðinn framkvæmdastjóri hafi skrifað blaðagrein áður en umsóknarfrestur rann út og titlað sig starfandi framkvæmdastjóra Íslandsstofu. Þórólfur segist vita til þess að einstaklingur hafi ákveðið að sækja ekki um eftir að Jón skrifaði umrædda grein. „Það er mjög ósmekklegt og taktlaust að áður en ráðið er í stöðu titli einhver sig sem starfandi í þeirri stöðu," segir Þórólfur. En er sá sem var ráðinn eitthvað minna hæfur en þú til að stýra þessu? „Ja, ég vil bara sjá það hæfnismat sem liggur á bak við það. Og það er ekki boðlegt að formaður stjórnar, Friðrik Pálsson, segi hreint út að það sé ekki nóg að uppfylla hæfnisskilyrði til að fá viðtal. Þurfa menn að vera persónulegir vinir hans?" segir Þórólfur. Hann segist vera að skoða stöðu sína þegar hann er spurður hvort hann hyggist óska eftir rökstuðningi fyrir ráðningu Jóns. Þórólfur segist hafa lagt fram lista með 25 aðilum úr atvinnulífinu, nánum samstarfsmönnum sínum, og segist hafa fengið veður af því að ekki hafi verið rætt við neinn þeirra. Tengsl Jóns Ásbergssonar og Friðriks Pálssonar eru til staðar, en lausleg könnun fréttastofu leiddi í ljós að þeir hafa starfað saman m.a á vettvangi Útflutningsráðs um árabil og verið í úthlutunarnefnd útflutningsverðlauna forseta Íslands. Þá hafa þeir starfað saman í Rótarýklúbbi Reykjavíkur. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Nýráðinn framkvæmdastjóri Íslandsstofu skrifaði blaðagrein og titlaði sig framkvæmdastjóra stofnunarinnar áður en umsóknarfrestur um starfið var runninn út. Þórólfur Árnason, einn umsækjenda, segir umsóknarferlið leikrit og segir að stjórnarformaður Íslandsstofu kunni ekki að fara með opinbert fé. Jón Ásbergsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Íslandsstofu, var áður framkvæmdastjóri Útflutningsráðs. Íslandsstofa tók til starfa hinn 1. júlí en í stofnuninni sameinast starfsemi Útflutningsráðs, Fjárfestingarstofu og erlent markaðsstarf Ferðamálastofu. Hvað er það við ráðningarferlið sem þú ert ósáttur við? „Það er kannski fyrst og fremst, það sem kemur á óvart, að stjórnarformaðurinn lýsir því yfir að það sé ekki nóg að uppfylla hæfnisskilyrði til þess að fá viðtal um starfið. Þetta virðist líta út fyrir að maðurinn (Friðrik Pálsson innsk.blm) kunni ekki að fara með opinbert fé því að tekjustofn Íslandsstofu er markaðsgjald sem lagt er á gjaldstofn til greiðslu tryggingargjalds. Þ.a.l er þetta opinbert fé sem er verið að fara með og menn geta ekki valsað um þetta eins og þetta sé einkafyrirtæki. Síðan er allt ferlið sett upp þannig að maður veltir því fyrir sér að ráðningarferlið hafi verið leikrit," segir Þórólfur. Þórólfur er þarna að vísa til þess að aðeins 2 umsækjendur hafi verið boðaðir í viðtöl og að nýráðinn framkvæmdastjóri hafi skrifað blaðagrein áður en umsóknarfrestur rann út og titlað sig starfandi framkvæmdastjóra Íslandsstofu. Þórólfur segist vita til þess að einstaklingur hafi ákveðið að sækja ekki um eftir að Jón skrifaði umrædda grein. „Það er mjög ósmekklegt og taktlaust að áður en ráðið er í stöðu titli einhver sig sem starfandi í þeirri stöðu," segir Þórólfur. En er sá sem var ráðinn eitthvað minna hæfur en þú til að stýra þessu? „Ja, ég vil bara sjá það hæfnismat sem liggur á bak við það. Og það er ekki boðlegt að formaður stjórnar, Friðrik Pálsson, segi hreint út að það sé ekki nóg að uppfylla hæfnisskilyrði til að fá viðtal. Þurfa menn að vera persónulegir vinir hans?" segir Þórólfur. Hann segist vera að skoða stöðu sína þegar hann er spurður hvort hann hyggist óska eftir rökstuðningi fyrir ráðningu Jóns. Þórólfur segist hafa lagt fram lista með 25 aðilum úr atvinnulífinu, nánum samstarfsmönnum sínum, og segist hafa fengið veður af því að ekki hafi verið rætt við neinn þeirra. Tengsl Jóns Ásbergssonar og Friðriks Pálssonar eru til staðar, en lausleg könnun fréttastofu leiddi í ljós að þeir hafa starfað saman m.a á vettvangi Útflutningsráðs um árabil og verið í úthlutunarnefnd útflutningsverðlauna forseta Íslands. Þá hafa þeir starfað saman í Rótarýklúbbi Reykjavíkur.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira