Linda Björg: Kjóll Birtu fer vel við litarhaft Heru 25. maí 2010 11:30 Linda Björg Árnadóttir er almennt sátt með kjól Heru Bjarkar sem hún hyggst klæðast í Eurovision. Hún segir hann klassískan og betri en sá sem Jóhanna Guðrún var í Moskvu í fyrra. „Mér finnst þessi kjóll í heildina betur heppnaður heldur en kjóllinn í fyrra," segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands. Fréttablaðið leitaði eftir áliti hennar á kjólnum sem Hera Björk hyggst klæðast í Eurovision-keppninni í kvöld en hann er hannaður af Birtu Björnsdóttur. Linda bætir því við að kjóllinn í ár og kjóllinn í fyrra séu engu að síður svipaðir. Eins og frægt er orðið áttu Linda og Birta í hörðum orðaskiptum eftir úrslitaþátt Eurovision-keppninnar hér á landi þar sem fagstjórinn gagnrýndi kjóla kynnanna, þeirra Ragnhildar Steinunnar og Evu Maríu Jónsdóttur, harðlega. Jóhanna Guðrún í kjólnum frá Andersen & Lauth. Linda er hins vegar nokkuð sátt með þennan kjól. Hún segir að sér þyki hann töluvert mikið betri en bingó-vængjakjóllinn sem söngkonan hafi klæðst þegar lagið sigraði hér á landi. „Hugmyndin er klassísk, það er ekkert nýtt þar á ferð. Við höfum öll séð svipaða kjóla en þá má gera vel eða illa. Formið á kjólnum er nokkuð vel heppnað. Kjóllinn mótar Heru en hún ekki kjólinn," segir Linda og bætir því við að liturinn á kjólnum sé góður. „Hann fer vel við hennar litarhaft og hár og er þroskaður og án tilgerðar. Þá meina ég að hann er í samræmi við söngkonuna og hennar persónuleika." Linda segir að ermarnar séu einnig nokkuð vel heppnaðar, það komi vel út að hafa þær þröngar að ofan en víðari að neðan án þess að vera útvíðar. „Þetta grennir handleggina." Linda Björg Árnadóttir. Linda segir erfitt að dæma efnið út frá myndunum. „Ég vona bara að þetta sé silki en ekki pólýester. Það sést best á því hversu þungt pilsið er og hvernig það hreyfist." Linda segir einnig erfitt að dæma í blómaskreytinguna sem sé á toppi kjólsins. „Miðað við það sem ég sé hefði verið hægt að gera hana betur og miða þá við að hún þarf að sjást vel úr fjarlægð." Linda er ósáttust við faldinn. Frágangurinn á honum sé ekki nægjanlega góður. „Ég held að það hefði verið góð hugmynd að hafa hann alveg síðan þannig að ekki sæist í skóna, það hefði látið hana líta út fyrir að vera bæði hávaxnari og grennri," segir Linda. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
„Mér finnst þessi kjóll í heildina betur heppnaður heldur en kjóllinn í fyrra," segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands. Fréttablaðið leitaði eftir áliti hennar á kjólnum sem Hera Björk hyggst klæðast í Eurovision-keppninni í kvöld en hann er hannaður af Birtu Björnsdóttur. Linda bætir því við að kjóllinn í ár og kjóllinn í fyrra séu engu að síður svipaðir. Eins og frægt er orðið áttu Linda og Birta í hörðum orðaskiptum eftir úrslitaþátt Eurovision-keppninnar hér á landi þar sem fagstjórinn gagnrýndi kjóla kynnanna, þeirra Ragnhildar Steinunnar og Evu Maríu Jónsdóttur, harðlega. Jóhanna Guðrún í kjólnum frá Andersen & Lauth. Linda er hins vegar nokkuð sátt með þennan kjól. Hún segir að sér þyki hann töluvert mikið betri en bingó-vængjakjóllinn sem söngkonan hafi klæðst þegar lagið sigraði hér á landi. „Hugmyndin er klassísk, það er ekkert nýtt þar á ferð. Við höfum öll séð svipaða kjóla en þá má gera vel eða illa. Formið á kjólnum er nokkuð vel heppnað. Kjóllinn mótar Heru en hún ekki kjólinn," segir Linda og bætir því við að liturinn á kjólnum sé góður. „Hann fer vel við hennar litarhaft og hár og er þroskaður og án tilgerðar. Þá meina ég að hann er í samræmi við söngkonuna og hennar persónuleika." Linda segir að ermarnar séu einnig nokkuð vel heppnaðar, það komi vel út að hafa þær þröngar að ofan en víðari að neðan án þess að vera útvíðar. „Þetta grennir handleggina." Linda Björg Árnadóttir. Linda segir erfitt að dæma efnið út frá myndunum. „Ég vona bara að þetta sé silki en ekki pólýester. Það sést best á því hversu þungt pilsið er og hvernig það hreyfist." Linda segir einnig erfitt að dæma í blómaskreytinguna sem sé á toppi kjólsins. „Miðað við það sem ég sé hefði verið hægt að gera hana betur og miða þá við að hún þarf að sjást vel úr fjarlægð." Linda er ósáttust við faldinn. Frágangurinn á honum sé ekki nægjanlega góður. „Ég held að það hefði verið góð hugmynd að hafa hann alveg síðan þannig að ekki sæist í skóna, það hefði látið hana líta út fyrir að vera bæði hávaxnari og grennri," segir Linda. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira