Innlent

Forseti Íslands afhendir safnaverðlaunin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir safnaverðlaunin í dag. Mynd/ GVA.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir safnaverðlaunin í dag. Mynd/ GVA.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun í dag afhenda Íslensku safnaverðlaunin við hátíðlega athöfn sem hefst á Bessastöðum klukkan þrjú. Í ár eru Byggðasafn Skagfirðinga að Glaumbæ, Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og Nýlistasafnið tilnefnd til verðlaunanna.

Það eru Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna og Félag íslenskra safna og safnmanna sem standa saman að Íslensku safnaverðlaununum sem veitt eru annað hvert ár safni sem með starfsemi sinni þykir skara fram úr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×