Samfylkingin gerði engar athugasemdir 2007 12. september 2010 14:45 Sturla var samgönguráðherra 1999-2007 og forseti Alþingis 2007-2009. Mynd/Teitur Jónasson Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis, segir að þegar Samfylkingin myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum árið 2007 hafi ráðherrar flokksins ekki gert neinar athugasemdir við stöðu mála hér á landi og þess í stað talið að efnahagsstaða landsins væri sterk og að bankakerfið myndi rétta úr kútunum. Að öðrum kosti hefði stjórnin brugðist strax hart við. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Sturlu til þingmannanefndarinnar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ráðherrum í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar á árunum fyrir hrun var gefinn kostur á að senda þingmannanefndinni athugasemdir, upplýsingar eða svör við niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Á þessum tíma taldi ríkisstjórnin rétt að draga úr veiðum til þess að styrkja fiskistofnana þegar þjóðin hefði efni á því. Þessi ákvörðun var mjög umdeild. Jafnframt voru ríkisútgjöld aukin verulega við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2008," segir Sturla. Að hans mati báru þessar ákvarðanir ekki merki þess að hinir nýju ráðherrar Samfylkingarinnar teldu stöðuna veika eftir 16 ára stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins. „Öðru nær. Þess í stað bentu þessar ákvarðanir eindregið til þess að stjórnvöld hefðu trú á að efnahagsstaðan væri sterk og bankakerfið mundi rétta úr kútnum. Að öðrum kosti hefði ríkisstjórnin sem tók við af þeirri sem undirritaður sat í hlotið að bregðast hart við strax þegar hún tók við," segir Sturla og bætir við að allt stjórnkerfið hafi verið grandalaust allt fram á árið 2008 þegar bankarnir hrundu. Tengdar fréttir Stórefast um hæfi stjórnmálamanna til að dæma vinnufélaga sína Skýrsla þingmannanefndarinnar er of lituð af pólitík og stjórnmálamenn eru ekki sérstaklega vel til þess fallnir að rannsaka sakamál né dæma í þeim. Þetta segir doktor í sagnfræði. 12. september 2010 13:15 Segir Geir þegar hafa axlað ábyrgð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segir að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sé þegar búinn að axla pólitíska ábyrgð á hruninu og því sé engin þörf á því draga hann né aðra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm. 12. september 2010 12:00 Framhaldið í höndum Alþingis „Ég hef áður sagt að ég muni ekkert gera sem geti truflað störf þingsins í þessu mikilvæga máli. Sú yfirlýsing stendur og því mun ég ekki tjá mig um málið opinberlega fyrr en þingið hefur lokið afgreiðslu málsins," segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskiptaráðherra, í yfirlýsingu. Hann segir málið nú í höndum Alþingis. 12. september 2010 12:40 Geir Haarde: Mér var vísvitandi sagt ósatt „Ég hef varið mörgum árum í störf á vettvangi stjórnmála og kynnst þar mörgu fólki. En ég hef ekki átt því að venjast að mér sé vísvitandi sagt ósatt um mikilvæg mál hvað þá að málsmetandi ábyrgðarmenn stórra fyrirtækja geri sig seka um slíkt gagnvart forsætisráðherra,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Slíku hafði ég ekki kynnt fyrr en í aðdraganda bankahrunsins og gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á. Erfitt er að þurfa að sætta sig við slíka framkomu,“ segir Geir. 12. september 2010 10:21 Geir Haarde: Ég er ekki hræddur „Niðurstaða meirihluta þingmannanefndar, sem fjallað hefur um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum, veldur mér miklum vonbrigðum. Ég tel að meirihlutinn hafi komist að rangri niðurstöðu,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í yfirlýsingu sem hann fjölmiðlum skömmu fyrir klukkan 12. „Komi til þess að Alþingi samþykkti tillögu um að stefna mér fyrir landsdóm verður það þungbær reynsla en sá sem hefur hreinan skjöld er ekki hræddur við að fá úrlausn sinna mála fyrir óháðum og óvilhöllum dómstóli eins og landsdómi er ætlað að vera.“ 12. september 2010 11:54 Björn og Guðlaugur svöruðu ekki þingmannanefndinni Hvorki Björn Bjarnason né Guðlaugur Þór Þórðarson sáu ástæðu til að svara bréfum þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu Alþingis. Allir ráðherrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fengu send bréf frá nefndinni um miðjan maí þar sem ráðherrunum fyrrverandi var gefinn kostur á senda nefndinni athugasemdir, upplýsingar eða svör við niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 12. september 2010 11:04 Ráðherrarnir gátu ekki komið í veg fyrir hrunið Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir landsdóm leifar af 19. aldar réttarfari og sé þannig úreltur. Hann segir að eftir árið 2006 hafi ekki verið hægt að bjarga bönkunum og því eigi ekki að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðarleysis árið 2008. 12. september 2010 11:41 Björgvin: Ég er ekki fullkominn Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafi setið fjölmarga fundi um um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi ekki verið boðaður á. Björgvin segir að Ingibjörg hefði átt að upplýsa hann um stöðu mála sem rædd hafi verið á umræddum fundum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Björgvins til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Björgvin segist taka ásakanir um vanrækslu mjög alvarlega. 12. september 2010 10:49 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis, segir að þegar Samfylkingin myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum árið 2007 hafi ráðherrar flokksins ekki gert neinar athugasemdir við stöðu mála hér á landi og þess í stað talið að efnahagsstaða landsins væri sterk og að bankakerfið myndi rétta úr kútunum. Að öðrum kosti hefði stjórnin brugðist strax hart við. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Sturlu til þingmannanefndarinnar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ráðherrum í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar á árunum fyrir hrun var gefinn kostur á að senda þingmannanefndinni athugasemdir, upplýsingar eða svör við niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Á þessum tíma taldi ríkisstjórnin rétt að draga úr veiðum til þess að styrkja fiskistofnana þegar þjóðin hefði efni á því. Þessi ákvörðun var mjög umdeild. Jafnframt voru ríkisútgjöld aukin verulega við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2008," segir Sturla. Að hans mati báru þessar ákvarðanir ekki merki þess að hinir nýju ráðherrar Samfylkingarinnar teldu stöðuna veika eftir 16 ára stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins. „Öðru nær. Þess í stað bentu þessar ákvarðanir eindregið til þess að stjórnvöld hefðu trú á að efnahagsstaðan væri sterk og bankakerfið mundi rétta úr kútnum. Að öðrum kosti hefði ríkisstjórnin sem tók við af þeirri sem undirritaður sat í hlotið að bregðast hart við strax þegar hún tók við," segir Sturla og bætir við að allt stjórnkerfið hafi verið grandalaust allt fram á árið 2008 þegar bankarnir hrundu.
Tengdar fréttir Stórefast um hæfi stjórnmálamanna til að dæma vinnufélaga sína Skýrsla þingmannanefndarinnar er of lituð af pólitík og stjórnmálamenn eru ekki sérstaklega vel til þess fallnir að rannsaka sakamál né dæma í þeim. Þetta segir doktor í sagnfræði. 12. september 2010 13:15 Segir Geir þegar hafa axlað ábyrgð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segir að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sé þegar búinn að axla pólitíska ábyrgð á hruninu og því sé engin þörf á því draga hann né aðra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm. 12. september 2010 12:00 Framhaldið í höndum Alþingis „Ég hef áður sagt að ég muni ekkert gera sem geti truflað störf þingsins í þessu mikilvæga máli. Sú yfirlýsing stendur og því mun ég ekki tjá mig um málið opinberlega fyrr en þingið hefur lokið afgreiðslu málsins," segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskiptaráðherra, í yfirlýsingu. Hann segir málið nú í höndum Alþingis. 12. september 2010 12:40 Geir Haarde: Mér var vísvitandi sagt ósatt „Ég hef varið mörgum árum í störf á vettvangi stjórnmála og kynnst þar mörgu fólki. En ég hef ekki átt því að venjast að mér sé vísvitandi sagt ósatt um mikilvæg mál hvað þá að málsmetandi ábyrgðarmenn stórra fyrirtækja geri sig seka um slíkt gagnvart forsætisráðherra,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Slíku hafði ég ekki kynnt fyrr en í aðdraganda bankahrunsins og gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á. Erfitt er að þurfa að sætta sig við slíka framkomu,“ segir Geir. 12. september 2010 10:21 Geir Haarde: Ég er ekki hræddur „Niðurstaða meirihluta þingmannanefndar, sem fjallað hefur um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum, veldur mér miklum vonbrigðum. Ég tel að meirihlutinn hafi komist að rangri niðurstöðu,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í yfirlýsingu sem hann fjölmiðlum skömmu fyrir klukkan 12. „Komi til þess að Alþingi samþykkti tillögu um að stefna mér fyrir landsdóm verður það þungbær reynsla en sá sem hefur hreinan skjöld er ekki hræddur við að fá úrlausn sinna mála fyrir óháðum og óvilhöllum dómstóli eins og landsdómi er ætlað að vera.“ 12. september 2010 11:54 Björn og Guðlaugur svöruðu ekki þingmannanefndinni Hvorki Björn Bjarnason né Guðlaugur Þór Þórðarson sáu ástæðu til að svara bréfum þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu Alþingis. Allir ráðherrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fengu send bréf frá nefndinni um miðjan maí þar sem ráðherrunum fyrrverandi var gefinn kostur á senda nefndinni athugasemdir, upplýsingar eða svör við niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 12. september 2010 11:04 Ráðherrarnir gátu ekki komið í veg fyrir hrunið Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir landsdóm leifar af 19. aldar réttarfari og sé þannig úreltur. Hann segir að eftir árið 2006 hafi ekki verið hægt að bjarga bönkunum og því eigi ekki að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðarleysis árið 2008. 12. september 2010 11:41 Björgvin: Ég er ekki fullkominn Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafi setið fjölmarga fundi um um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi ekki verið boðaður á. Björgvin segir að Ingibjörg hefði átt að upplýsa hann um stöðu mála sem rædd hafi verið á umræddum fundum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Björgvins til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Björgvin segist taka ásakanir um vanrækslu mjög alvarlega. 12. september 2010 10:49 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Stórefast um hæfi stjórnmálamanna til að dæma vinnufélaga sína Skýrsla þingmannanefndarinnar er of lituð af pólitík og stjórnmálamenn eru ekki sérstaklega vel til þess fallnir að rannsaka sakamál né dæma í þeim. Þetta segir doktor í sagnfræði. 12. september 2010 13:15
Segir Geir þegar hafa axlað ábyrgð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segir að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sé þegar búinn að axla pólitíska ábyrgð á hruninu og því sé engin þörf á því draga hann né aðra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm. 12. september 2010 12:00
Framhaldið í höndum Alþingis „Ég hef áður sagt að ég muni ekkert gera sem geti truflað störf þingsins í þessu mikilvæga máli. Sú yfirlýsing stendur og því mun ég ekki tjá mig um málið opinberlega fyrr en þingið hefur lokið afgreiðslu málsins," segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskiptaráðherra, í yfirlýsingu. Hann segir málið nú í höndum Alþingis. 12. september 2010 12:40
Geir Haarde: Mér var vísvitandi sagt ósatt „Ég hef varið mörgum árum í störf á vettvangi stjórnmála og kynnst þar mörgu fólki. En ég hef ekki átt því að venjast að mér sé vísvitandi sagt ósatt um mikilvæg mál hvað þá að málsmetandi ábyrgðarmenn stórra fyrirtækja geri sig seka um slíkt gagnvart forsætisráðherra,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Slíku hafði ég ekki kynnt fyrr en í aðdraganda bankahrunsins og gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á. Erfitt er að þurfa að sætta sig við slíka framkomu,“ segir Geir. 12. september 2010 10:21
Geir Haarde: Ég er ekki hræddur „Niðurstaða meirihluta þingmannanefndar, sem fjallað hefur um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum, veldur mér miklum vonbrigðum. Ég tel að meirihlutinn hafi komist að rangri niðurstöðu,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í yfirlýsingu sem hann fjölmiðlum skömmu fyrir klukkan 12. „Komi til þess að Alþingi samþykkti tillögu um að stefna mér fyrir landsdóm verður það þungbær reynsla en sá sem hefur hreinan skjöld er ekki hræddur við að fá úrlausn sinna mála fyrir óháðum og óvilhöllum dómstóli eins og landsdómi er ætlað að vera.“ 12. september 2010 11:54
Björn og Guðlaugur svöruðu ekki þingmannanefndinni Hvorki Björn Bjarnason né Guðlaugur Þór Þórðarson sáu ástæðu til að svara bréfum þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu Alþingis. Allir ráðherrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fengu send bréf frá nefndinni um miðjan maí þar sem ráðherrunum fyrrverandi var gefinn kostur á senda nefndinni athugasemdir, upplýsingar eða svör við niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 12. september 2010 11:04
Ráðherrarnir gátu ekki komið í veg fyrir hrunið Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir landsdóm leifar af 19. aldar réttarfari og sé þannig úreltur. Hann segir að eftir árið 2006 hafi ekki verið hægt að bjarga bönkunum og því eigi ekki að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðarleysis árið 2008. 12. september 2010 11:41
Björgvin: Ég er ekki fullkominn Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafi setið fjölmarga fundi um um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi ekki verið boðaður á. Björgvin segir að Ingibjörg hefði átt að upplýsa hann um stöðu mála sem rædd hafi verið á umræddum fundum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Björgvins til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Björgvin segist taka ásakanir um vanrækslu mjög alvarlega. 12. september 2010 10:49