Stórefast um hæfi stjórnmálamanna til að dæma vinnufélaga sína 12. september 2010 13:15 Guðni Tj. Jóhannesson, sagnfræðingur, hefur miklar efasemdir um þann þátt í vinnu þingmannanefndarinnar sem snýr að ráðherraábyrgð. Mynd/Arnþór Birkisson Skýrsla þingmannanefndarinnar er of lituð af pólitík og stjórnmálamenn eru ekki sérstaklega vel til þess fallnir að rannsaka sakamál né dæma í þeim. Þetta segir doktor í sagnfræði. Guðni Th. Jóhannesson, sem skrifaði ítarlega bók um Hrunið, aðdraganda þess og eftirmál segir að skýrslu þingmannanefndarinnar sé viðamikil og þar megi finna ýmsar góðar tillögur. Til að mynda um rannsóknir á sparisjóðum og lífeyrissjóðum annars vegar og Seðlabanka og Fjármálaeftirliti hins vegar. Hann leggur til að háskólasamfélagið taki þátt í þeirri vinnu. Guðni hefur hins vegar miklar efasemdir um þann þátt í vinnu þingmannanefndarinnar sem snýr að ráðherraábyrgð. „Ég held að þetta sýni að stjórnmálamenn eru misjafnir og þeim gengur misvel að sinna því sem þeir eiga að sinna. Ég held að þeir séu ekki góðir í rannsókn á meintum sakamálum og verði örugglega ekkert góðir í að dæma í þeim," segir Guðni. Að hans mati á réttvísin að vera blind. „Auðvitað efast menn ekkert um það að þeir sem þarna komast að þeirri niðurstöðu að einhverjir hafi gerst sekir um vítaverða og glæpsamlega vanrækslu hafi reynt að vera algerlega hlutlægir." Guðni segir að málið sé pólitískt. „Auðvitað þykir sömum í Vinstri grænum og Framsókn gott að bendla Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn meira og minna eina við þetta." Þá segir Guðni að í Sjálfstæðisflokknum sé undirliggjandi tilhneiging hjá sumum að láta Geir H. Haarde bera alla ábyrgð. „Í Samfylkingunni eru þeir örugglega til sem þykir gott að Ingibjörg Sólrún og Björgvin lifi í minningunni sem þeir sem klikkuðu frekar en aðrir." Guðni segir jafnframt að Íslendingar þurfi ekki á því að halda í miðri uppbyggingu að pólitík, ákæruvald og dómsniðurstaða blandist saman. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Skýrsla þingmannanefndarinnar er of lituð af pólitík og stjórnmálamenn eru ekki sérstaklega vel til þess fallnir að rannsaka sakamál né dæma í þeim. Þetta segir doktor í sagnfræði. Guðni Th. Jóhannesson, sem skrifaði ítarlega bók um Hrunið, aðdraganda þess og eftirmál segir að skýrslu þingmannanefndarinnar sé viðamikil og þar megi finna ýmsar góðar tillögur. Til að mynda um rannsóknir á sparisjóðum og lífeyrissjóðum annars vegar og Seðlabanka og Fjármálaeftirliti hins vegar. Hann leggur til að háskólasamfélagið taki þátt í þeirri vinnu. Guðni hefur hins vegar miklar efasemdir um þann þátt í vinnu þingmannanefndarinnar sem snýr að ráðherraábyrgð. „Ég held að þetta sýni að stjórnmálamenn eru misjafnir og þeim gengur misvel að sinna því sem þeir eiga að sinna. Ég held að þeir séu ekki góðir í rannsókn á meintum sakamálum og verði örugglega ekkert góðir í að dæma í þeim," segir Guðni. Að hans mati á réttvísin að vera blind. „Auðvitað efast menn ekkert um það að þeir sem þarna komast að þeirri niðurstöðu að einhverjir hafi gerst sekir um vítaverða og glæpsamlega vanrækslu hafi reynt að vera algerlega hlutlægir." Guðni segir að málið sé pólitískt. „Auðvitað þykir sömum í Vinstri grænum og Framsókn gott að bendla Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn meira og minna eina við þetta." Þá segir Guðni að í Sjálfstæðisflokknum sé undirliggjandi tilhneiging hjá sumum að láta Geir H. Haarde bera alla ábyrgð. „Í Samfylkingunni eru þeir örugglega til sem þykir gott að Ingibjörg Sólrún og Björgvin lifi í minningunni sem þeir sem klikkuðu frekar en aðrir." Guðni segir jafnframt að Íslendingar þurfi ekki á því að halda í miðri uppbyggingu að pólitík, ákæruvald og dómsniðurstaða blandist saman.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira