Stórefast um hæfi stjórnmálamanna til að dæma vinnufélaga sína 12. september 2010 13:15 Guðni Tj. Jóhannesson, sagnfræðingur, hefur miklar efasemdir um þann þátt í vinnu þingmannanefndarinnar sem snýr að ráðherraábyrgð. Mynd/Arnþór Birkisson Skýrsla þingmannanefndarinnar er of lituð af pólitík og stjórnmálamenn eru ekki sérstaklega vel til þess fallnir að rannsaka sakamál né dæma í þeim. Þetta segir doktor í sagnfræði. Guðni Th. Jóhannesson, sem skrifaði ítarlega bók um Hrunið, aðdraganda þess og eftirmál segir að skýrslu þingmannanefndarinnar sé viðamikil og þar megi finna ýmsar góðar tillögur. Til að mynda um rannsóknir á sparisjóðum og lífeyrissjóðum annars vegar og Seðlabanka og Fjármálaeftirliti hins vegar. Hann leggur til að háskólasamfélagið taki þátt í þeirri vinnu. Guðni hefur hins vegar miklar efasemdir um þann þátt í vinnu þingmannanefndarinnar sem snýr að ráðherraábyrgð. „Ég held að þetta sýni að stjórnmálamenn eru misjafnir og þeim gengur misvel að sinna því sem þeir eiga að sinna. Ég held að þeir séu ekki góðir í rannsókn á meintum sakamálum og verði örugglega ekkert góðir í að dæma í þeim," segir Guðni. Að hans mati á réttvísin að vera blind. „Auðvitað efast menn ekkert um það að þeir sem þarna komast að þeirri niðurstöðu að einhverjir hafi gerst sekir um vítaverða og glæpsamlega vanrækslu hafi reynt að vera algerlega hlutlægir." Guðni segir að málið sé pólitískt. „Auðvitað þykir sömum í Vinstri grænum og Framsókn gott að bendla Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn meira og minna eina við þetta." Þá segir Guðni að í Sjálfstæðisflokknum sé undirliggjandi tilhneiging hjá sumum að láta Geir H. Haarde bera alla ábyrgð. „Í Samfylkingunni eru þeir örugglega til sem þykir gott að Ingibjörg Sólrún og Björgvin lifi í minningunni sem þeir sem klikkuðu frekar en aðrir." Guðni segir jafnframt að Íslendingar þurfi ekki á því að halda í miðri uppbyggingu að pólitík, ákæruvald og dómsniðurstaða blandist saman. Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Skýrsla þingmannanefndarinnar er of lituð af pólitík og stjórnmálamenn eru ekki sérstaklega vel til þess fallnir að rannsaka sakamál né dæma í þeim. Þetta segir doktor í sagnfræði. Guðni Th. Jóhannesson, sem skrifaði ítarlega bók um Hrunið, aðdraganda þess og eftirmál segir að skýrslu þingmannanefndarinnar sé viðamikil og þar megi finna ýmsar góðar tillögur. Til að mynda um rannsóknir á sparisjóðum og lífeyrissjóðum annars vegar og Seðlabanka og Fjármálaeftirliti hins vegar. Hann leggur til að háskólasamfélagið taki þátt í þeirri vinnu. Guðni hefur hins vegar miklar efasemdir um þann þátt í vinnu þingmannanefndarinnar sem snýr að ráðherraábyrgð. „Ég held að þetta sýni að stjórnmálamenn eru misjafnir og þeim gengur misvel að sinna því sem þeir eiga að sinna. Ég held að þeir séu ekki góðir í rannsókn á meintum sakamálum og verði örugglega ekkert góðir í að dæma í þeim," segir Guðni. Að hans mati á réttvísin að vera blind. „Auðvitað efast menn ekkert um það að þeir sem þarna komast að þeirri niðurstöðu að einhverjir hafi gerst sekir um vítaverða og glæpsamlega vanrækslu hafi reynt að vera algerlega hlutlægir." Guðni segir að málið sé pólitískt. „Auðvitað þykir sömum í Vinstri grænum og Framsókn gott að bendla Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn meira og minna eina við þetta." Þá segir Guðni að í Sjálfstæðisflokknum sé undirliggjandi tilhneiging hjá sumum að láta Geir H. Haarde bera alla ábyrgð. „Í Samfylkingunni eru þeir örugglega til sem þykir gott að Ingibjörg Sólrún og Björgvin lifi í minningunni sem þeir sem klikkuðu frekar en aðrir." Guðni segir jafnframt að Íslendingar þurfi ekki á því að halda í miðri uppbyggingu að pólitík, ákæruvald og dómsniðurstaða blandist saman.
Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira