Bæjarstjórinn hvorki sár né reiður 28. febrúar 2010 16:19 „Félagar mínir eru mun leiðari yfir þessu en ég," segir Gísli sem var ekki meðal sex efstu í prófkjöri sjálfstæðismanna á Akranesi. „Ég á erfitt með að svara því. Aftur á móti er ég hvorki sár né reiður," segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, spurður um úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu en hann var ekki meðal sex efstu. „Félagar mínir eru mun leiðari yfir þessu en ég." Gísli sem ekki er bæjarfulltrúi var ráðinn bæjarstjóri eftir kosningarnar 2006. Hann sóttist eftir þriðja sæti í prófkjörinu sem fór fram í gær. Gísli segir að hann hafi vantað þrjú atkvæði til að ná umræddu sæti. Frambjóðendur í næstu sætum hafi fengið fína kosningu og því hafi hann hrapað niður listann. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, hafnaði í fyrsta sæti en Halldór Jónsson, fjármálstjóri, sóttist einnig eftir oddvitasætinu. „Ég var eini frambjóðandinn sem lýsti yfir stuðningi við Gunnar þannig að stuðningsmenn Halldórs Jónssonar settu ekki atkvæði á karlinn," segir Gísli. „Þetta er ágætlega skipaður listi og það hefði líka verið vesen ef karlar hefðu raðast upp í þrjú efstu sætin. Engu að síður verð ég að viðurkenna að ég varð svolítið undrandi," segir bæjarstjórinn. Gísli fullyrðir að bæjarbúar séu almennt sáttir með störf hans sem bæjarstjóri. Hann njóti stuðnings út fyrir raðir flokksbundinna sjálfstæðismanna. Gísli var um árabil þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn og Samfylkinguna. „Núna klára ég mína vinnu. Henni lýkur samkvæmt samningi við næstu bæjarstjórnarkosningar," segir Gísli. Aðspurður hvort hann vilji starfa áfram sem bæjarstjóri að kosningum loknum segir hann: „Það kemur alveg til greina en það hefur ekki verið rætt." Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bæjarstjóranum á Akranesi hafnað Gísla S. Einarssyni, bæjarstjóra á Akranesi, var hafnað í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu í gær. Hann var ekki meðal sex efstu. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, sigraði prófkjörið. 28. febrúar 2010 10:28 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
„Ég á erfitt með að svara því. Aftur á móti er ég hvorki sár né reiður," segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, spurður um úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu en hann var ekki meðal sex efstu. „Félagar mínir eru mun leiðari yfir þessu en ég." Gísli sem ekki er bæjarfulltrúi var ráðinn bæjarstjóri eftir kosningarnar 2006. Hann sóttist eftir þriðja sæti í prófkjörinu sem fór fram í gær. Gísli segir að hann hafi vantað þrjú atkvæði til að ná umræddu sæti. Frambjóðendur í næstu sætum hafi fengið fína kosningu og því hafi hann hrapað niður listann. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, hafnaði í fyrsta sæti en Halldór Jónsson, fjármálstjóri, sóttist einnig eftir oddvitasætinu. „Ég var eini frambjóðandinn sem lýsti yfir stuðningi við Gunnar þannig að stuðningsmenn Halldórs Jónssonar settu ekki atkvæði á karlinn," segir Gísli. „Þetta er ágætlega skipaður listi og það hefði líka verið vesen ef karlar hefðu raðast upp í þrjú efstu sætin. Engu að síður verð ég að viðurkenna að ég varð svolítið undrandi," segir bæjarstjórinn. Gísli fullyrðir að bæjarbúar séu almennt sáttir með störf hans sem bæjarstjóri. Hann njóti stuðnings út fyrir raðir flokksbundinna sjálfstæðismanna. Gísli var um árabil þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn og Samfylkinguna. „Núna klára ég mína vinnu. Henni lýkur samkvæmt samningi við næstu bæjarstjórnarkosningar," segir Gísli. Aðspurður hvort hann vilji starfa áfram sem bæjarstjóri að kosningum loknum segir hann: „Það kemur alveg til greina en það hefur ekki verið rætt."
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bæjarstjóranum á Akranesi hafnað Gísla S. Einarssyni, bæjarstjóra á Akranesi, var hafnað í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu í gær. Hann var ekki meðal sex efstu. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, sigraði prófkjörið. 28. febrúar 2010 10:28 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Bæjarstjóranum á Akranesi hafnað Gísla S. Einarssyni, bæjarstjóra á Akranesi, var hafnað í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu í gær. Hann var ekki meðal sex efstu. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, sigraði prófkjörið. 28. febrúar 2010 10:28