Bæjarstjórinn hvorki sár né reiður 28. febrúar 2010 16:19 „Félagar mínir eru mun leiðari yfir þessu en ég," segir Gísli sem var ekki meðal sex efstu í prófkjöri sjálfstæðismanna á Akranesi. „Ég á erfitt með að svara því. Aftur á móti er ég hvorki sár né reiður," segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, spurður um úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu en hann var ekki meðal sex efstu. „Félagar mínir eru mun leiðari yfir þessu en ég." Gísli sem ekki er bæjarfulltrúi var ráðinn bæjarstjóri eftir kosningarnar 2006. Hann sóttist eftir þriðja sæti í prófkjörinu sem fór fram í gær. Gísli segir að hann hafi vantað þrjú atkvæði til að ná umræddu sæti. Frambjóðendur í næstu sætum hafi fengið fína kosningu og því hafi hann hrapað niður listann. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, hafnaði í fyrsta sæti en Halldór Jónsson, fjármálstjóri, sóttist einnig eftir oddvitasætinu. „Ég var eini frambjóðandinn sem lýsti yfir stuðningi við Gunnar þannig að stuðningsmenn Halldórs Jónssonar settu ekki atkvæði á karlinn," segir Gísli. „Þetta er ágætlega skipaður listi og það hefði líka verið vesen ef karlar hefðu raðast upp í þrjú efstu sætin. Engu að síður verð ég að viðurkenna að ég varð svolítið undrandi," segir bæjarstjórinn. Gísli fullyrðir að bæjarbúar séu almennt sáttir með störf hans sem bæjarstjóri. Hann njóti stuðnings út fyrir raðir flokksbundinna sjálfstæðismanna. Gísli var um árabil þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn og Samfylkinguna. „Núna klára ég mína vinnu. Henni lýkur samkvæmt samningi við næstu bæjarstjórnarkosningar," segir Gísli. Aðspurður hvort hann vilji starfa áfram sem bæjarstjóri að kosningum loknum segir hann: „Það kemur alveg til greina en það hefur ekki verið rætt." Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bæjarstjóranum á Akranesi hafnað Gísla S. Einarssyni, bæjarstjóra á Akranesi, var hafnað í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu í gær. Hann var ekki meðal sex efstu. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, sigraði prófkjörið. 28. febrúar 2010 10:28 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
„Ég á erfitt með að svara því. Aftur á móti er ég hvorki sár né reiður," segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, spurður um úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu en hann var ekki meðal sex efstu. „Félagar mínir eru mun leiðari yfir þessu en ég." Gísli sem ekki er bæjarfulltrúi var ráðinn bæjarstjóri eftir kosningarnar 2006. Hann sóttist eftir þriðja sæti í prófkjörinu sem fór fram í gær. Gísli segir að hann hafi vantað þrjú atkvæði til að ná umræddu sæti. Frambjóðendur í næstu sætum hafi fengið fína kosningu og því hafi hann hrapað niður listann. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, hafnaði í fyrsta sæti en Halldór Jónsson, fjármálstjóri, sóttist einnig eftir oddvitasætinu. „Ég var eini frambjóðandinn sem lýsti yfir stuðningi við Gunnar þannig að stuðningsmenn Halldórs Jónssonar settu ekki atkvæði á karlinn," segir Gísli. „Þetta er ágætlega skipaður listi og það hefði líka verið vesen ef karlar hefðu raðast upp í þrjú efstu sætin. Engu að síður verð ég að viðurkenna að ég varð svolítið undrandi," segir bæjarstjórinn. Gísli fullyrðir að bæjarbúar séu almennt sáttir með störf hans sem bæjarstjóri. Hann njóti stuðnings út fyrir raðir flokksbundinna sjálfstæðismanna. Gísli var um árabil þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn og Samfylkinguna. „Núna klára ég mína vinnu. Henni lýkur samkvæmt samningi við næstu bæjarstjórnarkosningar," segir Gísli. Aðspurður hvort hann vilji starfa áfram sem bæjarstjóri að kosningum loknum segir hann: „Það kemur alveg til greina en það hefur ekki verið rætt."
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bæjarstjóranum á Akranesi hafnað Gísla S. Einarssyni, bæjarstjóra á Akranesi, var hafnað í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu í gær. Hann var ekki meðal sex efstu. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, sigraði prófkjörið. 28. febrúar 2010 10:28 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Bæjarstjóranum á Akranesi hafnað Gísla S. Einarssyni, bæjarstjóra á Akranesi, var hafnað í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu í gær. Hann var ekki meðal sex efstu. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, sigraði prófkjörið. 28. febrúar 2010 10:28