Segir Guðmund hafa vakið ótta og kvíða 26. júní 2010 18:43 Forstjóri Barnaverndarstofu segir forstöðumann Götusmiðjunnar hafa með framkomu sinni vakið ótta og kvíða meðal þeirra barna sem þar voru í vistun, en smiðjunni var lokað í gær. Forstöðumaðurinn hafnar því og segir forstjórann ganga of hart fram, eðlilegra hefði verið að veita sér áminningu. Götusmiðjunni var lokað í gær og ungmenni sem þar voru í vistun voru fjarlægð. Bragi Guðbrandsson segir að málið eigi sér nokkurn aðdraganda. Ekki hafi náðst nægilega mikill árangur af starfinu á heimilinu. Bragi segir að innan við þriðjungur vistmenna hafi lokið við lágmarks tíma í sinni meðferð og segir hann að þau vandamál megi rekja til slakrar stjórnunar. Ákveðinn vendipunktur hafi síðan orðið sem hafi réttlætt lokun heimilisins. Að sögn Braga upplýstust í viðtölum við börn og starfsfólk ákveðin mál sem litin hafi verið mjög alvarlegum augum. Bragi er þarna að vísa til atviks sem átti sér stað á fundi sem Guðmundur átti með börnum sem voru í vistun hjá Götusmiðjun, en Bragi segir að Guðmundir hafi sagt hluti við börnin sem hafi valdið hjá þeim kvíða og vanlíðan. Guðmundur þvertekur fyrir þetta og segist hafa sagt glaðhlakkanlega að fyrr á árum hafi menn verið hnébrotnir virtu þeir ekki trúnað. Guðmundur segir að börnin tali götumál og það sem hann hafi sagt á fundinum hafi bara verið til þess að árétta trúnað. Í öllu falli segir Guðmundur að rétt viðbrögð Braga við þeim ummælum hefðu verið að áminna hann með einhverjum hætti en ekki að rjúka til og loka heimilinu. Götusmiðjan fær á annað hundrað milljónir króna á ári frá Barnaverndarstofu. Aðspurður segist Guðmundur vera með sex hundruð þúsund krónur í mánaðarlaun hjá Götusmiðjunni, en Bragi Guðbrandsson segir að Guðmundur hafi lengi ekki verið starfandi á heimilinu heldur aðeins komið þangað af og til og gefið starfsmönnum fyrirmæli. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Forstjóri Barnaverndarstofu segir forstöðumann Götusmiðjunnar hafa með framkomu sinni vakið ótta og kvíða meðal þeirra barna sem þar voru í vistun, en smiðjunni var lokað í gær. Forstöðumaðurinn hafnar því og segir forstjórann ganga of hart fram, eðlilegra hefði verið að veita sér áminningu. Götusmiðjunni var lokað í gær og ungmenni sem þar voru í vistun voru fjarlægð. Bragi Guðbrandsson segir að málið eigi sér nokkurn aðdraganda. Ekki hafi náðst nægilega mikill árangur af starfinu á heimilinu. Bragi segir að innan við þriðjungur vistmenna hafi lokið við lágmarks tíma í sinni meðferð og segir hann að þau vandamál megi rekja til slakrar stjórnunar. Ákveðinn vendipunktur hafi síðan orðið sem hafi réttlætt lokun heimilisins. Að sögn Braga upplýstust í viðtölum við börn og starfsfólk ákveðin mál sem litin hafi verið mjög alvarlegum augum. Bragi er þarna að vísa til atviks sem átti sér stað á fundi sem Guðmundur átti með börnum sem voru í vistun hjá Götusmiðjun, en Bragi segir að Guðmundir hafi sagt hluti við börnin sem hafi valdið hjá þeim kvíða og vanlíðan. Guðmundur þvertekur fyrir þetta og segist hafa sagt glaðhlakkanlega að fyrr á árum hafi menn verið hnébrotnir virtu þeir ekki trúnað. Guðmundur segir að börnin tali götumál og það sem hann hafi sagt á fundinum hafi bara verið til þess að árétta trúnað. Í öllu falli segir Guðmundur að rétt viðbrögð Braga við þeim ummælum hefðu verið að áminna hann með einhverjum hætti en ekki að rjúka til og loka heimilinu. Götusmiðjan fær á annað hundrað milljónir króna á ári frá Barnaverndarstofu. Aðspurður segist Guðmundur vera með sex hundruð þúsund krónur í mánaðarlaun hjá Götusmiðjunni, en Bragi Guðbrandsson segir að Guðmundur hafi lengi ekki verið starfandi á heimilinu heldur aðeins komið þangað af og til og gefið starfsmönnum fyrirmæli.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira