Finnst staða kvenna hafa versnað 23. október 2010 12:00 Þórhildur Þorleifsdóttir vinnur að nýju kvennaframboði. Mynd/ Stefán. Staða kvenna á Íslandi hefur versnað undanfarin ár, segir Þórhildur Þorleifsdóttir, fyrrverandi þingmaður Kvennalistans. Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, tók Þórhildi tali í tilefni af kvennafrídeginum sem er á mánudag. Þórhildur segir í viðtalinu að þó að staða kvenna hafi ekki versnað lagalega, hafi hún versnað ímyndarlega. „Bæði þá sjálfsmynd kvenna og hugmyndir samfélagsins um konur sem mér finnst hafa stórversnað. Ég er viss um að þessi klám- og kynlífsvæðing hefur haft geigvænlegar afleiðingar en það er búið að breiða einhverja frjálslyndisblæju yfir það þannig að það er erfitt að tala um þetta án þess að hægt sé að skella því fram að maður sé fordómafullur eða þori ekki að vera kynvera eða vilji hafa vit fyrir fólki. En við getum þvert á móti sagt að klám- og kynlífsvæðingin sé einmitt að hafa vit fyrir fólki. Sætta það við ofbeldi því klám er ofbeldisfullt. Það birtist fyrst og fremst í ofbeldi gegn konum og reynt er að láta líta út eins og konur vilji og njóti ofbeldis," segir Þórhildur. Það hafi verið látið að því liggja að konur vilji hreinlega láta pynta sig. Þær fái út úr því kynferðislega ánægju að lúta ofbeldi. „Þetta er rosalega alvarlegt," segir Þórhildur. Þórhildur er einnig hugsi yfir þætti fjölmiðla. Þeir haldi útlitsdýrkun mjög á lofti og ýti undir staðalmyndir af konum. Hún nefnir í því samhengi myndir af fáklæddum konum, oft með afmynduð silíkonbrjóst, í blöðum og á netinu. Einnig segist hún undrandi á útlitsdýrkuninni í sjónvarpi. Allar konur þurfa að vera ungar og sætar sem þar vinna. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Staða kvenna á Íslandi hefur versnað undanfarin ár, segir Þórhildur Þorleifsdóttir, fyrrverandi þingmaður Kvennalistans. Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, tók Þórhildi tali í tilefni af kvennafrídeginum sem er á mánudag. Þórhildur segir í viðtalinu að þó að staða kvenna hafi ekki versnað lagalega, hafi hún versnað ímyndarlega. „Bæði þá sjálfsmynd kvenna og hugmyndir samfélagsins um konur sem mér finnst hafa stórversnað. Ég er viss um að þessi klám- og kynlífsvæðing hefur haft geigvænlegar afleiðingar en það er búið að breiða einhverja frjálslyndisblæju yfir það þannig að það er erfitt að tala um þetta án þess að hægt sé að skella því fram að maður sé fordómafullur eða þori ekki að vera kynvera eða vilji hafa vit fyrir fólki. En við getum þvert á móti sagt að klám- og kynlífsvæðingin sé einmitt að hafa vit fyrir fólki. Sætta það við ofbeldi því klám er ofbeldisfullt. Það birtist fyrst og fremst í ofbeldi gegn konum og reynt er að láta líta út eins og konur vilji og njóti ofbeldis," segir Þórhildur. Það hafi verið látið að því liggja að konur vilji hreinlega láta pynta sig. Þær fái út úr því kynferðislega ánægju að lúta ofbeldi. „Þetta er rosalega alvarlegt," segir Þórhildur. Þórhildur er einnig hugsi yfir þætti fjölmiðla. Þeir haldi útlitsdýrkun mjög á lofti og ýti undir staðalmyndir af konum. Hún nefnir í því samhengi myndir af fáklæddum konum, oft með afmynduð silíkonbrjóst, í blöðum og á netinu. Einnig segist hún undrandi á útlitsdýrkuninni í sjónvarpi. Allar konur þurfa að vera ungar og sætar sem þar vinna.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira