Íslenski boltinn

Sjáðu glæsimörk Eyjamanna í endurkomunni gegn Val - myndband

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Eyjamenn tróna einir á toppi Pepsi-deildar karla eftir leiki helgarinnar. Þeir unnu Val 3-1 í Eyjum eftir að hafa lent undir en öll mörk liðsins, og reyndar leiksins, voru glæsileg. Nú er hægt að sjá mörkin hér á Vísi.

Valsmenn komust yfir en Tryggvi Guðmundsson kom að því marki auk þess sem hann skoraði tvö mörk í leiknum.

Aukaspyrna Baldurs Aðalsteinssonar fór af Tryggva og í samskeytin.

Endurkoma ÍBV hófst á 54. mínútu þegar Danien Justin Warlem skoraði með þrumuskoti en þremur mínútum síðar skoraði Tryggvi fyrra mark sitt, einnig með glæsilegu skoti utan teigs.

Tryggvi skoraði svo þriðja markið úr víti, einkar faglega skotið af punktinum, ellefu mínútum fyrir leikslok.

Smelltu hér til að fara í Brot af því besta hornið og sjáðu þar mörkin úr leik ÍBV og Vals ásamt öllum öðrum mörkum deildarinnar í sumar.




Tengdar fréttir

Gunnlaugur: Erum að missa þetta niður í seinni hálfleikjunum

Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ekki nógu ánægður með sína menn í seinni hálfleik í tapin á móti ÍBV í Eyjum en þetta er í annað skiptið í röð þar sem Valsmenn ná ekki að halda forskoti í seinni hálfleik.

Umfjöllun: Danien Justin Warlem breytti leiknum fyrir Eyjamenn

Eyjamenn eru komnir á toppinn í nokkra klukkutíma að minnsta kosti eftir 3-1 sigur á Valsmönnum á Hásteinsvellinum í Eyjum í dag. Suður-Afríkumaðurinn Danien Justin Warlem kom inn á sem varamaður í hálfleik og breytti leiknum fyrir Eyjamenn en Tryggvi Guðmundsson var með tvennu í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×