Íslenski boltinn

Tryggvi: Ég átti að þruma á markið í seinni hálfleik

Valur Smári Heimisson skrifar
Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson. Mynd/Vilhelm
Tryggvi Guðmundsson átti stórleik hjá ÍBV í dag og tryggði Eyjaliðinu góðan sigur á Valsmönnum með tveimur glæsilegum mörkum.

„Mér fannst við nú vera betri svona heilt yfir. Þeir gera þarna gott mark en það var pínu heppnisstimpill yfir því. Albert er hugsanlega með þann bolta en boltinn snertir mig í veggnum og fer þaðan bara skeytin inn. Annars fannst mér við skapa okkur góð færi á móti vindinum en auðvitað vorum við ekki sáttir við að vera hérna 0ö1 undir í hálfleik og við gerðum því taktískar breytingar," sagði Tryggvi.

„Við gerðum tvær skiptingar og vorum með smá færslur á mönnum í hálfleik. Þar á meðal fer ég yfir á hægri kantinn svo að ég gæti komið inn að markinu og þrumað á markið. Það gerðu ég svo aldeilis." Sagði Tryggvi sáttur að leik loknum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×