Stjórnvöld styrki stjórnsýslu 10. nóvember 2010 02:00 Framvinda Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, kynnti fyrstu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar sambandsins í gær.Fréttablaðið/Valli Fyrstu mánuðirnir af aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið hafa gengið vel, og ekkert óvænt komið upp, segir Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Hann kynnti fyrstu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um Ísland í gær. „Eins og áður hefur komið fram uppfyllir Ísland öll pólitísk skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið, en við hvetjum samt til þess að bætt verði úr ákveðnum atriðum og bendum einnig á jákvæða þróun sem orðið hefur í ákveðnum málaflokkum í skýrslunni,“ segir Summa í samtali við Fréttablaðið. Meðal þess sem bent er á í skýrslunni er að styrkja þurfi stjórnsýsluna, til dæmis hvað varðar opinber innkaup, eftirlit með fjármálageiranum, tollamál og fleira. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar segir að margt af því sem fram komi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um vankanta á íslenskri stjórnsýslu hafi þegar verið tekið til umfjöllunar hjá stjórnvöldum. Önnur atriði bíði. Summa segir að meðal þess jákvæða sem gerst hafi hér á landi frá hruninu sé breytt fyrirkomulag við skipan dómara. Þá hafi að nokkru leyti verið tekið á spillingu í kjölfar bankahrunsins. „Við fögnum þessum aðgerðum sem stjórnvöld hafa gripið til, en bendum jafnframt á að fylgjast verði með því að niðurstaðan verði sú sem stefnt var að með þessum breytingum. Þessu munum við fylgjast vel með í framtíðinni,“ segir Summa. „Ísland er sterkt lýðræðisríki með öflugar stofnanir, en það eru veikleikar sem við sáum í hruninu og hafa komið í ljós eftir hrunið. Við hvetjum til þess að áfram verði unnið að því að laga þá veikleika,“ segir Summa. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur undir með niðurstöðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsmálin hér á landi, segir Summa. Kreppunni sé ekki lokið, ástandið sé vissulega orðið stöðugra en hagvöxtur sé afar mikilvægur til að heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki nái jafnvægi. Ekki ætti að koma á óvart að lítið nýtt sé í þessari fyrstu árlegu framvinduskýrslu, segir Summa. Viðræðurnar hafi aðeins verið í gangi síðan aðildarumsókn Íslands var samþykkt í febrúar og rýnivinna sem varpi ljósi á það sem þurfi að laga í íslenskum lögum, ætli landið sér að ganga í ESB, sé ekki hafin. Rýnivinnan mun raunar hefjast í næstu viku, og standa fram á næsta sumar, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Fyrstu mánuðirnir af aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið hafa gengið vel, og ekkert óvænt komið upp, segir Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Hann kynnti fyrstu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um Ísland í gær. „Eins og áður hefur komið fram uppfyllir Ísland öll pólitísk skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið, en við hvetjum samt til þess að bætt verði úr ákveðnum atriðum og bendum einnig á jákvæða þróun sem orðið hefur í ákveðnum málaflokkum í skýrslunni,“ segir Summa í samtali við Fréttablaðið. Meðal þess sem bent er á í skýrslunni er að styrkja þurfi stjórnsýsluna, til dæmis hvað varðar opinber innkaup, eftirlit með fjármálageiranum, tollamál og fleira. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar segir að margt af því sem fram komi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um vankanta á íslenskri stjórnsýslu hafi þegar verið tekið til umfjöllunar hjá stjórnvöldum. Önnur atriði bíði. Summa segir að meðal þess jákvæða sem gerst hafi hér á landi frá hruninu sé breytt fyrirkomulag við skipan dómara. Þá hafi að nokkru leyti verið tekið á spillingu í kjölfar bankahrunsins. „Við fögnum þessum aðgerðum sem stjórnvöld hafa gripið til, en bendum jafnframt á að fylgjast verði með því að niðurstaðan verði sú sem stefnt var að með þessum breytingum. Þessu munum við fylgjast vel með í framtíðinni,“ segir Summa. „Ísland er sterkt lýðræðisríki með öflugar stofnanir, en það eru veikleikar sem við sáum í hruninu og hafa komið í ljós eftir hrunið. Við hvetjum til þess að áfram verði unnið að því að laga þá veikleika,“ segir Summa. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur undir með niðurstöðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsmálin hér á landi, segir Summa. Kreppunni sé ekki lokið, ástandið sé vissulega orðið stöðugra en hagvöxtur sé afar mikilvægur til að heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki nái jafnvægi. Ekki ætti að koma á óvart að lítið nýtt sé í þessari fyrstu árlegu framvinduskýrslu, segir Summa. Viðræðurnar hafi aðeins verið í gangi síðan aðildarumsókn Íslands var samþykkt í febrúar og rýnivinna sem varpi ljósi á það sem þurfi að laga í íslenskum lögum, ætli landið sér að ganga í ESB, sé ekki hafin. Rýnivinnan mun raunar hefjast í næstu viku, og standa fram á næsta sumar, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira