Pókermót tekin upp fyrir sjónvarp á Íslandi 8. mars 2010 05:30 „Það er frábært fyrir hinn almenna pókeráhugamann að geta fylgst með mótum á Íslandi. Séð hendurnar sem verið er að spila og hvernig menn spila þær,“ segir Valur Heiðar Sævarsson, sem er í forsvari fyrir pókerklúbbinn 53. Vefspilavítið Betsson hefur flutt inn pókerborð með tíu innbyggðum myndbandsupptökuvélum. Fyrsta mótið sem verður tekið upp fyrir sjónvarp fer fram í maí, en Betsson heldur það í samstarfi við pókerklúbbinn 53. Útvöldum verður boðið að taka þátt í mótinu ásamt því að sigurvegari áskorendamótaðar Audda, Sveppa og Gillz fær tækifæri til að taka þátt. Valur segir að viðræður séu í gangi við sjónvarpsstöðvar hér á landi um sýningarrétti á mótinu. „Það er mikill áhugi. Það er bara spurning hvar lendingin verður,“ segir Valur. Hann bætir við að ýmsar vangaveltur séu um hvers konar pókersjónvarpsefni verði framleitt á Íslandi í náinni framtíð. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins kostaði borðið á aðra milljón króna og vegur hátt í 250 kíló. Það er handsmíðað í Bandaríkjunum og hefur aðeins einu sinni verið notað. Það var að sjálfsögðu í Las Vegas, en þar var leikið til úrslita á borðinu á stórmóti. Póker er vinsælt sjónvarpsefni erlendis og flest stærri mót eru tekin upp fyrir sjónvarp. Bestu pókerspilarar heims njóta mikilla vinsælda og Valur segir að viðræður hafi átt sér stað við mörg stór nöfn um að koma til Íslands og spila. Spurður hvort reglulegar sjónvarpsútsendingar frá íslenskum pókermótum komi til með að breyta almenningsáliti á spilinu segir Valur að svo gæti farið. „Þetta verður kannski til þess að spilið verði útbreiddara, þrátt fyrir að almenningur sé reyndar byrjaður að taka þátt í póker. Þetta opnar kannski augu fólks fyrir því að þetta spil byggist ekki upp á heppni og sé ekki beintengt við fjárhættuspil,“ segir hann. „Það er ekki ástæðulaust að alþjóðleg pókersambönd eru að taka upp samstarf við hugaríþróttasambönd um allan heim og aðskilja sig frá fjárhættuspilum. Bestu pókerspilarar í heimi eru ekki heppnustu menn heims.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
„Það er frábært fyrir hinn almenna pókeráhugamann að geta fylgst með mótum á Íslandi. Séð hendurnar sem verið er að spila og hvernig menn spila þær,“ segir Valur Heiðar Sævarsson, sem er í forsvari fyrir pókerklúbbinn 53. Vefspilavítið Betsson hefur flutt inn pókerborð með tíu innbyggðum myndbandsupptökuvélum. Fyrsta mótið sem verður tekið upp fyrir sjónvarp fer fram í maí, en Betsson heldur það í samstarfi við pókerklúbbinn 53. Útvöldum verður boðið að taka þátt í mótinu ásamt því að sigurvegari áskorendamótaðar Audda, Sveppa og Gillz fær tækifæri til að taka þátt. Valur segir að viðræður séu í gangi við sjónvarpsstöðvar hér á landi um sýningarrétti á mótinu. „Það er mikill áhugi. Það er bara spurning hvar lendingin verður,“ segir Valur. Hann bætir við að ýmsar vangaveltur séu um hvers konar pókersjónvarpsefni verði framleitt á Íslandi í náinni framtíð. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins kostaði borðið á aðra milljón króna og vegur hátt í 250 kíló. Það er handsmíðað í Bandaríkjunum og hefur aðeins einu sinni verið notað. Það var að sjálfsögðu í Las Vegas, en þar var leikið til úrslita á borðinu á stórmóti. Póker er vinsælt sjónvarpsefni erlendis og flest stærri mót eru tekin upp fyrir sjónvarp. Bestu pókerspilarar heims njóta mikilla vinsælda og Valur segir að viðræður hafi átt sér stað við mörg stór nöfn um að koma til Íslands og spila. Spurður hvort reglulegar sjónvarpsútsendingar frá íslenskum pókermótum komi til með að breyta almenningsáliti á spilinu segir Valur að svo gæti farið. „Þetta verður kannski til þess að spilið verði útbreiddara, þrátt fyrir að almenningur sé reyndar byrjaður að taka þátt í póker. Þetta opnar kannski augu fólks fyrir því að þetta spil byggist ekki upp á heppni og sé ekki beintengt við fjárhættuspil,“ segir hann. „Það er ekki ástæðulaust að alþjóðleg pókersambönd eru að taka upp samstarf við hugaríþróttasambönd um allan heim og aðskilja sig frá fjárhættuspilum. Bestu pókerspilarar í heimi eru ekki heppnustu menn heims.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira