Íslenski boltinn

Danni König farinn frá Val - Mjög óheppilegt segir þjálfarinn

Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Danski framherjinn Daniel König er farinn frá Val til Bronshoj í heimalandi sínu. Þar ólst hann upp en í staðinn hefur Valur fengið írskan framherja út tímabilið.

"Danni var með klásúlu í samningi sínum að hann mætti fara ef félag í Evrópu talaði við hann. Það gerðist í gær og við gátum því ekki stoppað hann," sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals við Vísi.

"Þetta er áfall fyrir okkur og mjög óheppilegt," bætti hann við. König skoraði fimm mörk fyrir Val í sumar.

Írskur strákur að nafni Diarmuid O'Caroll er kominn til Vals en hann fékk leikheimild í dag. "Sem betur fer vissum við af þessum strák sem vildi komast að í Skandinavíu. Við heyrðum í fyrrum þjálfurum hans og hann fékk ágætis meðmæli," sagði Gunnlaugur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×