Lífið

Þess vegna vilja allir fá Pál Óskar að spila

Skagamenn gengu af göflunum um síðustu helgi þegar poppstjarnan Páll Óskar mætti og spilaði í Gamla Kaupfélaginu á Akranesi. Bærinn var búinn að titra í marga daga og símalínurnar á Gamla Kaupfélaginu glóa eftir að fréttist af komu hans. Þegar miðarnir fóru síðan í sölu ruku allir 500 út á 28 mínútum.

Páll Óskar steig á svið síðastliðinn laugardag. Hann stóð fyrir trylltri dansveislu og skildi eftir sig dansþreytta og ánægða gesti.

Við fengum sent skemmtilegt myndband frá kvöldinu sem hægt er að horfa á hér fyrir ofan. Þar sést glitta í stuðið hjá Palla þegar hann tók lagið Ég er eins og ég er. Einnig umferðaröngþveitið sem myndaðist fyrir utan staðinn en þetta kvöld var haldið partí í öðru hverju húsi á Akranesi og voru Skagamenn því orðnir nokkuð hressir þegar þeir lögðu leið sína í Gamla Kaupfélagið.

Hægt er að skoða fleiri myndir af kvöldinu á nýrri heimasíðu staðarins, gamlakaupfelagid.is.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.