Þýsk mynd um landkönnuði tekin upp á Langjökli 23. nóvember 2010 09:00 Fjörutíu manna tökulið frá Þýskalandi og Íslandi tók upp sjónvarpsmynd á Langjökli. Myndin fjallar um kapphlaup tveggja landkönnuða á suðurpólinn árið 1911 og verður frumsýnd á ZDF á næsta ári. Leikstjórinn Oliver Halmburger er klæddur í appelsínugula úlpu. „Þetta hljóta að vera einhverjar lengstu kvikmyndatökur sem hafa farið fram uppi á jökli hér á Íslandi,“ segir Kristinn Þórðarson hjá Saga Film. Um helgina lauk fjórtán daga tökumaraþoni fjörutíu manna tökuliðs frá Þýskalandi og Íslandi uppi á Langjökli. Jökullinn leikur stórt hlutverk í nýrri þýskri sjónvarpsmynd sem fjallar um frægt kapphlaup Roalds Amundsen og Roberts Scott á Suðurskautslandinu árið 1911 en hún verður frumsýnd í mars á næsta ári á þýsku stöðinni ZDF. Að sögn Kristins nutu þeir aðstoðar frá Flugbjörgunarsveitinni sem sá um að gæta fyllsta öryggis á tökustað en þar að auki komu nokkrir íslenskir leikarar við sögu, meðal annars Davíð Guðbrandsson og Ívar Örn Sverrisson. Á tímabili voru um þrjátíu sleðahundar uppi á jökli og fjórir hestar, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafði tökuliðið greiðan aðgang að Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, sem kom þýskum kvikmyndagerðarmönnum stöðugt í opna skjöldu með ótrúlegri nákvæmni í veðurspám. „Hann var alveg ótrúlegur og í 95 prósent tilvika var þetta rétt hjá honum. Hann sá meðal annars fyrir hvenær stormur upp á 25 metra á sekúndu myndi ganga niður, upp á mínútu.“ Eins og gefur að skilja geta veður verið ansi válynd uppi á jökli og breyst skyndilega. „Við fengum alls kyns veður, stundum var blankalogn og heiðskírt en og svo brast á með 25 stiga gaddi. Til allrar hamingju fyrir okkur og þýska tökuliðið voru það einmitt þannig aðstæður sem þeir vildu í myndina.“ Tökuliðið hélt af landi brott í gærmorgun og Kristinn segir Þjóðverjana hafa verið gríðarlega ánægða með hvernig til tókst. „Þeir vildu ólmir koma aftur og gera eitthvað meira seinna,“ segir Kristinn. Hann kann ekki skýringu á því hvers vegna Langjökull sé svona vinsæll hjá kvikmyndagerðarfólki sem vill ná fram suðurskautsáhrifum en eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir stuttu var tekin upp auglýsing á jöklinum með austurrísku skíðakempunni Hermann Maier. „Valið stóð á milli Langjökuls og Vatnajökuls en aðgengið upp á Langjökul er einfaldlega miklu betra, hann er styttra frá höfuðborginni og þess vegna varð hann fyrir valinu.“freyrgigja@frettabladid.is Saga Film tekur upp sjónvarpsmynd Langjökull leikstjórinn Oliver Halmburger í appelsínugulu ekki í safn Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Þetta hljóta að vera einhverjar lengstu kvikmyndatökur sem hafa farið fram uppi á jökli hér á Íslandi,“ segir Kristinn Þórðarson hjá Saga Film. Um helgina lauk fjórtán daga tökumaraþoni fjörutíu manna tökuliðs frá Þýskalandi og Íslandi uppi á Langjökli. Jökullinn leikur stórt hlutverk í nýrri þýskri sjónvarpsmynd sem fjallar um frægt kapphlaup Roalds Amundsen og Roberts Scott á Suðurskautslandinu árið 1911 en hún verður frumsýnd í mars á næsta ári á þýsku stöðinni ZDF. Að sögn Kristins nutu þeir aðstoðar frá Flugbjörgunarsveitinni sem sá um að gæta fyllsta öryggis á tökustað en þar að auki komu nokkrir íslenskir leikarar við sögu, meðal annars Davíð Guðbrandsson og Ívar Örn Sverrisson. Á tímabili voru um þrjátíu sleðahundar uppi á jökli og fjórir hestar, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafði tökuliðið greiðan aðgang að Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, sem kom þýskum kvikmyndagerðarmönnum stöðugt í opna skjöldu með ótrúlegri nákvæmni í veðurspám. „Hann var alveg ótrúlegur og í 95 prósent tilvika var þetta rétt hjá honum. Hann sá meðal annars fyrir hvenær stormur upp á 25 metra á sekúndu myndi ganga niður, upp á mínútu.“ Eins og gefur að skilja geta veður verið ansi válynd uppi á jökli og breyst skyndilega. „Við fengum alls kyns veður, stundum var blankalogn og heiðskírt en og svo brast á með 25 stiga gaddi. Til allrar hamingju fyrir okkur og þýska tökuliðið voru það einmitt þannig aðstæður sem þeir vildu í myndina.“ Tökuliðið hélt af landi brott í gærmorgun og Kristinn segir Þjóðverjana hafa verið gríðarlega ánægða með hvernig til tókst. „Þeir vildu ólmir koma aftur og gera eitthvað meira seinna,“ segir Kristinn. Hann kann ekki skýringu á því hvers vegna Langjökull sé svona vinsæll hjá kvikmyndagerðarfólki sem vill ná fram suðurskautsáhrifum en eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir stuttu var tekin upp auglýsing á jöklinum með austurrísku skíðakempunni Hermann Maier. „Valið stóð á milli Langjökuls og Vatnajökuls en aðgengið upp á Langjökul er einfaldlega miklu betra, hann er styttra frá höfuðborginni og þess vegna varð hann fyrir valinu.“freyrgigja@frettabladid.is Saga Film tekur upp sjónvarpsmynd Langjökull leikstjórinn Oliver Halmburger í appelsínugulu ekki í safn
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira