Kannað hvers vegna hópurinn fór á Langjökul Gissur Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2010 12:00 Ólafur Helgi Kjartansson segir að málið verði rannsakað. Mynd/ GVA. Sýslumaðurinn í Árnessýslu segir að rannsakað verði af hverju farið var með ferðamannahóp á Langjökul í gær, þrátt fyrir afleita veðurspá. Skoska ferðakonan, sem björgunarsveitarmenn fundu á jöklinum í nótt er til aðhlynningar á Landsspítalanum, en sonur hennar hefur náð sér eftir hrakningana. Konan, sem er 48 ára og 12 ára sonur hennar, sem voru saman á vélsleða, urðu viðskila við samferðafólk sitt síðdegis, en þá var óveðrið skollið á. Björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu, Norður-, Vestur-, og Suðurlandi voru kallaðir út og fjöldi snjóbíla var sendur á vettvang. Það var svo á örðum tímanum sem mæðginin fundust fyrir algera tilviljun miðað við aðstæður, að sögn leitarmanna, þar sem búið var að fara um þessar slóðir áður. Þau voru þá aðeins nokkra tugi metra út af fyrirhugaðri leið og héldu þar kyrru fyrir. Þau höfðu skýlt sér við sleðann auk þess sem móðirin skýldi syninum. Hún var því orðin mjög köld þegar þau fundust og voru flutt í björgunarsveitarbíl á Landspítalann í Fossvogi, þangað sem þau komu rétt fyrir klukkan sex í morgun. Á leiðinni voru þau hlýjuð upp og var drengurinn fljótur að ná sér, en konan mun dvelja eitthvað áfram á sjúkrahúsinu á meðan hún er að jafna sig. Hún hlaut lítilsháttar kal á fingrum. Yfir 300 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni og var fögnuður þeirra mikill þegar mæðginin fundust. Til stóð að efla leitina enn með morgninum og ætlaði Landhelgisgæslan líka að senda bæði flugvél og þyrlu, strax í birtingu. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi segir að engar opinberar sérreglur gildi um svona ferðir, en skoðað verði hvernig þetta gat gerst, í ljósi allra viðvarana um illviðri í aðsigi. Jafnframt vildi hann þakka björgunarmönnum óeigingjörn störf við hættulegar aðstæður.- Tengdar fréttir Leitin stendur enn yfir - tæplega 300 manns taka þátt Leit stendur enn yfir að konu og unglingi á Langjökli en fólkið varð viðskila við ferðafélaga sína í vélsleðaferð. Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Landsbjargar eru um 270 björgunarsveitarmenn við leitina en veður er slæmt og skyggni lítið á leitarsvæðinu. Síðast sást til fólksins við Skálpanes. 14. febrúar 2010 20:55 Leitað að vélsleðamönnum á Langjökli Björgunarsveitir Landsbjargar hafa verið kallaðar út ásamt þyrlu frá Landhelgisgæslunni til þess að leita að tveimur vélsleðamönnum sem urðu viðskila við hóp sleðamanna á Langjökli í dag. 14. febrúar 2010 18:27 Mæðgin fundin á Langjökli Björgunarsveitarmenn fundu skoska ferðakonu og 12 ára son hennar, sem saknað hafði verið á Langjökli frá því klukkan hálf sex í gærkvöldi, að þau urðu viðskila við samferðafólk sitt, en hópurinn var á vélsleðum. 15. febrúar 2010 06:51 150 manns taka þátt í leitinni á Langjökli Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita nú að konu og unglingi sem voru í vélsleðaferð með hópi á Langjökli og urðu viðskila við hann. 14. febrúar 2010 19:18 Mest lesið Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Sýslumaðurinn í Árnessýslu segir að rannsakað verði af hverju farið var með ferðamannahóp á Langjökul í gær, þrátt fyrir afleita veðurspá. Skoska ferðakonan, sem björgunarsveitarmenn fundu á jöklinum í nótt er til aðhlynningar á Landsspítalanum, en sonur hennar hefur náð sér eftir hrakningana. Konan, sem er 48 ára og 12 ára sonur hennar, sem voru saman á vélsleða, urðu viðskila við samferðafólk sitt síðdegis, en þá var óveðrið skollið á. Björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu, Norður-, Vestur-, og Suðurlandi voru kallaðir út og fjöldi snjóbíla var sendur á vettvang. Það var svo á örðum tímanum sem mæðginin fundust fyrir algera tilviljun miðað við aðstæður, að sögn leitarmanna, þar sem búið var að fara um þessar slóðir áður. Þau voru þá aðeins nokkra tugi metra út af fyrirhugaðri leið og héldu þar kyrru fyrir. Þau höfðu skýlt sér við sleðann auk þess sem móðirin skýldi syninum. Hún var því orðin mjög köld þegar þau fundust og voru flutt í björgunarsveitarbíl á Landspítalann í Fossvogi, þangað sem þau komu rétt fyrir klukkan sex í morgun. Á leiðinni voru þau hlýjuð upp og var drengurinn fljótur að ná sér, en konan mun dvelja eitthvað áfram á sjúkrahúsinu á meðan hún er að jafna sig. Hún hlaut lítilsháttar kal á fingrum. Yfir 300 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni og var fögnuður þeirra mikill þegar mæðginin fundust. Til stóð að efla leitina enn með morgninum og ætlaði Landhelgisgæslan líka að senda bæði flugvél og þyrlu, strax í birtingu. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi segir að engar opinberar sérreglur gildi um svona ferðir, en skoðað verði hvernig þetta gat gerst, í ljósi allra viðvarana um illviðri í aðsigi. Jafnframt vildi hann þakka björgunarmönnum óeigingjörn störf við hættulegar aðstæður.-
Tengdar fréttir Leitin stendur enn yfir - tæplega 300 manns taka þátt Leit stendur enn yfir að konu og unglingi á Langjökli en fólkið varð viðskila við ferðafélaga sína í vélsleðaferð. Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Landsbjargar eru um 270 björgunarsveitarmenn við leitina en veður er slæmt og skyggni lítið á leitarsvæðinu. Síðast sást til fólksins við Skálpanes. 14. febrúar 2010 20:55 Leitað að vélsleðamönnum á Langjökli Björgunarsveitir Landsbjargar hafa verið kallaðar út ásamt þyrlu frá Landhelgisgæslunni til þess að leita að tveimur vélsleðamönnum sem urðu viðskila við hóp sleðamanna á Langjökli í dag. 14. febrúar 2010 18:27 Mæðgin fundin á Langjökli Björgunarsveitarmenn fundu skoska ferðakonu og 12 ára son hennar, sem saknað hafði verið á Langjökli frá því klukkan hálf sex í gærkvöldi, að þau urðu viðskila við samferðafólk sitt, en hópurinn var á vélsleðum. 15. febrúar 2010 06:51 150 manns taka þátt í leitinni á Langjökli Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita nú að konu og unglingi sem voru í vélsleðaferð með hópi á Langjökli og urðu viðskila við hann. 14. febrúar 2010 19:18 Mest lesið Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Leitin stendur enn yfir - tæplega 300 manns taka þátt Leit stendur enn yfir að konu og unglingi á Langjökli en fólkið varð viðskila við ferðafélaga sína í vélsleðaferð. Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Landsbjargar eru um 270 björgunarsveitarmenn við leitina en veður er slæmt og skyggni lítið á leitarsvæðinu. Síðast sást til fólksins við Skálpanes. 14. febrúar 2010 20:55
Leitað að vélsleðamönnum á Langjökli Björgunarsveitir Landsbjargar hafa verið kallaðar út ásamt þyrlu frá Landhelgisgæslunni til þess að leita að tveimur vélsleðamönnum sem urðu viðskila við hóp sleðamanna á Langjökli í dag. 14. febrúar 2010 18:27
Mæðgin fundin á Langjökli Björgunarsveitarmenn fundu skoska ferðakonu og 12 ára son hennar, sem saknað hafði verið á Langjökli frá því klukkan hálf sex í gærkvöldi, að þau urðu viðskila við samferðafólk sitt, en hópurinn var á vélsleðum. 15. febrúar 2010 06:51
150 manns taka þátt í leitinni á Langjökli Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita nú að konu og unglingi sem voru í vélsleðaferð með hópi á Langjökli og urðu viðskila við hann. 14. febrúar 2010 19:18